Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2016, Blaðsíða 54
53FORNLEIFAKÖNNUN Í ODDBJARNARSKERI
íslensku vaðmáli dvínaði í kringum 1300 breyttust atvinnuhættir og fiskur
varð helsta útf lutningsvara Íslendinga.16 Þá gæti mikilvægi útstöðva, líkt og
í Oddbjarnarskeri, hafa aukist þar sem styttra var að róa á fengsæl fiskimið.
Árið 1548 virðist vera risinn ágreiningur um eignarhald Oddbjarnarskers,
án efa vegna mikilvægis þess sem verstöðvar þótt það komi ekki beint fram.
Í vitnisburðarbréfi um máldaga Flateyjarkirkju er efast um að kirkjan í
Flatey eigi Oddbjarnarsker:
… at hann [ Jón Þórarinsson sem var lengi ráðsmaður í Flatey] hefde optt
og iduglega heyrtt lesin maldaga f lateyiarkirku og so lika vel annara godra
manna tal ath kirkian þar ætte vestare sandey og kirkiuklett en alldrei hafi
hann þad heyrtt ne uitad at henne hafi uerit oddbiarnarsker eignad ne so
adrir holmar eða klackar.17
Af þessum efasemdum um eignarhald Oddbjarnarskers sem og tollfrjálsu
uppsátri Múlakirkju, sem virðist vera að undirlagi Jóns Björnssonar ríka í
Flatey, verða dómar og eftirmál á 16. öld sem sýna að átök voru um ítök
í Skeri18 en svo virðist komast jafnvægi á eignarhaldið og Oddbjarnarsker
verður hluti Flateyjarlanda.
Um upphaf róðra í Skeri segir Sr. Ólafur Sívertsen prestur í Flatey
1823–1860 að þessi hagsæla og happasæla verstaða Vestureyinga hafi verið
stofnuð á 14. öld eða fyrr, en eftir siðaskipti, á dögum Jóns Björnssonar
ríka, hafi hún náð „...því meiri þroska, sem fremur fór hnignandi fiskiaf la
heima í sjálfum Vestureyjum og á Strandaf lóa nyrðra. Jón Björnsson, hinn
ríki í Flatey, jók þar fyrstur, sem menn vita, verbúðum og lagði á tolla, 10
fiska, óframfærða, af hverjum formanni og háseta. Hélst sá tollur fram á
næstliðin aldamót.“19 Þannig að tollur Jóns hefur staðið þar til eignarhald
Oddbjarnarskers færðist yfir til Hergilseyinga um 1800, sem síðar verður
rakið.
Á 18. öld og fram á 19. öld voru vermenn í Oddbjarnarskeri einkum
úr Eyjahreppi og hreppunum frá Gilsfirði vestur til Barðastrandar (t.d.
úr Geiradals- og Reykhólahreppi, Gufudalssveit og Múlasveitungar) en
jafnvel líka úr Stranda- og Dalasýslu (Staðar-, Tungu- og Bitrusveitum og
úr Saurbæ og víðar).20 Svo virðist sem útræði frá ystu eyjum Breiðafjarðar,
16 Árni Daníel Júlíusson 2013, bls. 138-140; Birna Lárusdóttir 2011, bls. 371.
17 Íslenskt fornbréfasafn XI, bls. 629.
18 Íslenskt fornbréfasafn XIII, bls. 331-332 og bls. 355.
19 Ólafur Sívertsen 1952, bls. 143.
20 Árni Magnússon 1938, bls. 247-248; Pétur Jónsson 1940, bls. 1; Ólafur Sívertsen, 1952, bls. 143.