Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2016, Blaðsíða 13

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2016, Blaðsíða 13
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS12 hans, smábýli þar sem Arngrímur málari hafði fyrrum búið. Arngrímur var einn þeirra högu listamanna sem Kristjáni voru hugleiknir og hann rannsakaði, og að Kristjáni látnum kom út bók hans um Arngrím málara. Sveitin og bóndinn held ég að hafi ávallt verið ofarlega í huga Kristjáns. Minnist ég þess, að einu sinni vorum við á ferð suður að vetrarlagi þrír saman, líklegast á leið frá vinnu við að setja upp safnið á Reykjum í Hrútafirði, og þurftum að taka okkur gistingu í Fornahvammi. Þá var þar búið sauðfjárbúi og um morguninn beið Kristján með brottför suður til að geta farið með bóndanum í húsin til gjafa; hann vildi skoða sauðféð. Þar sást að stutt var í búmanninn. Kristján hefur víst vænzt þess að forsetaembættið myndi veita sér notadrjúgar næðisstundir inn á milli embættisverka. En sú mun ekki hafa orðið raunin svo sem hann vonaði. Hann sagði mér sjálfur að hann hefði búizt við að fá þá nokkurt hlé við og við frá skylduverkum. En þeir sem hafa lesið bók núverandi forseta um stjórnarmyndanir Kristjáns Eldjárn munu sjá að það gat reynt á að vera tímum saman bundinn við að greiða fyrir erfiðum stjórnarmyndunum og að finna leiðir til að fá komið saman ríkisstjórn. En stopular stundir sínar notaði hann til fræðistarfa. Hann kom ósjaldan á Þjóðminjasafnið og vann stund og stund að ritverkinu um Skálholt. Hann sagði þá einu sinni við mig: „Það væri voðalegt að deyja frá þessu.“ En svo fór samt. Haustið 1982 var einsýnt að hann yrði að fara vestur um haf og gangast þar undir hjartauppskurð. Hann hringdi til mín daginn fyrir vesturferðina og var vonbjartur að komast undir hendur færustu lækna á þessu sviði. Um sumarið höfðum við og f leiri saman verið austur í Hrífunesi í Skaftártungu að rannsaka eitt af fornkumlunum sem þar komu í ljós neðst í Túnhalanum. Hann hringdi síðan heim til mín síðar um kvöldið, en ég var þá ekki heima. Hann bað að skila til mín ósk um að við Gísli sæjum um að ljúka rannsókninni um haustið því að búast mætti við að áin bryti um veturinn það sem eftir var af kumlinu. Læknisaðgerðin virtist takast vel og hann sendi okkur í safninu póstkort með kveðju og kvaðst vera á góðum batavegi. En endalokin þekkjum við. Hann kom ekki heim aftur. Kvöldið sem ég frétti lát hans fór ég upp á safn, þar var enginn maður. Ég fór upp á skrifstofuna og settist í stól minn, sem hann hafði áður setið í, kveikti síðan ljós í sýningarsölunum og gekk þar um og virti fyrir mér handaverk Kristjáns Eldjárn sem hvarvetna blöstu við, á veggjum, í skápum og á sýningarpöllum. Ég hugsaði til samvinnu okkar og fann það glöggt, að safnaheimurinn á Íslandi yrði annar eftir þennan dag. Ævintýrinu var lokið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.