Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2016, Blaðsíða 108
107GUFUSKÁLAR Á SNÆFELLSNESI: FORNLEIFARANNSÓKN 2008-2015
hafa lágir garðar við verbúðasvæði og eru þeir taldir herslugarðar.32 Með þá
í huga og gerð byrgjanna mætti varpa fram þeirri tilgátu að byrgin séu ekki
ætluð til herslu heldur geymslu á fullhertum eða nánast fullhertum fiski þar
til hann var annað hvort f luttur í kauphafnir eða geymdur til neyslu síðar.
Annað hlaðið byrgi, Írskabyrgi, stendur vestan við Gufuskálavörina, en fátt
er vitað um hlutverk þess eða aldur. Hleðslur þess eru þéttari, veggir þykkir
og inngangur breiður og hár. Gerð þess mannvirkis er því allt öðruvísi en
fiskbyrgjanna.
Aðdragandi rannsóknar
Haustið 2007 vakti Sæmundur Kristjánsson í Rifi athygli á því að
ruslahaugur, hluti friðlýstra minja á Gufuskálum, væri að brotna í sjóinn.
Í framhaldi af því fór fulltrúi Fornleifaverndar ríkisins (nú Minjastofnunar
Íslands) vestur og tók út þrjá rústahóla sem standa við ströndina. Niðurstaðan
var sú að hólana þyrfti annað hvort að verja eða rannsaka.33 Í ljósi bágs
ástands minjanna fór leiðangur starfsmanna Fornleifastofnunar Íslands ses.
með styrk frá Fornleifasjóði og leyfi frá Fornleifavernd ríkisins á Gufuskála
sumarið 2008 til að hreinsa rofsár og teikna upp snið. Það var svo ekki
fyrr en árið 2011 að frekari styrkur fékkst til verkefnisins en þá bættust við
erlendir samstarfsaðilar frá City University of New York (CUNY) með styrk í
farteskinu og enn ári síðar þegar Stirling háskóli í Skotlandi slóst í hópinn.
Næstu fjögur ár snéru fornleifafræðingar aftur á Gufuskála, í þrjár til fjórar
vikur hvert sumar, til að bjarga upplýsingum um verstöðina sem óðum var
að hverfa í hafið.
Á Gufuskálum herjar bæði vindrof og landbrot á eins og áður hefur
komið fram. Jarðvegur er mjög sendinn og vindur færir hann mikið til. Þar
sem er fyrirstaða, t.d. tóftir eða hólar, safnast jarðvegurinn hins vegar fyrir
að einhverju leyti, þ.e. þar til vindur úr annarri átt getur fært hann til baka.
Mikil hreyfing á jarðvegi torveldar gróðri að festa rætur og gróðurþekja
er því gisin og mjög rýr. Langvarandi þurrkatíð hefur einnig áhrif á getu
gróðurs til að þrífast og dafna við slíkar aðstæður og getur jafnvel gert það
að verkum að tiltölulega „stöðugt rof“, þ.e. vindrof sem hvorki versnar né
batnar milli ára, aukist til muna og rofástand versni. Landbrot verður hins
vegar vegna ágangs sjávar. Ýmsar ástæður geta valdið því að sjór gengur
lengra á land en vant er, s.s. há sjávarstaða eða óhagstæð vindátt þegar
32 Kristborg Þórsdóttir 2014, bls. 101.
33 Kristinn Magnússon 2007.