Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2016, Blaðsíða 137
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS136
(landa, borga, bæja, héraða, sýslna), innsigli embættismanna og alþýðleg
innsigli eða búmörk.
Konungleg innsigli eru í eðli sínu stærst og veglegust varðveittra
innsigla, myndefni þeirra er hefðbundið og sýnir iðulega konunginn, í
hásæti með veldissprota og ríkisepli, en í fáeinum tilvikum er konungurinn
vopnaður. Stundum er engill, dýrlingur eða Jesús Kristur staðsettur ofan
við konunginn á innsiglinu, eða kirkja í bakgrunni, til að undirstrika að
konunglegt vald komi frá Guði. Í einhverjum tilvikum er konungurinn
sýndur í herklæðum, jafnvel á hesti sínum með fána í hendi. Skjaldarmerki
konungsætta finnast einnig á innsiglum. Drottningar áttu líka persónuleg
innsigli, oft mjög lík innsiglum konunganna, en á Norðurlöndum eru fáein
slík innsigli varðveitt. Flest eru konunglegu innsiglin kringlótt, en nokkur
eru sporöskjulaga. Mörg þeirra eru varðveitt í afsteypum á hreint, ljóst vax,
en einhver rauð og græn innsigli eru þó líka varðveitt. Lituðu innsiglin eru
iðulega yngri en þau hreinu.17
Innsigli erkibiskupa og biskupa voru einnig stöðluð, en myndefni
þeirra hafði oft vísan í trúna. Fram til 1350 var algengt að innsiglið sýndi
eigandann sjálfan í messuklæðum með mítur og bagal, ýmist standandi eða
sitjandi í hásæti. Heilmikil þróun á myndefni biskupsinnsigla átti sér þó
stað á miðöldum. Innsigliseigandinn er þá gjarnan sýndur innan ramma,
jafnvel í tvískiptum ramma. Á þennan máta breyttust innsigli biskupa og
urðu smám saman f lóknari að gerð. Fyrst var myndf löturinn einfaldur og
sýndi eiganda innsiglisins, ýmist standandi eða sitjandi, í messuklæðum.
Smám saman urðu tvískiptir myndf letir algengari og myndefnið breyttist
jafnframt svo að innsiglin sýndu oftar en ekki eigandann krjúpandi í bæn
með dýrling ofan við sig, og enn síðar jafnvel umkringdan dýrlingum
og kirkjubyggingu.18 Framan af voru f lest innsigli biskupa sporöskjulaga,
en á 15. öld voru nánast öll slík innsigli orðin kringlótt og tvískiptum
myndf lötum á innsiglum fór aftur fækkandi. Eftir lok miðalda, á 16. öld og
síðar, varð svo algengara að sjá skjaldarmerki á innsiglum biskupa.19 Bresk
innsigli biskupa fylgdu svipuðu mynstri20 svo ætla má að um útbreidda
myndlistarhefð hafi verið að ræða. Flest innsigli biskupa eru varðveitt í
afþrykkjum á hreint, ljóst vax eða rautt vax, sem kirkjunnar menn hófu
snemma að nota.
Dómkirkjur voru mikilvægar stofnanir og þurftu sín eigin innsigli þegar
17 Sjá t.d. Medeltida småkonst: Sigill i Riksarkivet 2002, bls. 35-41; bls. 49-53.
18 Norske Sigiller fra Middelalderen: Geistlige Segl fra Nidaros Bispedømme, 3. bindi, 2012, bls. 27.
19 Sama heimild, bls. 28.
20 Sama heimild, bls. 27.