Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2016, Blaðsíða 68
67FORNLEIFAKÖNNUN Í ODDBJARNARSKERI
aðalvistarveruna, sem er um 3 x 3 m stór að innanmáli. Veggir búðarinnar
eru úr torfi og grjóti og má telja um þrjú umför í hleðslu. Breidd veggja er
rúmlega 1 m en víða er hún ógreinileg. Hæð veggjanna er að jafnaði 0,6 m.
Búð 8 og 9. Gæti verið Flateyingabúð?
Vestast á suðurhæð Oddbjarnarskers, sunnan Skötutjarnar, eru sambyggðar
tóftir. Þær eru um 32 m suðvestan við búð 1 og um 22 m suðvestan við búð
7. Búð 8 virðist byggð utan í búð 9.
Búð 8 snýr í norðaustur-suðvestur, er tvíhólfa og með op á suðvesturgaf li,
þó fremur í krika sem myndast af suðvesturgaf li og vesturvegg. Gengið er
inn í minna herbergið sem er um 4 x 2,5 m stórt að innanmáli. Úr þessu
herbergi er farið um dyraop til suðvesturs inn í meginvistarveruna sem er
um 7 x 2 m að stærð að innanmáli. Grjót sést í veggjum en tóftin er svo
gróin að ekki er hægt að sjá umför. Útveggir eru rúmlega metri að þykkt
og veggir að jafnaði um 0,6 m á hæð. Hæstur er suðausturveggurinn sem
er í raun norðvesturlangveggur búðar 8.
Búð 9 er tvískipt. Gengið er beint inn í lítið herbergi gegnum op sem
vísar mót suðri eða suðvestri. Þetta er sennilega eldhúskró, um 2 x 1,5 m
stór að innanmáli. Strax á vinstri hönd þegar komið er inn um útidyraopið
eru dyr til norðvesturs inn í meginvistarveruna. Hún er um 4,5 x 3 m
að innanmáli. Veggir eru grjóthlaðnir, mest sjást nú fjögur umför. Þykkt
útveggja er á annan metra og hæstu veggir um 0,7 m háir.
Aðrar minjar
Sr. Ólafur Sívertsen greinir frá fiskreitum í lýsingu sinni frá 1840: „Laut
sú eða lág gengur eftir hveli þessu enu litla frá austri til vesturs. Bæði laut
sú og skerhóllinn allur er þakinn fögru og háu melgresi, hvar áður voru
þéttskipaðir fiskireitar, af steini lagðir.“68 Reitanna sér ekki stað í dag og
þeirra er ekki getið í endurminningum Snæbjarnar, Hermanns né Péturs.
Hvorki er að sjá ruddar varir eða önnur mannaverk við lendingar í
Oddbjarnarskeri. Sandfjara er allt í kringum hólmann og því lendingin
hrein frá náttúrunnar hendi þegar komið er inn fyrir skerjagarðinn. Aðal-
lendingin var á norðanverðu Skerinu en í norðan- og austanátt þótti
ágætt að lenda í Ketilvogi, ef ekki var stórstreymt. Ketilvogur er sunnan
Bjálfatanga, sem er klettatangi er gengur vestan og norðan úr Skeri.69 Í
68 Ólafur Sívertsen 1952, bls. 139.
69 Hermann S. Jónsson 1939, bls. 1.