Morgunblaðið - 29.10.2020, Blaðsíða 16
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Í
slenski hesturinn er ein-
stakur meðal heimsins hesta
og við skoðum hann í þessari
bók, tökum hann úr auka-
hlutverkinu og setjum hann
í aðalhlutverkið. Þetta er bók þar
sem texti og myndir renna saman í
eina heild. Leiðarstefið hjá okkur
var að búa til bók fyrir alla, ekki ein-
vörðungu fólk
sem umgengst
eða þekkir hesta.
Þetta er hestabók
fyrir alþýðuna,
fyrir fullorðna
jafnt sem börn,“
segja þau Rán
Flygenring og
Hjörleifur Hjart-
arson, höfundar
nýrrar bókar sem heitir Hestar. Þar
segir af hestum frá grárri forneskju,
úr goðsögum, Íslendingasögum,
þjóðsögum og nútímanum. Í bókinni
bregður fyrir afar fjölbreyttum hófa-
ljónum í máli og myndum, þar eru
hryssur sem stunda mannát, hestar
sem eru mjólkurafurð, tónelskir
hestar, hestar sem bjarga manns-
lífum, strokuhestar, túrhestar og
ótal fleiri hross. Rán og Hjörleifi
gengur vel að leiða saman hesta sína,
því þetta er þriðja bókin sem þau
vinna saman, fyrst kom út bókin
Fuglar, síðan barnabókin Skarphéð-
inn Dungal og nú Hestar, allar gefn-
ar út hjá Angústúru.
„Fuglabókin okkar og þessi
hestabók gefa sig út fyrir að vera í
sömu seríu en eru samt gjörólíkar
því við tókum 75 fuglategundir fyrir í
Fuglum en aðeins eina tegund, ís-
lenska hestinn, í Hestum. En tónn-
inn og hvernig við nálgumst við-
fangsefnið er svipað, þetta eru fyrst
og fremst skemmtilegar sögur.
Grunnhugmyndin bæði í Fuglum og
Hestum er að taka viðfangsefnið út
fyrir ramma fagbókmennta. Það sem
öllu máli skiptir hjá okkur er að sag-
an sé góð, það eitt dugar ekki að
hestur hlaupi hratt eða sé af góðum
ættum. Við sneiddum viljandi hjá
keppnishestum í bókinni.“
Að fanga persónu hvers hests
Rán var með opna vinnustofu í
Ásmundarsal í sex vikur á meðan
hún vann að bókinni og þar segir hún
að flestir hestarnir hafi orðið til.
„Þar urðu til kveikjur að hverri
sögu og svo leyfði ég hverri sögu að
birtast eins og hún vildi í mynd. Það
er þekkt hversu erfitt er að teikna
hross, það er nánast ómögulegt,
þannig að ég ákvað að teikna hrossin
á þann veg að þau hefðu jafn mikinn
persónuleika og fólk, sem þau hafa.
Mér fannst það helsta áskorunin, að
fanga persónu hvers hests,“ segir
Rán og bætir við að margir hafi kom-
ið til hennar á vinnustofuna og sagt
henni sínar sögur og tengingar við
hesta. „Fólki stóð líka til boða að
teikna sínar eigin myndir af hestum
og setja í póstkassa hér í Ásmundar-
sal og upp úr honum komu margvís-
legir hestar sem prýða sex síðustu
blaðsíðurnar í bókinni. Hingað komu
svo að endingu tvö hross og sátu fyr-
ir, fólki stóð til boða að taka þátt í
hrossamódelteikningu í garðinum,“
segir Rán og bætir við að þetta sé
eina bókin í heiminum sem þau viti
um þar sem birt er málverk eftir
hest, hann Skugga-Svein frá Hafn-
arfirði, enda er honum einum hesta
þakkað sérstaklega í lok bókar fyrir
sitt framlag.
Vond meðferð og falleg ljóð
Hjörleifur segist hafa sótt mikið
af sögunum í tímaritin Dýravernd-
arann og Dýravininn sem komu út í
kringum aldamótin 1900.
„Þá fór dýraverndunarhug-
myndin að láta á sér kræla og í þess-
um tímaritum segir fólk frá hestum
sem það ólst upp með. Þetta eru
óskaplega fallegar sögur,“ segir
Hjörleifur, sem dregur samt ekkert
undan í upphafi bókar um það
hversu miklu harðræði íslenski hest-
urinn mætti hjá íslenskri þjóð á fyrri
tímum. „Við höfum farið illa með
hestinn í gegnum tíðina, kýrin hefur
til dæmis fengið að vera inni um vet-
ur og fengið besta fóðrið á meðan
hrossin voru látin standa úti í haga í
frosti og kulda. En fyrir vikið varð til
þessi ótrúlega skepna sem er ís-
lenski hesturinn og hann þolir nán-
ast hvað sem er,“ segir Hjörleifur og
Rán bætir við að íslenski hesturinn
hafi af sömu ástæðu sérþróað melt-
ingarkerfi sem geti kreist út nær-
ingu úr nánast engu, hvort sem það
er sina eða vont hey. „Mér finnst
magnað að á sama tíma og við sem
þjóð förum illa með hesta þá verða til
fallegustu ljóðin sem ort hafa verið
um hesta,“ segir Rán. Hjörleifur
bætir því við að gömlu skáldin okkar
hafi flest ort um reiðhestana sína.
