Morgunblaðið - 29.10.2020, Blaðsíða 49
MINNINGAR 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 2020
✝ Elvar RegínaGuðbrands-
dóttir fæddist þann
30. júlí 1940 á
Siglufirði. Hún lést
á Landspítalanum
13. október 2020.
Foreldrar Elvu
voru Guðbrandur
Þórður Sig-
urbjörnsson, f. 18.3.
1916, og Hulda
Regína Jónsdóttir,
f. 29.6. 1916. Þau eru bæði látin.
Systkini hennar eru Laufey
Alda, f. 6.5. 1938, d 20.2. 2009,
Alma Elísabet, f. 17.3. 1949, og
Bryndís Sif, f. 26.6. 1958.
Elva giftist 26.12. 1960 Frið-
leifi Björnssyni, f. 10.5. 1940.
Þau eignuðust tvö börn.
1) Gunnar Þór Friðleifsson, f.
10.6. 1962. Hans kona er Sigríð-
Lind Ægisdóttir, f. 27.10. 1970.
Elva Regína Guðbrandsdóttir
er fædd á Siglufirði og eyddi
bernskuárum sínum þar. Hún
gekk í grunnskólann á Siglufirði
og vann í verslunarfélaginu frá
17 til 19 ára aldurs. Hún stund-
aði nám í Húsmæðraskólanum í
Reykjavík og útskrifast 1960.
Elva var í fyrstu húsmóðir og
gætti bús og barna en byrjaði að
vinna árið 1974, fyrst í Vörðu-
skóla og svo í Laugarnesskóla
1975 í ræstingu og húsvörslu og
svo tók hún að vinna sem for-
stöðukona í athvarfi skólans.
Síðar verður hún stuðnings-
fulltrúi ásamt því að vinna á
bókasafni skólans. Hún vann
fasta vinnu í skólanum til 67 ára
aldurs en tengdist ýmsum verk-
efnum og afleysingum í nokkur
ár eftir það.
Elva átti sæti í fulltrúaráði
Starfsmannafélags Reykjavík-
urborgar og sat í stjórn hverf-
afélags Sjálfstæðisflokksins í
Laugarnesi og Háaleiti.
Útför hennar fór fram í kyrr-
þey 23. október 2020.
ur Inga Guðmunds-
dóttir, f. 20.7. 1966.
Þeirra dóttir er
Katrín Elva Gunn-
arsdóttir, f. 5.12.
1995, og sonur Karl
Friðleifur Gunn-
arsson, f. 6.7. 2001.
2) Ómar Frið-
leifsson, f. 19.3.
1970, d. 13.10. 2018.
Ómar eignaðist
soninn Oliver Óm-
arsson, f. 23.8. 1990, með Sig-
nýju Mörtu Böðvarsdóttur, f.
29.7. 1970. Börn Olivers eru
Mikael Freyr Oliversson, f. 15.3.
2018, og Drengur Oliversson, f.
15.9. 2020. Ómar kvæntist Sig-
ríði Ingólfsdóttur, f. 29.1. 1973,
og eignuðust Inga Þór Óm-
arsson, f. 18.11. 1997. Eftirlif-
andi eiginkona Ómars er Svala
Nú hefur móðir mín fallið frá,
sem var mér svo kær, stoð mín og
stytta alla tíð. Ég get ekki hugsað
mér betri móður. Alltaf svo fórn-
fús og viljug til að gera allt fyrir
alla en setti sig aldrei í fyrsta sæt-
ið. Þú varst félagslynd kona og
áttir auðvelt með að kynnast fólki
og sýnir því ávallt kærleik og mik-
ið hafðir þú gaman af börnum sem
kom sér vel í vinnunni þinni í at-
hvarfi Laugarnesskóla. Þú hvattir
mig til náms og eyddir ómældum
tíma í að hjálpa mér með heima-
lærdóminn, því oft var hugurinn
annars staðar en við lærdóminn.
