Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2016, Blaðsíða 33
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS32
t.d. í formála að skýrslu um „kosti Íslands í ljósi hnattvæðingar“ frá árinu
2002 að hnattvæðing hefði brotið niður múra milli þjóða og gert heiminn
að einni efnahagsheild. Í ljósi þessa, segir Halldór, þurfa Íslendingar að laga
sig að breyttum heimi en um leið „nýta til fulls þau tækifæri sem gefast.“14
Með öðrum orðum var því haldið fram að í vaxandi heimskapítalisma
fælust tækifæri fyrir íslenskt samfélag, sem væri nauðsynlegt að nýta.
Svið menningarmála fékk sinn skerf af breyttri pólitík, en þau mál
hafa löngum verið bitbein stjórnmálanna. Stjórnkerfi menningarinnar
var til að mynda endurmetið, sem og sú stefna sem ríkið hafði haft
fyrir í menningarmálum. Í kjölfarið var gerð tilraun til þess að búa til
stjórnkerfi valddreifingar á sviði menningar, en sveitarfélögum og
félagasamtökum var fengið aukið vald með sérstökum samningum til
þess að sinna menningarmálum.15 Menningarstefna ný frjáls hyggju ríkis-
stjórna frá 1991 miðaði að því að minnka ríkisafskipti og leita leiða til
að virkja einstaklingsframtak og styrkja menningarstarf sveitarstjórna.
Menningarstefnan hafði mikil áhrif á safnamál hér á landi. Setning safnalaga
árið 2001 var t.a.m. hugsuð sem aukið vald til uppbyggingar á safnastarfi
í landinu og faglegrar þekkingar í rekstri þeirra.16 Í kjölfarið var hvatt til
aukinnar samvinnu safna og einkafyrirtækja. Aukin samvinna þessara aðila
dró hins vegar meiri dám af áhuga einkaaðila á rými og staðsetningu safna,
en þeirri starfsemi sem fór fram innan safnanna sjálfra, sem hafa fyrst og
fremst skyldur við safnkostinn.17 Sem dæmi leigði Listasafn Reykjavíkur
aðstöðu sína í Hafnarhúsinu undir móttökur, matarveislur og brúðkaup18 og
gerð var tilraun til að útvista rekstri Byggðasafnsins í Görðum á Akranesi.19
Segja má að menningarstefnan hafi einkennst af nokkrum þáttum.
Ríkari áhersla var lögð á einstaklingsframtak í menningarmálum.20 Í öðru
lagi miðaði menningarstefnan að því að vöruvæða menningarsviðið í ríkara
mæli en áður og þá sérstaklega menningararf leifð sem fyrirfinnst á söfnum
s.s. með því að leggja áherslu á framleiðslu og sölu minjagripa. Í þriðja lagi
var lögð rík áhersla á skemmtanagildi menningar og þau rök notuð til að
réttlæta uppbyggingu á menningarstofnunum eins og söfnum. Í fjórða lagi
var lögð áhersla á að árangur í starfi væri sýnilegur, sem varð hvati fyrir
14 Halldór Ásgrímsson 2002, bls. 2.
15 Tryggvi Þórhallsson 1994.
16 Björn Bjarnason 2002.
17 Day 2007.
18 Sama heimild. Day talar um „persónuleg söfn“ auðkýfinga og svo þarfir safna af því tagi, en þær
leggja meiri áherslu á rými og staðsetningu en á safnkostinn.
19 Sjá fundargerð stjórnar Akranesstofu, 8. október 2008.
20 Gestur Guðmundsson 2003.