Morgunblaðið - 29.10.2020, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 29.10.2020, Blaðsíða 39
39 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 2020 Viðgerðir Hamarinn fór á loft hjá þessum tveimur mönnum sem unnu við að skipta um þakrennur á íbúð- arhúsi í Borgarnesi á dögunum. Haustið er tími við- gerða áður en snjórinn fellur og vindar fara að blása. Eggert Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti í gær, miðvikudag, sölu á rúmlega 15% eignarhlut bæjarins í HS Veitum fyrir 3,5 milljarða króna. Andvirði hlutarins styrkir bæjarsjóð Hafnarfjarðar veru- lega til að mæta því tekjutapi og þeim efnahagslegu þrengingum sem fram- undan eru vegna Covid-19-faraldursins. Mjög var vandað til sölunnar og er nið- urstaða hennar fagnaðarefni fyrir Hafn- firðinga. Gott verð fékkst fyrir hlutinn en að baki kaupunum standa 14 lífeyr- issjóðir auk annarra fagfjárfesta. Víðtækar aðgerðir Í vor, þegar ljóst var að grípa þyrfti í taum- ana vegna ófyrirsjáanlegra afleiðinga Co- vid-19-faraldursins, brugðust stjórnendur í Hafnarfirði hratt við. Áhersla var lögð á að lágmarka áhrifin á bæjarbúa, um leið og leitað var leiða til þess að skjóta frekari stoðum undir fjárhag sveitarfélagsins. Efnahagslegt áfall af þessu tagi kallar ekki á eina töfra- lausn, heldur þarf að beita víðtækum aðgerð- um til þess að draga úr högginu, meðal annars hagræðingu, lántökum og eignasölu. Hafnarfjörður hefur verið á meðal hluthafa í HS Veitum frá stofnun árið 2008. Fyrirtækið annast sölu og dreifingu á heitu vatni og köldu vatni og dreifingu á raforku á Suðurnesjum og á nokkrum stöðum á Suðurlandi og höf- uðborgarsvæðinu. Í Hafnarfirði snýr þjónusta fyrirtækisins einungis að dreifingu á raf- magni. Fljótt var litið til þess kostar að selja hlut Hafnarfjarðar í HS Veitum enda um áhrifa- litla minnihlutaeign að ræða. Á und- angengnum uppgangsárum hefur hluturinn aukist talsvert að verðgildi, einkum vegna fólksfjölgunar á Suðurnesjum, rekstr- arhagræðingar og tæknivæðingar. Opið söluferli Hlutur Hafnarfjarðar í HS Veitum var aug- lýstur í dagblöðum í maí og fengu um 30 fag- fjárfestar gögn um fjárfestinguna. Að afloknu sex mánaða ítarlegu söluferli stóð að lokum eftir fyrirvaralaust tilboð í hlutinn að fjárhæð 3,5 milljarðar króna. Bjóðandi var HSV eignarhaldsfélag sem er um 90% í eigu lífeyr- issjóða sem standa að baki yfir helmings líf- eyriskerfis landsins. Hvenær „besti“ tíminn er til þess að selja eignarhlut sem þennan er aldrei hægt að segja til um fyrr en eftir á. Í ljósi söluferilsins og nýlegra viðskipta má þó sjá að í tilboðinu felst mjög gott verð fyrir hlutinn og tækifæri fyrir Hafnarfjörð til þess að leysa til sín veru- lega virðisaukningu. Dregur úr vaxtakostnaði Það er mat meirihlutans í Hafnarfirði að þessum fjármunum bæjarins sé betur varið í þágu bæjarbúa. Hluturinn í HS Veitum hefur engin áhrif á íbúa í Hafnarfirði en verðlagning á raforkudreifingu er bundin ströngum skil- yrðum í raforkulögum. Andvirði sölunnar dregur aftur á móti úr lánsfjárþörf Hafnar- fjarðar og lækkar þannig afborganir og vexti í