Morgunblaðið - 29.10.2020, Blaðsíða 2
„Þetta er klassískur leikur sem allir geta verið
með í, ungir sem aldnir, og vonumst við til þess
að geta sameinað fjölskyldur, vinahópa eða
jafnvel vinnustaði yfir skjánum í bingó-
gleði,“ segir Sigurður Þorri Gunnarsson,
dagskrárstjóri K100.
Siggi stýrir bingó-fjölskyldugleði sem
verður í beinni útsendingu á mbl.is kl. 19
í kvöld, fimmtudagskvöld, þar sem þátt-
takendur geta unnið glæsilega vinninga
á borð við spjaldtölvur, síma og gjafabréf.
Honum til halds og trausts verður sam-
félagsmiðlastjarnan Eva Ruza.
Allir sem vilja geta tekið þátt og þátt-
taka kostar ekkert. Það eina sem þarf að
gera er að skrá sig og sækja sér bingó-
spjöld. Þátttaka er takmörkuð og því nauð-
synlegt að hafa snör handtök. Nánari upp-
lýsingar má finna á mbl.is/bingo.
„Það er kannski allt of oft sagt þessa dag-
ana að við þurfum eitthvað til að gleðja okk-
ur en það er bara þannig og hvað er betra en
bingó til þess að brjóta daginn aðeins upp?
Það er alla vegana klárt mál að með Evu inn-
anborðs verður þetta algjör gleðisprengja,“
segir Siggi.
Nánar á mbl.is
Siggi Gunnars og Eva
Ruza stýra bingó-fjöl-
skyldugleði kl. 19
Spennandi Siggi
Gunnars og Eva
Ruza eru spennt
fyrir kvöldinu.
Bingó í beinni útsend-
ingu á mbl.is í kvöld
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 2020
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Í sumar hafa staðið yfir fram-
kvæmdir við tvöföldun Suðurlands-
vegar frá Vesturlandsvegi og suður
fyrir Bæjarháls, til móts við Hádeg-
ismóa. Um er að ræða 1.000 metra
kafla þar sem áður var einbreiður
vegur.
Áætlað var að framkvæmdum
lyki 1. nóvember, þ.e. um næstu
helgi. Vinna við undirgöng við
Krókháls reyndist tímafrekari en
áætlað hafði verið og nú stefnir
Vegagerðin að því að hleypa um-
ferð á veginn í byrjun desember.
Vinna við tvöföldunina hófst í
byrjun júní. Vegagerðin samdi við
Ósatak ehf. í Kópavogi um að vinna
verkið en fyrirtækið átti lægsta til-
boðið, 402 milljónir króna.
sisi@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg
Umferð
hleypt á veg-
inn í byrjun
desember
Efnahags- og viðskiptanefnd Alþing-
is óskaði eftir að fjármálaráðuneytið
svaraði því hvers vegna bætur al-
mannatrygginga hækki einungis um
3,6% á næsta ári þegar gert sé ráð
fyrir að laun hækki um 5,2%. Í fjár-
lagafrumvarpinu er spáð 5,2%
hækkun launa á næsta ári.
Bæturnar eiga að breytast árlega
og taka mið af launaþróun. Í svari
ráðuneytisins á minnisblaði til
nefndarinnar segir að við mat á
launaþróun hafi verið vaninn að miða
við meðalhækkanir í kjarasamnings-
bundnum hækkunum á almennum
vinnumarkaði. Í sumum tilvikum
hafi slíkir samningar falið í sér ein-
faldar og samræmdar prósentu-
hækkanir en í öðrum hafi verið meiri
breytileiki milli félaga og hópa og því
hafi þurft að afla frekari upplýsinga
til að reikna meðalhækkunina. Ekki
hafi tíðkast að taka mið af launavísi-
tölu enda feli hún m.a. í sér launa-
skrið, t.d. vegna innbyggðra aldurs-
hækkana o.fl. sem ekki eigi að reikna
inn í verðlagsbreytingar á bótum al-
mannatrygginga ,,enda eru þær ekki
laun fyrir vinnuframlag“. Skv. mati á
samningum séu almennar meðalpró-
sentuhækkanir launa 2021 áætlaðar
3,6%. Það sé sú prósenta sem notuð
er fyrir bætur almannatrygginga.
