Morgunblaðið - 29.10.2020, Blaðsíða 14
Fáðunýjustu upplýsingar umuppbyggingunýrra
íbúða í Reykjavíkmeðáherslu á þær framkvæmdir
semeru í gangi og hvað er í framundan í
uppbyggingu í borginni.
Grænaplanið verður kynnt og sagt frá því hvernig
borginmun sækja frammeðkraftmikilli
fjárfestingumeðumhverfislega, fjárhagslega og
félagslega sjálfbærni að leiðarljósi.
Dagskrá:
• Grænaplanið oghúsnæðisuppbyggingin
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri
• Staðaoghorfur á fasteignamarkaði í Reykjavík
Þröstur Sigurðsson, Arcur
• Ártúnshöfði og Elliðaárvogur:
Nýr og grænnborgarhluti ímótun
Sigurbjörg Helga Gunnbjörnsdóttir, Arkís
• Meiri borg, kröftugur og sjálfbær vöxtur
til langrar framtíðar
Ólöf Örvarsdóttir og Haraldur Sigurðsson,
Umhverfis- og skipulagssviði
Kynnir: BjörgMagnúsdóttir
Streymt á reykjavik.is/ibudir Beinútsending
föstudaginn30. október kl. 9-11
Uppbygging
íbúða í borginni ogGrænaplanið
14 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 2020
Nú eru um 9 mánuðir liðnir síð-an fyrsta tilfellið af CO-VID-19 greindist hér á landi.
Margir hafa verið í sjálfskipaðri
sóttkví meira eða minna allan þennan
tíma. Eldra fólk og raunar margir
fleiri gera það sem hægt er til að forð-
ast smit. Mikilvægt er að hlúa vel að
líðan sinni. Hvernig við hugsum, nær-
umst og hreyfum okkur skiptir allt
máli fyrir góða heilsu og sterkt
ónæmiskerfi. Að leita sér lækn-
ishjálpar ef svo ber undir má heldur
aldrei sitja á hakanum.
Einangrun reynir á lunderni
Einangrun í langan tíma reynir á
hugsanir okkar og lunderni. Hún getur
valdið streitu, kvíða og margs konar
áhyggjum. Jákvæð viðhorf og bjart-
sýni eru verndandi þættir. Faraldurinn
mun taka enda, lífið færast í eðlilegra
horf aftur. Daglega reynir á færni í að
takast á við áður óþekktar áskoranir
lífsins og aðlagast breytilegum að-
stæðum, hvort tveggja mikilvægir eig-
inleikar í góðri geðheilsu. Einmanaleiki
meðal aldraðra er vaxandi heilsufars-
leg hætta, orsakirnar flóknar og með-
ferð vandasöm. Því miður hefur ógnin
aukist verulega undanfarið. Það reynir
á okkur öll að hjálpa til við að draga úr
þessari vondu tilfinningu hjá þeim sem
hana hafa. Samhygð og umhyggja end-
urspegla manneskjulegt samfélag.
Góð næring styrkir
ónæmiskerfið
Í fábreytilegri sóttkví er hætt við
að matarvenjur fari úr skorðum.
Matarlyst breytist við að borða allt-
af í einrúmi, minna verður um búð-
arferðir og maturinn einhæfari. Af-
leiðingin verður verri næring með
almennri þreytu og vanlíðan, auk
ýmissa annarra kvilla. Ónæmis-
kerfið, hin náttúrulega vörn okkar
gegn veirum, skerðist. Fjölbreytt
og góð fæða tryggir inntöku mik-
ilvægra næringarefna. Sérstaklega
er þýðingarmikið að neyta prótein-
ríkra matvara, má þar nefna fisk,
kjöt, egg, mjólkurvörur, baunir eða
linsur. Nauðsynlegt er líka að fá
nægan vökva yfir daginn. Kaffi telst
með en drykkja fram á kvöld getur
valdið svefntruflunum. Huga þarf
sérstaklega að D-vítamíni, í
skammdegi er ráðlagt að taka það
inn sem fæðubótarefni og jafnvel
allt árið.