framtíðinni. Jafnframt veitir salan Hafn- arfjarðarbæ færi á því að sækja fram með hagsmuni bæjarbúa að leiðarljósi og milda þannig höggið vegna Covid-19-faraldursins. Eftir Rósu Guðbjartsdóttur og Ágúst Bjarna Garðarsson » Það er mat meirihlutans í Hafnarfirði að þessum fjár- munum bæjarins sé betur var- ið í þágu bæjarbúa. Rósa Guðbjartsdóttir Rósa er bæjarstjóri Hafnarfjarðar og Ágúst Bjarni er formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar. Sala hlutar í HS Veitum styrkir Hafnarfjörð Ágúst Bjarni Garðarsson „Skammist ykkar“ Svona hefst pistill Gísla Páls Pálssonar, forstjóra Grundar og formanns Samtaka fyrirtækja í vel- ferðarþjónustu, á heimasíðu Grund- ar núna í vikunni. Hvern er forstjór- inn að ávarpa? Jú, oddvita ríkisstjórnarinnar. Hann veltir fyrir sér, líkt og margir hafa gert síðustu ár, á hvaða forsendum fjármagn til þessa mikilvæga hluta heilbrigð- isþjónustunnar er ítrekað skorið niður á sama tíma og bætt er í víða annars staðar. Þvert á gefin fyrirheit, því í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar stendur svart á hvítu innan um fallegu teikningarnar: „Einnig verður hugað að því að styrkja rekstrargrund- völl hjúkrunarheimila.“ Staðreyndin er sú að í tíð núverandi rík- isstjórnar hefur rekstrarfjármagn til hjúkr- unarheimila verið markvisst skert og engin teikn eru á lofti um breytingar þar á. Staðan var því orðin slæm, en lengi getur vont versnað. Hjúkr- unarheimilin takast nú á við þriðju bylgju Covid- faraldursins, löskuð og sum jafnvel komin fjár- hagslega að fótum fram. Stjórnendur og starfs- fólk hafa unnið þrekvirki í erfiðum aðstæðum. Fyrir utan mikið álag hafa heimilin eðlilega stað- ið frammi fyrir auknum kostnaði vegna ýmissa nauðsynlegra ráðstafana. Þann viðbótarkostnað hafa stjórnvöld neitað að greiða. Þar á bæ kvikn- aði reyndar sú snilldarhugmynd að spara á að- stæðunum með því að halda eftir greiðslum til hjúkrunarheimilanna sem nemur þeim rúmum sem haldið var auðum vegna sóttvarnaráðstaf- ana og til að geta brugðist við með hraði þyrfti að opna sérstakar Covid-einingar inni á heim- ilunum. Þessi sveltistefna veldur því að hjúkr- unarheimilin neyðast til að draga úr þjónustu við heimilisfólk. Það er einfaldlega þyngra en tárum taki. Og fyrir þá sem hafa áhuga á því hvernig stjórnvöld fara með skattfé almennings, má minna á að dvöl einstaklings sem ekki er hægt að útskrifa af Landspítala vegna skorts á úrræðum kostar að minnsta kosti um 70.000 kr. á sólar- hring. Landspítalinn rekur svo biðdeild á Vífils- stöðum þar sem ríkið greiðir sjálfu sér 52.000 kr. á sólarhring fyrir þjónustu og aðstæður sem eru mun lakari en þær sem fólki býðst á hjúkr- unarheimilum. Fyrir sólarhring á hjúkrunarheimilum greiðir ríkið hins vegar 38.000 kr. samkvæmt þjónustusamningi við rekstr- araðila. „Skammist ykkar,“ segir for- maður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu og skyldi eng- an undra. Óhreinu börnin Þetta stríð ríkisstjórnarinnar við hjúkrunarheimili landsins á sér sögu. Þráðurinn birtist að ein- hverju leyti í heilbrigðisstefnu stjórnvalda sem samþykkt var