Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2016, Blaðsíða 149
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS148
Guðmundur Sigurðarson lögmaður 1302-1340 (Safn til sögu Íslands II, 53.
59)57 hafði myndaðan hrút í innsigli sínu.
Þorsteinn bóndi á Mástöðum (1340): öxi með hönd58
Finnbjörn (1340): ljón.59
Benedikt Kolbeinsson (1363): f lugdreka.60
Þorlákur Tómasson (1368): lilju.61
Úlfur Stephánsson (1363): úlf, og ritað í kríng með latínustöfum: S.
VLBONIS STEPHANI.62
Oddur Erlendsson (1373): skjöld skáhallan með þessum drætti
(= e. o = o. E).63
Þorsteinn Steinmóðsson (1377): hönd með stylus, og þrem stjörnum.64
57 Hér vísar Jón í útgáfu sem hann kom að, Safn til sögu Íslands og íslenzkra bókmennta að fornu og nýju,
II. bindi, 1886, bls. 53 og 59. Guðmundur þessi bjó að Lögmannshlíð. Hann fór til Noregs 1316 og
var þar gerður að riddara, sjá Pál Eggert Ólason, II. bindi, 1949, bls. 179.
58 Ragnheiður Traustadóttir, Rúna Knútsdóttir Tetzschner og Sigríður Sigurðardóttir 2002, bls. 10:
„Um 1340 bjó þar Þorsteinn nokkur, nefndur meðal votta að dómssátt ábótans á Þingeyrarklaustri
og bóndans á Borgum Melasand (II: 732-3). Þorsteinn þessi hefur verið leiguliði klaustursins því að
árið 1360 voru Másstaðir seldir undan því (XII: 21) og hafa þá e.t.v. komist í einkaeign.“ Ekki er
vitað með vissu hverra manna þessi Þorsteinn var, en hann hefur verið leiguliði í Vatnsdal rétt fyrir
miðja 14. öld.
59 Finnbjörn þessi hefur verið Sigurðsson, bóndi á Hvammi, Vatnsdal (í raun næsti bær við Másstaði).
Hann mun hafa verið fæddur um 1250 og lést eftir 1340, sjá Jón Þorkelsson 1988.
60 Benedikt „ríki“ Kolbeinsson (um 1290 – 1379) var sýslumaður og bóndi á Auðkúlu, Svínadal, var
með mestu höfðingjum Norðurlands og einn helsti andstæðingur Orms biskups Áslákssonar, sjá Pál
Eggert Ólason, I. bindi, 1948, bls. 132.
61 Ekki er víst hvaða Þorlákur þetta er, hugsanlega Þorlákur prestur á Tjörn í Svarfaðardal, en
föðurnafn hans er óþekkt, sjá Svein Níelsson 1950, bls. 269.
62 Úlfur Stefánsson (fæddur 1340) er sagður sonur Stefáns Gunnlaugssonar, prests að Saurbæ, Eyjafirði
um og eftir 1330. Stefán varð síðar ábóti á Munkaþverá og Þingeyrum. Ekkert er annars vitað um
son hans Úlf, sjá Svein Níelsson 1950, bls. 284 og Guðmund Steindórsson o.fl. 1990.
63 Ekki er vitað með vissu hver þessi Oddur er, þó nokkrir menn koma til greina sem allir eru án
föðurnafns og uppi á sama tíma. Allir eiga þeir sammerkt að vera prestar svo e.t.v. er ekki ólíklegt að
Oddur þessi hafi verið prestur, sjá Svein Níelsson 1950, bls. 4, 6, 24, 29, 30 og 84.
64 Stylus, eða blekpenni er ekki svo algengt myndefni á innsiglum. Líklegt er að þessi Þorsteinn hafi
verið skrifari, hann er sagður hafa átt Einarsstaði í Reykjadal. Annars er ekkert um hann vitað nema
nafnið eitt og að hann mun vera fæddur um 1320. Sonur hans, Steinmóður Þorsteinsson (um 1350-
1404) var prestur á Einarsstöðum, Helgastaðasókn í Reykjadal og síðar á Grenjaðarstað í Aðaldal.
Var einnig ráðsmaður að Hólum í Hjaltadal og prófastur í Þingeyjarprófastsdæmi frá því fyrir 1394
til dauðadags og í Skagafjarðarprófastsdæmi frá 1394 til dauðadags. Hafði viðurnefnið „ríki“. Ef til
vill var faðir hans, Þorsteinn, líka prestur, en hann virðist hafa verið atvinnuskrifari því oft vísaði
myndefni innsigla í atvinnu eiganda. Sjá Pál Eggert Ólason, IV. bindi, 1951, bls. 351 og Þórólf
Jónasson 1965, bls. 157.