Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2016, Blaðsíða 148
147STUTT YFIRLIT UM INNSIGLI Á ÍSLANDI
cfr.c. 78).50 Frá Íslandi er fyrst talað um bréf frá Gizuri biskupi Ísleifssyni
1105 (Húngrv. c. 6; Bpas. I, 69).51
Í þeim skjölum, sem til eru á Íslandi eða frá Íslandi, þá sjást þau hvergi með
innsiglum, og engin innsigli nefnd, fyr en seinast á þrettándu öld. Í hinum
elztu bréfum eru einúngis nefndir menn sem vottar, en hvergi talað um,
að þeir seti innsigli fyrir.
Dæmi: Máldagi Reykholts kirkju Orig. frá c. 1185. 1206. 1224 í Dipl.
Island. I, nr. 68. 94. 120.52
Máldagi um osttoll til Viðeyjar klausturs. c. 1226. Dipl. Isl. I, nr 124.53
Bréf um tolla í Viðey. c. 1230 ibid. nr. 125.54
Skipan Sæmundar Ormssonar um almenníng í Hornafirði c. 1245. ibid.
nr. 137.55
Þar á móti þegar líður fram undir lok þrettándu aldar, eða eptir 1270,
finnum vér að menn hafa farið að setja innsigli sín fyrir bréf, og eru það
fyrst innsigli biskupanna, sem vér þekkjum, og þar næst innsigli nokkurra
höfðíngja. Vér þekkjum innsigli Árna biskups Þorlákssonar í Skálholti
(1269-1278) og Jörundar Þorsteinssonar á Hólum (1267-1313), og þessi
innsigli eru löguð samkvæmt þeim sem voru almenn á þeim tímum t.d. á
Norðurlöndum. Innsigli höfðíngja fóru að tíðkast mest eptir að Magnús
konúngur Hákonarson gaf hirðmönnum sínum barúna nöfn og riddara,
og herraði þá. Finnum vér þá á elztu innsiglum ymsar myndir, sem sumar
eru dregnar af nafni mannsins, en sumar búnar til ýmislega. Herra Haukur
Erlendsson (Íslendíngur) hafði hauk (falco) í innsigli sínu (†1334); það er
dregið upp í Ann. for nord. Oldk. 1847 bls. 179-180.56
Á fjórtándu öld finnum vér tíðkanlegt á Íslandi meðal presta helgar myndir,
t.d. Maríu með barnið, kaleik, o.s.frv. með nafninu með latínustöfum
utanvið. Innsigli leikmanna opt með mynd, og latínustöfum utanvið, svo
sem til dæmis:
50 Hér vísar Jón í Flateyjarbók: en samling af norske konge-sager med indskudte mindre fortællinger om
begivenheder i og udenfor Norge samt annaler, 2. bindi, 1862.
51 Hér vísar Jón í Hungurvöku: sive Historia primorum qvinqve Skalholtensium in Islandia episcoporum ...,
1778, og Biskupa sögur, 1. bindi 1858.
52 Sjá Diplomatarium Islandicum, I. bindi, 1857, bls. 279-280.
53 Sama heimild, bls. 492-496.
54 Sama heimild, bls. 496-498.
55 Diplomatarium Islandicum, I. bindi, 1857, bls. 532-537.
56 Hér vísar Jón í Annaler for Nordisk Oldkyndighed og historie, 7. bindi, 1847, bls. 179 – 180.