Já það má nú segja að ég hafi not-
ið góðs af því að þú hafir verið
heimavinnandi á bernskuárum
mínum. Ég þakka þér líka fyrir
frelsið, traustið og að vera ávallt
til staðar fyrir mig. Ég á svo ótrú-
lega margar góðar minningar
með þér mamma mín. Ég man
þegar við fjölskyldan fórum í
fyrsta sinn til útlanda, til Spánar,
hvað þú skemmtir þér vel á Spáni
og þetta varð upphafið á ótal-
mörgum ferðum og ekki bara til
Spánar heldur út um allan heim
og ekki má gleyma ferðunum með
skemmtiferðaskipunum. Þá hafð-
ir þú unun af því að elda góðan
mat og við fjölskyldan nutum góðs
af því. Þú varst iðin við að finna
nýjar uppskriftir og prófa þær. Þá
var lambalærið þitt í uppáhaldi
hjá okkur fjölskyldunni, já,
mamma og tengdamamma, þú
settir alúð í matargerð. Ég man
sem gutti leikandi mér allan dag-
inn langt fram á kvöld, hvað það
var dásamleg tilfinning að koma
dauðþreyttur og sársvangur heim
vitandi að mín biði góður matur og
þú varst aldrei reið þótt ég væri
oft að koma löngu eftir matar-
tíma. Hvað ég og þú höfðum gam-
an af því að setjast fyrir framan
sjónvarpið og horfa á góða þætti
og ég smitaðist fljótt af því og þú
sendir mig eftir kók og prins og
við sátum saman yfir spennuþátt-
um á kananum fram á kvöld. Þú
varst mikið með barnabörnunum
þínum og þau höfðu unun af því að
fara til ömmu og afa því þar fengu
þau ávallt eitthvað gott og þar var
gaman að vera. Ömmubörnin
nutu góðs að því hversu barngóð
þú varst, þú varst alltaf tilbúin að
spila og lesa sögur fyrir þau og þú
hjálpaðir þeim einnig með heima-
lærdóminn. Þá tileinkaðir þú þér
nýjustu tækni og lærðir að nota
tölvu og snjallsíma. Þú varst mjög
skipulögð kona og má sjá það á
heimili ykkar pabba, þar hefur allt
sinn stað.
Þú gast setið tímunum saman í
að púsla hin erfiðustu púsluspil og
það var ekki í myndinni að þú gæf-
ist upp enda varstu of þrálát til að
játa þig sigraða. Þá hafðir þú mik-
inn áhuga á ættfræði. Þið pabbi
urðuð fyrir þeirri miklu sorg að
missa Ómar bróður úr krabba-
meini langt fyrir aldur fram og
hafði þessi missir djúpstæð áhrif á
ykkur bæði, lífið er ekki alltaf
réttlátt. En núna ertu komin til
hans Ómars okkar og eflaust er
margt skrafað. Ég, Inga og börn-
in eigum eftir að sakna þín enda-
laust og ekki hafa áhyggjur af
pabba, við munum öll hjálpast að
hugsa sem best um hann. Okkur
þykir miður að þú skyldir fara
svona skyndilega frá okkur þar
sem þú varst að fara að flytja í
nýju fínu íbúðina í Mörkinni og
hlakkaðir til. Elsku mamma, þú
varst orðin mjög veik en sagðir
engum beint frá því, þegar við fór-
um að spyrja þig út í þitt heilsufar,
sagðir þú bara við skulum fyrst
hugsa um pabba þinn og síðan at-
huga með mig. Þannig að þegar
þú dast héldu allir að þú yrðir fljót
að ná þér en þú varst orðin það
veik að þú náðir þér ekki.
Elsku mamma hvíldu í friði.
Gunnar og Inga.