„Matthías, Grímur Thomsen og
fleiri gerðu það listavel og þar kemur
fram þessi mikla tenging milli manns
og hests, sem hefur auðvitað alltaf
verið til staðar.“
Tamningakona og hestasveinn
Rán og Hjörleifur hafi bæði un-
un af að ríða út og þekkja íslenska
hestinn vel. „Ég byrjaði sem krakki í
hestamennsku þótt enginn annar í
minni fjölskyldu sé í hestum. Ég fór
fljótlega að vinna á hestaleigum og
reiðskólum og seinna var ég að
temja, bæði í Reykjavík og Skaga-
firði og líka í Þýskalandi. Ég eign-
aðist ekki minn fyrsta hest fyrr en ég
var sautján ára og ég var á leiðinni í
nám í hestafræðum á Hólum þegar
ég fékk inngöngu í Listaháskólann,
svo ekkert varð úr því,“ segir Rán
sem á einn reiðhest núna og heitir
hann Leikur.
Hjörleifur segist aðeins hafa átt
tvo hesta um dagana sem geti talist
hans eigin hestar. „Annar hét Karl-
inn í tunglinu og er frægur fyrir
norðan því mikið hefur verið ort um
hann. Við syngjum um hann á hverju
hausti í göngum og réttum. Hann var
mjög stór, taumstífur og erfiður en
glæsilegur. Hann er allur og ég felldi
hinn hestinn minn í haust, sem hét
Árblær, svo nú á ég engan. Ég er al-
inn upp í kringum hesta heima á
Tjörn í Svarfaðardal, en enginn
glæsibragur var yfir þeirri hesta-
mennsku, ekki til hnakkar handa öll-
um og mikið riðið berbakt. Við riðum
talsvert út á sumrin, því við þurftum
að þjálfa hestana fyrir göngur og
réttir. Ég fór á bændaskólann á
Hvanneyri og ætlaði að láta reyna á
hvort ég gæti ekki orðið alvöru-
hestamaður, fékk hest frá Skelja-
brekku og tamdi hann. En ég náði
aldrei að finna þessa knýjandi þörf
til að vinna með hest á hverjum degi.
Á seinni árum hef ég farið í hesta-
ferðir á hverju sumri með ákveðnum
hópi af sænskum konum, þetta eru
ferðir á vegum Pólarhesta með Stef-
áni á Grýtubakka og ég fer þá sem
hestasveinn. Ég hef aðgang að hest-
um Þórarins bróður míns sem býr
fyrir norðan, en sjálfur bý ég fyrir
norðan yfir sumartímann og er með
nokkrar kindur. Kristján bróðir
minn sér um að gegna þeim yfir vet-
urinn, svo kem ég að vori þegar
sauðburður byrjar.“
Hestar eru
margslungnir
og magnaðir
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Góð saman Samvinna Ránar og Hjörleifs hefur getið af sér þrjár bækur, en sú nýjasta er bókin Hestar.
„Það sem öllu máli skiptir hjá okkur er að sagan sé
góð, það eitt dugar ekki að hestur hlaupi hratt eða sé
af góðum ættum,“ segja þau Rán Flygenring og Hjör-
leifur Hjartarson, höfundar Hesta, nýrrar bókar.
16 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 2020
Sími 557 8866 | pantanir@kjotsmidjan.is | Fossháls 27, 110 Reykjavík Opnunartími8.00-16.30
Hakk,
gúllas,
bjúgu,
folaldakjöt
og bara
nefndu það
Kjötbúð Kjötsmiðjunnar – Ekki bara steikur
BROT ÚR BÓKINNI HESTUM
Með strok í augum
Tveir hestar úr Skagafirði voru seldir suður á
land og undu þar vel í mörg ár en þegar annar
var felldur leið ekki á löngu þar til hinn hvarf.
Vorið eftir fannst hann norður í Skagafirði.
Þangað hafði hann þá hlaupið þvert yfir há-
lendið, kannski í leit að vini sínum.
Önnur frásögn segir frá tveimur hestum sem
keyptir voru austur undir Eyjafjöllum og lentu
hvor á sínum staðnum. Tveimur árum seinna
hittust þeir fyrir tilviljun í Reykjavík. Fyrr en
varði voru þeir báðir stroknir og fundust eftir
nokkra daga austur við Þjórsá. Aldrei höfðu
þeir reynt að strjúka heim áður en jafnskjótt
og þeir hittust tóku þeir þessa sameiginlegu
ákvörðun.
Margar fleiri ótrúlegar frásagnir finnast af
hestum sem strokið hafa landshluta í milli, um
hvers kyns óvegi, þvert yfir hálendið, ófær
fjallaskörð, jökla og jökulár. Allar þessar sögur
vitna um furðulega ratvísi og einstakt minni en
ekki síður um djúpar tilfinningar hesta:
átthagaást, heimþrá og söknuð.