Hreyfing er nauðsyn
Tap á vöðvamassa fylgir aldri og
það getur orðið umtalsvert við lang-
varandi kyrrsetu. Vöðvarýrnunin
leiðir til kraftleysis og verkja. Öllu
eldra fólki er ráðlögð reglubundin
hreyfing, það er aldrei of seint að
byrja. Dagleg rútína með blöndu af
jafnvægis-, styrktar- og þolæfingum
er öflug hreyfingaráætlun sem vel er
hægt að ástunda í sóttkví. Einfaldar
jafnvægisæfingar heima í stofu geta
aukið styrk í hrygg og fótum, örvað
jafnvægisskynið og dregið úr fall-
hættu. Styrktaræfingar með léttum
lóðum í sitjandi stöðu auka kraft í út-
limum. 4-6 klukkustunda þolæfing á
viku vinnur gegn svefnerfiðleikum og
mörgu öðru, það samsvarar um hálf-
tíma göngutúr á dag. Hér gildir að
finna hóflega hreyfingu við hæfi, nota
ímyndunarafl og þrautseigju.
Hafið samband
Það er áskorun að hlúa vel að líðan
sinni í sjálfskipaðri sóttkví. Ýmis ein-
kenni og undirliggjandi sjúkdómar
geta truflað. Þá getur verið betra að
leita aðstoðar hjá fagaðilum. Þrátt
fyrir að faraldurinn hafi verið fyr-
irferðarmikill innan heilsugæslunnar
er mikilvægt að sinna áfram öðrum
vandamálum. Fólk á alltaf að geta
leitað til heilsugæslunnar. Til dæmis
er hægt að hringja og ráðfæra sig við
hjúkrunarfræðinga eða eiga í sam-
skiptum í gegnum tölvu á mínum síð-
um á heilsuvera.is. Á þeirri vefsíðu er
einnig að finna heilsuráð og leiðbein-
ingar um líðan, næringu og hreyfingu.
Eldra fólk og sjálfskipuð sóttkví
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sóttkví Lítið hægt að gera í stöðunni nú á undarlegum tímum kórónuveir-
unnar annað en halda sig heima og fólk noti grímur í varnarskyni.
Heilsuráð
Hafsteinn Freyr Hafsteinsson
fagstjóri lækninga,
Heilsugæslunni Mjódd.
Ljósmynd/Landspítali-Þorkell
Gjörgæsla Sóttvarnir nú miðast við
að halda álagi á sjúkrahús í hófi.
Unnið í samstarfi við Heilsugæslu
höfuðborgarsvæðisins.
„Sæluhúsum á fjöllum fylgir
skemmtileg menning og mikil saga,“
segir Sigmundur Ernir Rúnarsson
sjónvarpsmaður. Í gærkvöldi var á
dagskrá Hringbrautar fyrsti þátt-
urinn í þáttaröð hans, Fjallaskálar Ís-
lands. Tvo síðastliðna vetur hefur
Sigmundur verið með spyrpu þátta
um þetta efni á sjónvarpsstöðinni
sem hafa mælst vel fyrir. Nú er haldið
áfram og í þættinum í gær var sagt
frá skálanum Lamba á Glerárdal ofan
við Akureyri. Næstu þættir verða um
Hof á Flateyjardal, skála Ferðfélags
Fljótsdalshéraðs í Loðmundarfirði og
skála FÍ í Nýjadal, á Fimmvörðuhálsi
og í Botnum á Emstrum.
„Bæði segjum við frá skálunum, en
einnig umhverfi þeirra, gönguleiðum
og náttúru,“ segir Sigmundur Ernir.
„Vegna þessarar þáttagerðar síðustu
þrjú sumur verið eknir alls um 5.000
kílómetrar og gengnir 750. Jú, og svo
töpuðum við vél í einum bíl, hreins-
uðum pústkerfi undan tveimur,
sprengdum dekk og fleira.“
Þættirnir góðu verða frumsýndir
næstu vikur á miðvikudögum kl. 20,
og svo endursýndir um helgar.
Fjallaskálar á Hringbraut
Sögur og menn-
ing sæluhúsa
Sigmundur Fjallamaður á ferðinni.