Við kveðjum með trega en
minnumst með hlýhug elsku
ömmu okkar. Elva amma var
kvenskörungur mikill. Hún var
ákveðin kona sem vissi hvað hún
vildi. Hún var síbrosandi, alltaf í
góðu skapi og það var alltaf stutt í
hláturinn hjá henni. Hún var
fyndin og kom oft með skemmti-
legar athugasemdir sem urðu að
áhugaverðum samræðum. Jafn-
framt var hún viskubrunnur mik-
ill sem hafði alltaf tilbúð svar við
öllum spurningum okkar
systkina. Maður var alltaf aðeins
vitrari eftir hverja heimsókn til
Elvu ömmu og Dúdda afa. Amma
var með ótrúlegt minni. Hún
gleymdi aldrei afmælum né öðr-
um merkisatburðum. Hún hringdi
alltaf í tíma og ótíma, öllum til
mikillar gleði enda aldrei leiðin-
legt að tala við hana ömmu.
Elva amma var afbragðskokk-
ur og átti hún alltaf eitthvað sæl-
gæti inn í skáp. Hún passaði alltaf
upp á að eiga frostpinna og smá-
mál handa okkur barnabörnunum
þegar við komum í pössun eða
heimsókn. Hún var stórmerkileg
kona sem lifði fyrir fólkið sitt.
Hún var alltaf til í að hjálpa öðrum
og setti alltaf aðra en sjálfa sig í
fyrsta sæti. Öllum líkaði vel við
ömmu og á hún ekkert nema það
besta skilið, bæði í þessum heimi
og þeim næsta. Amma var traust
fyrirmynd fyrir okkur systkinin
og munum við ætíð líta upp til
hennar og elska.
Við systkinin eigum margar
skemmtilegar og hlýjar minning-
ar um hana Elvu ömmu. Hún naut
þess að spila við okkur og lesa fyr-
ir okkur. Hún hafði yndi af því að
gera krossgátur og að púsla. Við
sátum oft hjá henni við stofuborð-
ið og veittum hjálparhönd. Amma
lifði viðburðaríku lífi. Það var allt-
af eitthvað skemmtilegt að gerast
í kringum hana. Hún sá mikið af
heiminum og upplifði margt
áhugavert á sinni ævi. Enn eins og
heimspekingurinn Seneca sagði
eitt sinn, „Lífið er ævintýri. Það er
ekki lengd þess heldur hvernig
því er lifað sem skiptir mál.“
Amma var heppin að fá að lifa
bæði löngu og skemmtilegu lífi.
Elva amma var ættmóðir mikil
sem sá alltaf um sig og sína. Þú
gast alltaf leitað til hennar.
Það er sárt að sakna en við vit-
um að Elva amma mun alltaf vera
með okkur, þó svo að hún hafi
kvatt þennan heim og farið yfir í
þann næsta. Minning hennar og
ljómi lifir áfram í hjörtum okkar
og erum við handviss um að dag
einn munum við hitta hana ömmu
aftur á ný. Rétt eins og Pálmi
Gunnarsson söng eitt sinn „Og
loks þegar móðirin lögð er í mold
þá lýtur þú höfði og tár falla á fold.
Þú veist hver var skjól þitt, þinn
skjöldur og hlíf. Það var íslenska
konan sem ól þig og gaf þér sitt líf.
En sólin hún hnígur og sólin hún
rís. Og sjá þér við hlið er þín ham-
ingjudís, sem alltaf er skjól þitt,
þinn skjöldur og hlíf. Það var ís-
lenska konan, tákn trúar og von-
ar, sem ann þér og helgar sitt líf.“
Þar til við hittumst aftur á ný
elsku Elva amma, bless í bili.
Ástarkveðjur frá þínum barna-
börnum,
Katrín Elva og
Karl Friðleifur.
Margur einn í aldurs blóma
undi sæll við glaðan hag,
brátt þá fregnin heyrðist hljóma:
Heill í gær, en nár í dag. –
Ó, hve getur undraskjótt
yfir skyggt hin dimma nótt!
Fyrir dyrum dauðans voða
daglega þér ber að skoða.
(Björn Halldórsson í Laufási)
Ein af mínum fyrstu minning-
um um þig var frá Sundlaugaveg-
inum. Ég hef líklega verið nokk-
urra ára gömul. Ég átti að fara í
stutta pössun til Elvu systur.
