Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2016, Síða 157
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS156
Á hestum er bannað í Jónsbók að hafa eyrnarmark, því það hefir þótt lýta
hestum, þó hafa sumir nú eyrnamörk á hestum, en sjaldan þau sem sýnilega
mínka eyrað. Þessvegna eru brennimörk höfð, og eru þau sett á horn á
sauðfé en á bóga eða lend á hestum, og má sjá þau mörk í skránum; er það
optast upphafsstafir í nafni eigandans með latínuletri, eða með rúnastöfum,
eða og mynd einhver, sem hefur þýðing um nafn manns (Ketill = Kessel-
= nafn mannsins, Eyjaf.p.10), um atvinnuveg (lykill, Eyjaf.p.28 þýðir =
járnsmið) eða þvíumlíkt; stundum er bæjarnafnið (Eyjaf.p.8), stundum
er tölustafur fyrir bókstaf (G9 = GJ, Eyjaf.p.18) o.s.frv. Á fiski er mjög
almennt að ýmist þegar fiskur er dreginn, ýmist þegar hann er f luttur
harður, og hver markar þá sinn hlut, að hafa mark og er það skurðir eða
sýlíngar við sporð eða ugga, sem kemur fram þegar fiskurinn er herður; á
hörðum fiski marka menn á sporði, á líkan hátt einsog eyrnamark á fé (t.d.
sýlt, hvatt, sneitt o.s.frv.).
d, á bókum hafa margir fángamark, eða láta setja það á þegar þeir gefa
bókina og láta binda, einkum biblíur eða sálmabækur o.f l. Á f lotviði
(f lotholti) er vant að hafa fángamörk, því það vill opt týnast og f lækjast á
ymsa vegu.
3. Mörg dæmi finnast til þess, að smiðir hafa markað smíðis gripi sína, og
eru þau merki eins og fángamörk, t.d. upphafsstafir í nafni smiðsins o.s.frv.
4.-5. Merki á landi eða landareign hafa menn á Íslandi vott um frá elztu
tímum. Náttfari, þræll Garðars, hafði eignað sér allan Reykjadal (í
Þíngeyjar sýslu), og merkt á viðum, en Eyvindr landnámsmaður rak hann
þaðan (Landnámabók 3,19).105 Þessi frásögn er merkileg í ymsum greinum.
Hún er frá hinum fyrstu tímum Íslands byggíngar af Norðmönnum (880
– 90). Náttfari var að öllum líkindum danskur, og það er því merkilegt að
hann vill eigna sér land með því að setja merki á tré við í skóginum þar
sem hann vill nema land. Eyvindur, sem rekur hann burt, er frá Noregi,
og það nú óvíst, hvort hann hefir rekið Náttfara burt einúngis af því hann
var yfirsterkari, eða af því hann hafi ekki þekkt eða viljað viðurkenna
að mark á viði gæti eignarhelgi, af því þesskonar eignarhelgi hafi verið
ókunn í Noregi, eða hann hafi ekki viljað láta Náttfara njóta réttar, af því
hann væri þræll. Þó er það alllíklegt, að mark á viðum til landhelgi hafi
verið eins kunnugt í Noregi og í Danmörku. Eftir að almenn landslög
voru komin í gildi á Íslandi finnum vér talað um landamerki, skógamerki
105 Hér vísar Jón væntanlega í Íslendingabók Ara prests ens fróða Þorgilssonar og Landnámabók 1829.