Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2016, Blaðsíða 57
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS56
líkindum 1840,34 að síðastliðin 20 ár (frá u.þ.b. 1820–1840) hafi af labrögð
minnkað í Oddbjarnarskeri og ekkert skip róið þaðan undanfarin þrjú
ár. „Eru verbúðir niðurfallnar og ei uppi standandi nema...“ og þar
vantar í handritið en áfram er svo ritað „...að tölu, sem Flateyingar og
Hergilseyingar eiga.“35 Snæbjörn Kristjánsson (1854–1938) í Hergilsey segir
svo um þetta tímabil eftir sér eldri mönnum: „Um 1830-40 lagðist fiskur
frá Oddbjarnarskeri, sem víðar um Breiðafjörð. Eigendur rifu búðir sínar
niður, en þar voru búðir frá Hergilsey, 2-3, Sauðeyjum, Múla, Skálanesi,
Stað, Skáleyjum, Látrum. Flatey, 2-3, og margir f leiri áttu þar búðir, t.d.
Þorsteinn blóti og Þorsteinn brúnakóngur.“36
Ítarlegustu heimildir um vertíðalíf í Oddbjarnarskeri á 19. öld og fram á
lokaskeið útræðis þaðan á fyrri hluta 20. aldar eru m.a. frá Snæbirni í Hergilsey
en tólf ára gamall, 1866, var hann orðinn háseti í Oddbjarnarskeri. Þá eru
greinagóðar frásagnir Hermanns S. Jónssonar í Flatey og Péturs Jónssonar
frá Stökkum, sem áður var getið, en þeir voru á vertíð í Oddbjarnarskeri
upp úr 1870. Fyrsta vertíð Hermanns var árið 1871 þegar hann var 15
ára gamall. Þá var venja að fara á haustvertíð í um það bil tvo mánuði,
frá Mikaelsmessu (29. september) til jólaföstu (1. sunnudags í aðventu) og
þegar hann kom þar fyrst sást fyrir 20 búðatóftum.37 Þetta haust, árið 1871,
réru fjórtán bátar, allir feræringar, úr Skeri, f lestir með sex manna áhöfn,38
svo þá hefur verið hátt í hundrað manns í Oddbjarnarskeri. Hjá Pétri frá
Stökkum kemur fram á árunum 1875-1890 voru að jafnaði 7-10 verbúðir
í notkun39 og að á árabilinu 1875-1900 hafi róið 8-12 bátar, þó f lestir árin
1881-1882 en þá voru bátarnir 14. Lágu þá tvær skipshafnir við tjöld.40 Sé
enn gert ráð fyrir sex mönnum í áhöfn var mannfjöldinn á bilinu 48-84 að
minnsta kosti. Snæbjörn í Hergilsey var nafnkunnur breiðfirskur sægarpur
sem mundi tímana tvenna. Sjálfsævisaga hans kom fyrst út 1930. Snæbjörn
lýsir ekki húsakosti né aðstæðum í Skeri en þaðan réri hann margar vertíðir,
orðinn formaður sextán ára,41 og var sá er réri þaðan síðastur á fyrri hluta
34 Eggert Ólafsson byggði upp bæ að nýju í Hergilsey árið 1783. Sr. Ólafur Sívertssen segir í
sóknalýsingum sínum að Hergilsey hafi verið byggð frá Flatey fyrir 57 árum. Þannig að lýsing Ólafs
er gerð 1840, bls. 130.
35 Ólafur Sívertsen 1952, bls. 144.
36 Snæbjörn Kristjánsson 1958, bls. 14.
37 Hermann S. Jónsson 1939, bls. 1.
38 Sama heimild, bls. 2.
39 Pétur Jónsson 1940, bls. 2.
40 Sama heimild, bls. 3.
41 Snæbjörn Kristjánsson 1958, bls. 47-48 og 57.