Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2016, Side 72
71FORNLEIFAKÖNNUN Í ODDBJARNARSKERI
öld.84 Kallast þessi byggingaraðferð á við þau niðurgröfnu gólf sem sáust í
Oddbjarnarskeri. Svo virðist, a.m.k. á síðasta skeiði verbúðabygginga hér á
landi að bæði hafi tíðkast portbyggðar og loftlausar búðir og stundum var
búðin eitt óskipt rými en til voru dæmi um 2-3 og jafnvel f leiri herbergi.
Þá voru til búðir með og án eldstæðis og hús innan verstöðva með önnur
og sérhæfð hlutverk, s.s. eldhús og smiðjur.85 Fornleifarannsókn á verbúð á
Gufuskálum á Snæfellsnesi frá því um 1500, hefur m.a. leitt í ljós að í þeirri
búð hafi verið þrjú herbergi en hlutverk þeirra hafi tekið breytingum í
gegnum aldirnar. Eitt herbergi í senn virðist hafa verið notað sem eldhús,
þó ekki alltaf það sama.86 Aðeins hafa fundist merki eldstæðis í yngstu
verbúðinni sem er talin frá um 16.-17. öld á Tjörnesi87 en eldhús er sennilega
að finna í búðum 1, 6, 7 og 9 í Oddbjarnarskeri, sjá mynd 5.
Til samanburðar virðist sem búðirnar í Oddbjarnarskeri kallist helst á
við verbúð sem var á Selatanga á Heggstaðanesi í Húnaþingi, en sú var
síðast notuð um 1920, sjá mynd 8.88
Oddbjarnarsker er heillandi staður í góðu veðri en að sama skapi
ógurlegur í vondu veðri, eins og gamlir vermenn lýsa. Það er ótrúlegt
að hugsa til þess að á þessu litla skeri hafi tugir og jafnvel hundruðir
manna kúldrast. Allir kepptu að því sama: Að veiða sem mestan fisk. Sú
efnahagssaga er afar merkileg en ekki er síður áhugavert hvernig verstöðin
– Skerið – var skipulögð og það hefur hún þurft að vera til að allt þetta fólk
gæti sinnt vinnunni, áhafnir gengið til sinna starfa í sínum búðum ár eftir
ár. Sé tekið mið af 19. aldar búðaskipulagi hverfðust þær um Skötutjörn
og ekki er ólíklegt að það skipulag hafi staðið á gömlum merg, þangað
var af linn borinn upp úr bátunum og þar unnu áhafnirnar að af lanum
og þá var fiskurinn hengdur til þurrks í hjalla eða á trönur því það var
sífelld barátta að halda sandinum frá. Í verbúðunum var sofið, matast,
spjallað, tef lt og lesið á milli róðra, við skin grútartýru og síðar olíulampa.
Þar dyttuðu menn að veiðarfærum og sýsluðu við annað það sem þeir
höfðu með sér að heiman. Þó að meirihluti vermanna hafi verið karlmenn
voru konur í Oddbjarnarskeri og jafnvel börn. Vel þekkt var, ekki síst
við Breiðafjörð, að konur stunduðu sjóinn og væru jafnvel formenn á
bátum. Halldóra Ólafsdóttir, systir Eggerts úr Hergilsey, var formaður á
báti bróður síns og sagt hún hafi haft konur einar í áhöfn. Halldóra var
84 Guðmundur Ólafsson 2000, bls. 7 og 12.
85 Lúðvík Kristjánsson 1982, bls. 403-440.
86 Lilja Björk Pálsdóttir 2013, fig. 16, 22; fig. 32, 31.
87 Guðmundur Ólafsson 2000, bls. 9.
88 Lúðvík Kristjánsson 1982, bls. 434-5.