Öryrkjabandalagið (ÖBÍ), Lands-
samband eldri borgara (LEB), ASÍ
og fleiri gagnrýna í umsögnum að
bæturnar hækki aðeins um 3,6% á
næsta ári. Það þýði í raun að mati
ÖBÍ 9.201 kr. hækkun óskerts lífeyr-
is í 265.044 kr. LEB fullyrðir að
launaþróunin sé og hafi verið allt
önnur en sú 3,6% hækkun sem lögð
er til í frumvarpinu. ASÍ telur var-
hugavert að nota meðaltaxtahækk-
anir sem viðmið fyrir lægstu kjör.
Hækkun krónutölugjalda í
3,2% myndi skila 500 milljónum
Þingnefndin spyr ráðuneytið einn-
ig hvað tekjur ríkissjóðs myndu
aukast mikið ef krónutölugjöldin
hækki um 3,2% um áramót en ekki
2,5% eins og gert er ráð fyrir. Segir í
svarinu að ætla megi að tekjur af
hækkun krónutölugjalda myndu þá
hækka um 500 milljónir.
omfr@mbl.is
Taka ekki mið af vísitölu
Efnahags- og viðskiptanefnd spyr fjármálaráðuneyti af
hverju bætur hækki um 3,6% þegar laun hækki um 5,2% 2021
„Síðustu sóttvarnaaðgerðir gera það
að verkum að það er ekki lengur
rekstrargrundvöllur til að halda
starfseminni gangandi,“ segir Ingi-
björg Ólafsdóttir, hótelstjóri á Hótel
Sögu sem lokað verður um næstu
mánaðamót.
Starfsemi Bændasamtakanna og
önnur starfsemi ótengd hótelrekstr-
inum í húsinu helst óbreytt. Í frétt á
vef Bændasamtakanna segir að Hót-
el Saga hafi orðið fyrir gríðarlegum
tekjusamdrætti vegna kórónuveiru-
faraldursins. Stjórnendur sjá ekki
annan kost en að loka enda ekki útlit
fyrir að staðan batni í bráð.
Hótel Sögu
verður lokað
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hótel Saga Skellt í lás um helgina.
Sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda hafa
gert það að verkum að rekstr-
arforsendur fyrirtækja í veitinga-
rekstri eru algerlega brostnar að
mati nýrra Samtaka fyrirtækja á
veitingamarkaði (SFV). Fjöldamörg-
um veitingastöðum hafi nú þegar ver-
ið lokað og útséð um að margir þeirra
muni opna aftur. Mikils samdráttar
hafi einnig gætt hjá fyrirtækjum sem
sérhæfa sig í heimsendingum.
Þetta kemur fram í umsögn SFV
til efnahags- og viðskiptanefndar við
frumvarp um fjárstuðning til minni
rekstraraðila vegna veirufaraldurs-
ins.
Fram kemur að á fjórða tug fyr-
irtækja með um fjögur þúsund
starfsmenn séu innan samtakanna,
sem til standi að skrá formlega á
næstu vikum. Vísað er í greining-
arskýrslu sem KPMG vann fyrir
SFV þar sem fram komi að staða
veitingamarkaðarins í upphafi yf-
irstandandi árs og áður en faraldur
kórónuveirunnar reið yfir hafi þá
þegar verið orðin grafalvarleg.
Greinin sé þjökuð af stórfelldum
launahækkunum undanfarinna ára.
Í yfirstandandi faraldri standi eng-
in áhrifarík úrræði stjórnvalda til
boða, hlutabótaleiðin nýtist veit-
ingamarkaðinum aðeins að takmörk-
uðu leyti, og ljóst sé að bregðast þurfi
skjótt við ,,til að forðast fjöldagjald-
þrot og stórkostlegan atvinnumissi í
greininni,“ eins og segir í umsögn-
inni.
Margir veitingastaðir
munu ekki opna aftur
Segja engin úrræði standa til boða