vorið 2019. Sam- tök fyrirtækja í velferðarþjónustu, sem hafa flest hjúkrunarheimili landsins innan sinna raða, gagnrýndu samráðsleysi við gerð stefnunnar. Þeirri gagnrýni var svarað af hálfu stjórnvalda á þann hátt að það kæmi að þeim síðar. Hvenær? Hvenær kemur að hjúkrunarheimilunum? Hve- nær kemur að öldrunarmálunum? Af hverju er ekki leitað til Samtaka fyrirtækja í velferð- arþjónustu um ráð og hugmyndir að lausnum varðandi öldrunarmál, t.d. samspil hjúkrunar- heimila, heimaþjónustu og sjúkrahúsþjónustu? Þessi fjölmörgu félög, stofnanir og fyrirtæki innan Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu eiga það sameiginlegt að vera ekki ríkisrekin, heldur starfa samkvæmt þjónustusamningi við ríkið. Allt aðilar sem hafa um áratugaskeið verið mikilvægur hlekkur í íslenskri heilbrigðisþjón- ustu. En þetta eru hin óhreinu börn ríkisstjórn- arinnar. Í einkarekstri. Niðurstaða forstjóra Grundar í fyrrnefndum pistli er að stjórnvöld séu með vilja að svelta öldrunarheimilin svo þau gefist upp og skili rekstrinum til ríkisins. Slíkt sé þegar farið að gerast. Grímulaus ríkisvæðing öldrunarþjónust- unnar er lýsingin sem forstjórinn notar. Þar hitt- ir hann naglann sennilega beint á höfuðið. Gríman er fallin. Eftir Hönnu Katrínu Friðriksson » Þessi sveltistefna veldur því að hjúkrunarheimilin neyðast til að draga úr þjón- ustu við heimilisfólk. Hanna Katrín Friðriksson Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar. hannakatrin@althingi.is Gríman er fallin Umferðartafir hafa farið mjög vaxandi á höfuðborg- arsvæðinu allmörg undanfarin ár. Nú er svo komið að tals- verður hluti vegfarenda situr meira og minna fastur í um- ferðinni á helstu álagstímum að morgni og síðdegis. Fárra kílómetra ferðir sem miðað við hæfileg umferðarmannvirki ættu að taka innan við 10 mín- útur taka oft tvöfalt lengri tíma eða meira. Ástæðan fyrir þessari afturför er að fjölg- un íbúa hefur verið langt umfram fjárfest- ingu í vegakerfinu. Raunar hefur nýfjárfest- ing í þjóðvegum í Reykjavík verið því nær engin undanfarin 12 ár, en vegakerfi borg- arinnar þess í stað skipulega gert ógreiðfær- ara með ærnum tilkostnaði. Þjóðhagslegur kostnaður við þessar tafir er mjög mikill. Miðað við opinber gögn um umferð á höfuðborgarsvæðinu er hann lík- lega yfir 100 milljónir króna á hverjum virk- um degi og yfir 30 milljarðar króna á ári. Þessi óþarfaviðbótarkostnaður, sem léleg umferðarmannvirki leggja m.a. á Reykvík- inga, nemur nálægt fimmtungi af beinum skattgreiðslum þeirra til borgarinnar. Við þennan tafakostnað bætist svo mjög aukin loftmengun er bifreiðar mjakast í lágum gír- um gegnum umferðarteppurnar og verulega meira vélaslit með tilheyrandi kostnaði. Borgarlínan Ráð Reykjavíkurborgar við þessum mikla vanda er svokölluð borgarlína sem er end- urbætt strætisvagnakerfi með forgangi í umferðinni. Samkvæmt opinberum skýrslum mun kerfi þetta flýta för stræt- isvagna en valda enn frekari töfum fyrir einkabifreiðar. Nálægt 4% ferða á höf- uðborgarsvæðinu munu nú farnar með strætisvögnum og er það kerfi rekið með gríðarlegum halla. Hug- myndafræðingar Borgarlín- unnar gera sér vonir um að allt að 12% ferða muni fara með al- menningsvögnum þegar borg- arlínan er fullgerð. Hug- myndin er m.