Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2016, Page 84
83BEINAFUNDUR HJÁ ÁRHÓLI OG KUMLIN Á DALVÍK
3. Gólfskán, gráleit að lit, blönduð taði og móösku. Lagið er misþykkt, frá
um 10-20 cm á um 0,4-0,6 m dýpi.
4. Steinar og smáhellur. Í gólf laginu var smá þyrping af hellublöðum og
smásteinum sem gætu hafa verið hluti af einhverri hleðslu.
5. Gröf á 0,6-1,0 m dýpi, sem var undir gólf laginu en grafin í gegnum
gjóskulag (7).
6. Viðarleifar í botni grafarinnar á um 1,0 m dýpi voru um 0,3 cm að þykkt
(Þykktin er ýkt á teikningunni).
7. Gulhvít mold, forsögulegt Heklulag (líklega H-3), á 0,6-0,65 m dýpi.
Lagið sást aðeins norðan grafarinnar en ekki sunnan við hana.
8. Rauðbrún óhreyfð mold undir gjóskulaginu á 0,65-1,0 m dýpi.
9. Ísaldarmöl, um fimm metra þykk, á 1,0-6,0 m dýpi.
10. Beinaleifar, m.a. höfuðkúpubein, sem hrunið hafa úr gröfinni og lágu
á yfirborði neðarlega í sjávarbakkanum.
11. Fjöruborð undir sjávarbakka.
Gröfin
Við athugun á afstöðu mannvistarlaga í sniðinu kom í ljós að gröfin hafði
verið grafin í gegnum óhreyfðu jarðlögin nr. 7 og 8. Hún var beint upp af
þeim stað þar sem höfuðbeinin fundust og virðist sem þar hafi verið tekin
gröf. Hægt var að sjá að hún hafði verið a.m.k. 0,35 m breið. Greina mátti
Mynd 7. Efri hluti sniðsins sem sýnir afstöðu grafar við önnur
jarðlög.Teikning: Guðmundur Ólafsson/Þjóðminjasafn Íslands.