Ekki systur minnar, heldur Elvu
systur mömmu. Aldrei man ég
nefnilega eftir því að hafa kalla
þig annað þar sem mamma kallar
þig ávallt Elvu systur. Ég man
ekki mikið eftir Sundlaugavegin-
um en ef ég hugsa til baka þá var
dimmrauði liturinn á veggjunum
ógleymanlegur og tónlistin sem
spiluð var. Stærstan hluta minnar
barnæsku áttirðu heima í Fells-
múlanum. Við vorum árlega hjá
ykkur annan í jólum, á brúð-
kaupsdegi ykkar Dúdda og
mömmu og pabba. Við systkinin
fórum með pabba á nýjustu
myndina í bíó og mamma var skil-
in eftir í Fellsmúlanum. Eftir bíó-
ið vorum við spurð spjörunum úr
um myndina sem þú og Dúddi
voruð nánast alltaf búin að sjá og
því um mikið að ræða og aldrei
legið á skoðunum. Ávallt komum
við á Þorláksmessu að sækja og
skilja eftir jólagjafir og ef farin
var fjölskylduferð í bæinn þá var
yfirleitt síðasti viðkomustaður
Fellsmúlinn.
Ég minnist þess með hlýju þeg-
ar ég fór í starfsnám í 10. bekk og
valdi að fara í World Class fyrir
neðan ykkur í Fellsmúlanum og
upp á RÚV við tökur á áramóta-
skaupinu. Ég fékk að gista hjá
ykkur í gestaherberginu þessa
daga og minningin um dúnmjúka
og hlýja rúmið lifir sterkt, eða
beddaskrattann eins og þú vildir
frekar kalla hann. Þú minntir mig
oft á Brand afa, töluðuð að mér
fannst oft í vísum með áherslu á t-
ið og skemmtileg blótorð inn á
milli, gjafmild og skiptuð ekki
skapi.
Eftir að ég kom heim úr há-
skólanámi flutti ég í Gullaugað
með vinkonum mínum, ská á móti
ykkur. Ég fékk að vita frá þér að
þetta væri gömul kartöflugeymsla
og þaðan var nafnið komið. Það
var gott að vita af ykkur handan
götunnar ef eitthvað bjátaði á eða
ef okkur vinkonurnar vantaði
DVD-myndir þá skaust ég yfir
götuna í heimsókn og oftar en
ekki fengu svo að fylgja með
nokkur tímarit í poka og eitt og
eitt handklæði úr kistlinum góða.
Gjafmildi þín var einstök og það
eru ófá handklæði, tímarit, hnífa-
pör eða annað til heimilisbrúks
sem ég hef fengið frá þér í gegn-
um árin, aldrei fór ég tómhent út
úr Fellsmúlanum.
Það er sárt að hugsa til þess að
þú hafir verið sótt svona skyndi-
lega. Ég mun sakna þess að sitja á
móti þér við eldhúsborðið, spjalla
og hlusta á skemmtilegar sögur af
ömmubörnunum þínum, prakk-
arastrikum Ómars og uppátækj-
um Gunna þegar þeir voru yngri
eða sögur af ömmu og afa á Sigló
og ættartölur að norðan. Ég mun
sakna þess að fá ekki símtal á af-
mælisdaginn minn því alltaf
mundirðu eftir að hringja og óska
mér til hamingju með daginn.
Elsku Elva systir, ég vil þakka
alla þína góðvild, þú varst mér í
senn frænka og góð vinkona.
Ó, allt það gott, sem gafst mér þú,
þín geymi máttug höndin nú.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Rósa Dögg Þorsteinsdóttir.
Fallin er frá heiðurskonan
Elva Regína Guðbrandsdóttir.
Elvu kynntumst við í gegnum
ættir okkar á Siglufirði. Hún og
eiginmaður hennar, Friðleifur
Björnsson, alltaf kallaður Dúddi,
eru bæði Siglfirðingar. Elva var
skemmtileg og röggsöm. Hún var
glaðlynd og okkur fannst alltaf
skemmtilegt í kringum hana.
