Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2016, Side 28
27KRISTJÁN ELDJÁRN: 100 ÁRA MINNING
af fólki af skandinavískum ættum, afkomendum vesturfara síðla á 19. öld,
en þær reyndust oft allt annað, jafnvel beinlínis falsanir. Kristján, varfærinn
fræðimaður, galt því nokkurn varhug við þessum minjum á Nýfundnalandi
framan af, en er sannanlegir norrænir hlutir fundust þar varð ekki um
efazt. Lýsir Kristján því í dagbókinni hve leiðangursstjóranum varð illa
við er hann lét í ljós minnstu efasemdir, enda var mikið í húfi að fá
viðurkenningu þekktra fræðimanna á þessum stað. Væri betur að oftar
færu menn fram af varfærni unz vissa er fengin. Kristján forðaðist vafasama
auglýsingamennsku og því var efi hans og afstaða mjög skiljanleg.
Tengt þessu má nefna, að Kristján hélt árið 1970 erindi á aðalfundi
Fornleifafélagsins um fornleifarannsóknir kanadísks prófessors á fornum
mannavistum við Ungava-f lóa nyrzt á Marklandi í Kanada. Hann hafði
þrautlesið útgefnar skýrslur um þessar minjar og rannsóknir prófessorsins
sem vildi óhikað telja rústirnar frá veru norrænna manna þar til forna.
Kristján rakti efni skýrslnanna mjög ítarlega á fundinum en lagði síðan það
mat á, að vart kæmi til greina að hér væri um norrænar minjar að ræða, þær
bæru engin merki þess og að hér hefðu engin skilyrði verið til búsetu að
hætti norrænna manna vegna náttúrufars og allra aðstæðna; frekar hefðu
hér frumbyggjar hafzt við, en óskhyggja rannsakanda hefði ráðið mestu
um ályktanir hans. Hefði hann greinilega afar takmarkaða þekkingu á
norrænum fornleifum og menningu norrænna manna til forna. Þetta var
mjög afdráttarlaus niðurstaða Kristjáns um þennan stað og lýsir jafnframt
hvernig óskhyggja um túlkanir getur leitt menn út á refilstigu, eins og
gengur til í heiminum.
Kristján hafði afar staðgóða þekkingu á menningu víkingaaldar og
miðalda, sem og síðari alda. Hann kynnti sér fjölmörg hinna helztu rita
sem birtust um víkingaöld og víkingaaldarminjar. Þar var í rauninni
sérsvið hans, en áhugi hans á miðaldamenningu og menningarsögu
síðari alda var ekki síðri, svo sem hvarvetna má sjá í skrifum hans. Ein
eftirlætisþrá margra Íslendinga er að vilja lengja sögu Íslands, sýna fram á
að hér hafi verið byggð fyrir norrænt landnám, og þá hafa menn í huga
frásgn Ara fróða um Papa. Papa-örnefni eru nokkur hérlendis og munu
þó ekki öll gömul. En illa hefur gengið að draga fram í dagsljósið minjar
um Papana eða annað sem sýni „landnám fyrir landnám.“ Kristján vildi
eðlilega kanna hvort finna mætti hér eldri minjar en þær sem þekktar
voru frá landnámi norrænna manna. Nærtækast var því að leita þeirra
á suðausturlandi, þar sem Papa-örnefnin eru f lest, og þá helzt í Papey. Í
forsetatíð sinni fór hann nokkrum sinnum út í eyna til rannsókna ásamt