ö.o. sú að leggja auknar tafir á 88-96% borg- arbúa til að flýta för 4-12% þeirra. Þar að auki verða þessi 88-96% borgarbúa sem verða fyrir auknum töfum í umferð- inni að borga þorrann af fjár- festingunni í Borgarlínunni sem nemur tugum milljarða sem og rekstrartapið af strætisvögnunum. Skýrsla um „félagshagfræði“ borgarlínu Nýlega kom fram skýrsla um þjóðhags- legt gildi borgarlínu; svokölluð félagshag- fræðileg úttekt (Borgarlínan Socioeconomic Analysis) sem gerð er af danska ráðgjaf- arfyrirtækinu COWI og íslensku verk- fræðistofunni Mannviti. Að þessari skýrslu er mikill fengur. Þetta er fyrsta formlega at- hugunin á þjóðhagslegu gildi borgarlín- unnar sem mér er kunnugt um að gerð hafi verið. Í henni koma fram margar gagnlegar upplýsingar. Þessi skýrsla hefur verið kynnt þannig að hún sýni að borgarlínan sé þjóðhagslega hagkvæm (hafi jákvætt félagshagfræðilegt núvirði). Þetta er hins vegar ekki rétt túlkun á efni skýrslunnar. Til þess að fá þá nið- urstöðu að þessi framkvæmd hafi jákvætt núvirði hefur reynst nauðsynlegt að reikna sem ábata ýmsa þætti sem eru alls ekki fé- lagslegur ábati eins og greidd fargjöld og eitthvert metið hrakvirði framkvæmdarinn- ar í miðjum klíðum eins og hið opinbera geti þá selt fjárfestinguna til útlanda fyrir reiðufé. Aðeins þessir liðir og aðrir af svip- uðu tagi nægja til að gera núvirði fram- kvæmdarinnar neikvætt miðað við aðrar forsendur skýrslunnar. Við þetta bætast óraunsæjar forsendur um notkun borgarlínunnar og þjóðhagslegt tímavirði þeirra sem nota hana. Séu þær óraunsæju forsendur færðar í raunsæisátt kemur í ljós að framkvæmdin hefur veru- lega neikvætt núvirði. Samkvæmt skýrslu Cowi og Mannvits hefur borgarlínan neikvætt núvirði Öfugt við það sem fullyrt hefur verið sýnir athugun á skýrslu COWI og Mannvits að þjóðhagslegt núvirði þessa fyrsta áfanga borgarlínunnar er verulega neikvætt. Með því einu að leiðrétta mistök í skýrslunni eða færa eina af lykilforsendum hennar í raunsæisátt er niðurstaðan að þetta núvirði sé neikvætt. Þá hefur ekki einu sinni verið tekið tillit til þeirrar áhættu sem í fram- kvæmdinni felst. Aðrir valkostir Aldrei er skynsamlegt að leggja í fram- kvæmdir sem hafa neikvætt núvirði. Það er jafnvel álitamál hvort leggja beri í fram- kvæmdir sem hafa jákvætt núvirði. Slíkt er aðeins skynsamlegt ef engin önnur fram- kvæmd hefur hærra núvirði. Opinber gögn benda til þess að á höfuðborgarsvæðinu séu allmargar framkvæmdir í samgöngumálum sem bæði hafa verulega jákvætt núvirði og tvímælalaust miklu hærra en borgarlínan og munu nýtast öllum vegafarendum. Því væri skynsamlegt að framkvæma þessar sam- göngubætur áður en meira skattfé er ausið í borgarlínu. Borgarlínan Eftir Ragnar Árnason Ragnar Árnason » Samkvæmt opinberum skýrslum mun kerfi þetta flýta för strætisvagna en valda enn frekari töfum fyrir einkabifreiðar. Höfundur er prófessor emeritus.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.