Henni fylgdi góður andi og létt-
leiki. Það sama má segja um
Dúdda. Það var stutt í hláturinn
og skemmtisögurnar hjá þeim
báðum. Foreldrar okkar og Elva
og Dúddi voru góðir vinir og
lögðu mikið upp úr því að hittast
og rækta böndin. Leiðir fjöl-
skyldna okkar lágu því saman frá
því við munum eftir okkur. Synir
Elvu og Dúdda, þeir Gunnar Þór
og Ómar Ingi, voru á sama aldri
og við systkinin þannig að fjöl-
skyldurnar smullu vel saman.
Barnaafmælin hjá þeim á Sund-
laugarveginum og okkur á Unn-
arbrautinni voru tilefni skemmti-
legrar samveru.
Við minnumst þess hvað okk-
ur fannst merkilegt þegar Gunn-
ar Þór sýndi okkur framfarir sín-
ar í ræktun gúbbífiska og Ómar
sýndi okkur kúrekamyndir í
kanasjónvarpinu eins og sannur
sýningarstjóri. Elva passaði upp
á að allt færi vel fram, öllum liði
vel og enginn færi svangur heim.
Fjölskylduferðirnar út fyrir bæ-
inn voru líka margar og eftir-
minnilegar. Það eru ófáar mynd-
irnar í fjölskyldualbúmunum
sem vitna um fjörið í þessum
ferðum. Elva með kisugleraugu,
túperað hár og skuplu hnýtta
undir höku í hífandi roki á Þing-
völlum. Dúddi að renna sér á
vaskafati, sem sprakk í miðri
brekku, niður snjóskafl í
Þrengslunum. Gunnar Þór og
Ómar dressaðir upp í kúrekaföt í
afmæli einhvers okkar barnanna
á Unnarbrautinni í den. Þetta
voru góðir dagar með Elvu og
fjölskyldu og fyrir þá viljum við
þakka. Í lífinu skiptast á skin og
skúrir. Stórt skarð var höggvið í
fjölskylduna þegar Ómar lést
langt fyrir aldur fram fyrir
tveimur árum, eftir hetjulega
baráttu við illvígt krabbamein.
Fráfall hans var fjölskyldunni
allri mikið áfall. Elva lést á dán-
ardegi hans nú tveimur árum síð-
ar. Nú að leiðarlokum viljum við
þakka Elvu fyrir örlæti og hlýhug
í okkar garð og góðar minningar.
Við vottum Dúdda, Gunnari
Þór, Ingu, Katrínu Elvu, Karli
Friðleifi, Oliver, Inga Þór, Svölu
Lind, Anice, Abraham, lang-
ömmubörnum og öðrum ástvin-
um okkar dýpstu samúð vegna
fráfalls hennar. Guð blessi minn-
ingu Elvu.
Siv Friðleifsdóttir,
Ingunn Friðleifsdóttir,
Árni Friðleifsson,
Friðleifur Friðleifsson.
Elva Regína
Guðbrandsdóttir
✝ GunnlaugKristjánsdóttir
fæddist í Reykjavík
3. júní 1955, annað
barn foreldra
sinna, Ingu Sigurð-
ardóttur og Krist-
jáns Mikaelssonar.
Gunnlaug bjó fyrst
um sinn í Vest-
urbænum og gekk í
Melaskóla og síðar
Hagaskóla.
Þegar Gunnlaug var á ung-
lingsaldri flutti fjölskyldan í
Garðabæ þar sem hún starfaði
sem fóstra, fyrst á Vífilsstöðum
og svo seinna á
Bæjarbóli.
Systkini hennar
eru Róbert Krist-
jánsson, Sigrún
Kristjánsdóttir og
Ragnhildur Krist-
jánsdóttir.
Dóttir Gunn-
laugar fæddist árið
1984 og heitir Rak-
el María Róberts-
dóttir.
Gunnlaug andaðist á heimili
sínu 9. september og hefur jarð-
arförin farið fram í kyrrþey að
ósk hinnar látnu.
Í dag kveð ég elskulega æsku-
vinkonu mína frá 7 ára aldri.
Gullý var sönn vinkona. Við
kynntumst í 7 ára bekk í gamla
Stýrimannaskólanum í Vestur-
bænum og urðum mjög góðar vin-
konur strax. Við áttum einhvern
veginn mjög vel saman, hlógum
og brölluðum margt alveg fram á
táningsárin okkar. Það var alltaf
líf hjá okkur og við vorum með
einstaka tengingu á milli okkar
sem nánar vinkonur.
Gullý var næstelst 4 systkina.
Ég man svo vel eftir skemmtileg-
um heimsóknum á Hávallagötu
44 og á Bræðraborgarstíginn, þar
sem við vorum að búa til heima-
gerðar karamellur og bralla eitt
og annað þar. Eða þegar við vor-
um að leika okkur með látaleiki,
labbandi niður Bræðraborgar-
stíginn, það var heimagert gaman
hjá okkur. Og ekki má gleyma
tungumálinu okkar sem við
bjuggum til sjálfar og notuðum
þegar þurfti. Það var aldrei leið-
inlegt hjá okkur. Ég man líka
þegar Gullý eignaðist yngstu
systur sína Ragnhildi, það var svo
spennandi að fá að fylgjast með
þegar hún var komin í fjölskyld-
una. Robbi bróðir var á sjónum í
þá daga, sáum hann ekki oft, en
Sigga systir var líka oft með á
Bræðraborgarstígnum.
Gullý og fjölskylda höfðu búið í
Bandaríkjunum þar sem Kristján
pabbi Gullýjar var í flugnámi.
Inga mamma Gullýjar vitnaði oft
í þá daga með söknuði, henni lík-
aði vel við margt þar. Inga var
yndisleg jákvæð kona sem geisl-
aði af hlýju og gleði.
Þegar komið var að gagn-
fræðaskólaárunum þá vorum við
orðnar 4 nánar vinkonurnar,
Gullý, Sigga, Sibba og ég. Þá tóku
við aðrir tímar, táningsárin sem
voru góðir og skemmtilegir
tímar.
Gullý hafði þá náðargjöf að
muna einstaklega vel aftur í tím-
ann. Ég spurði hana stundum
hvort hún væri ekki að búa til
sögur því mér fannst þetta spenn-
andi, en nei, þetta var Gullý að
muna.
Gullý eignaðist eina dóttur
með Róberti Magna Ragnars-
syni, Rakel Maríu, sem var sól-
argeislinn hennar hérna á jörð-
inni, ásamt tveimur dætrum
hennar.
En nú er Gullý komin heim,
frjáls frá öllu sem íþyngir í jarðlíf-
inu. Ég veit að það var vel tekið á
móti þér, elsku fallega sálin mín.
Elsku Gullý mín, þú skilur eftir
þig ljós og djúpa vináttu sem
verður alltaf til.
Ég mun sakna þín, okkar góðu
samtala og vináttu.
Ég votta fjölskyldunni mína
samúð.
Ávallt þín vinkona,
Guðrún Ingibjörg
Gunnarsdóttir.
Gunnlaug
Kristjánsdóttir
Við Bjössi kynnt-
umst á unglingsár-
unum þegar við æfð-
um handbolta hjá
Val í nokkur ár.
Bjössi var góður liðsfélagi sem
alltaf mátti treysta á, duglegur og
ósérhlífinn hvort sem var í vörn
eða sókn. Hann spilaði á línunni
Björn Jónsson
✝ Björn Jónssonfæddist 30. maí
1960. Hann lést 3.
október 2020.
Útför Björns fór
fram 16. október
2020.
og var lunkinn að
koma sér í færi og
sérlega gripviss. Ut-
an vallar var hann
rólegur og yfirveg-
aður en stutt í
kímnigáfuna. Þegar
við komumst á tví-
tugsaldurinn skildi
leiðir og við hittumst
ekki oft eftir það, en
ég minnist Bjössa
sem góðs drengs
sem ég var lánsamur að kynnast.
Ég sendi fjölskyldu Bjössa inni-
legar samúðarkveðjur.
Sverrir Ólafsson.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Minningargreinar