Vinnan - 01.05.1966, Side 4

Vinnan - 01.05.1966, Side 4
2 u innan Eggert G. Þorsteinsson félagsmálaráðkerra: Islenzkri alþýðu árnað heilla á merkum tímamótum Ekkert tímabil í sögu íslenzku þjóöarinnar mun nú talið eins viðburðaríkt og mikilfenglegt og síðastliðin 50 ár. Segja má, að þjóðin hafi á þessum áratugum yfir- gefið aldagamla fortíð sína og skapað nýja tíma. Næst- um því alls, sem við njótum og eigum í dag, höfum við aflað okkur á þessum fimmtíu árum. Hvar sem litið er, upp til dala og fram til sjávar, blasa þessar staðreyndir við augum. Nýr himinn, ný jörð, ný hugsun og sál eins og skáldklerkurinn í Holti kemst að orði í einu ljóða sinna. Tækni var næstum óþekkt um aldamótin. Fyrsta vélin kemur ekki í íslenzku fleytuna fyrr en um 1904 vestur á ísafirði, skilvindan kemur um sama leyti og saumamaskínan nokkru áður, svo að minnzt sé að nokkru á upphafið, en allt verður ekki rakið og því síður það, sem nú næstum daglega kemur nýtt fram. Þetta hefur valdið straumhvörfum og enn fleira hef- ur komið til. Allt þetta, eða réttara sagt, afrakstur þess, hefði að mínu áliti farið forgörðum fyrir vinn- andi fólk, hefði það ekki sjálft risið upp og slitið vist- arbandið og hætt að vöðla húfu sinni milli handanna, fyrir framan búðarborð kaupmannsins, sem oft var eini vinnuveitandi á staðnum, í nagandi óvissu um meiri úttekt sér og sínum til lífsviðurværis. Það er ekki fyrr en þetta hefur átt sér stað, að fólkið fær kjark og þor til að mynda með sér samtök og krefst þess að fá að verðleggja þar það eina sem það á, vinnuþrek sitt. Stofnun Alþýðusambands íslands er reist á þessari vakningu fólksins og verður um ókomin ár talin merk- asti og örlagaríkasti atburðurinn í félagsmálum ís- lendinga. Sá atburður og barátta samtakanna síðan, hefur fært meðlimum þeirra efnahagslegt frelsi heim- ilanna, og gert þá að upplitsdjarfari þjóðfélagsþegn- um, og e. t. v. þó fyrst og fremst leyst úr læðingi stór- fenglegt afl þess fyrir íslenzka þjóðfélagið í heild. Væri íslenzkt alþýðufólk ennþá jafn réttindasnautt og það var fyrir stofnun Alþýðusambandsins, þá hefðum við ekki náð þeim árangri í umbóta- og jafnréttisbar- áttu þjóðarinnar, sem nú blasir hvarvetna við. Þá er jafnvel víst, að tæknilegar framfarir á öllum sviðum hefðu ekki orðið til annars en að breikka bilið milli ríkra og fátækra, — mala rauðagull í sjóð fárra ein- staklinga —. Þannig væri hér nú annarsvegar e. t. v. ríkjandi fámenn en harðdræg yfirstétt, en fjölmenn og kúguð undirstétt. Árangur af starfi verkalýðssam- takanna birtist hinsvegar í því, að hér mun nú ríkj- andi meiri efnahagslegt jafnrétti, en víða annars- staðar. í slíku ávarpi verður saga þesara ára ekki rakin, þótt lærdómsrík sé, það verður væntanlega af öðrum gert. Saga þjóðarinnar verður ekki sögð, eða rituð, án þess að náin og rækileg kynni verði höfð af reynslu og baráttu verkalýðshreyfingarinnar á vettvangi fé- lagsmála og á stjórnmálalegum vígvelli. Verði sú saga skráð af samvizkusemi, munu komandi kynslóðir nema reynslu fortíðarinnar á hverri síðu slíkrar sögu. Hvað bera næstu fimmtíu ár í skauti sér, íslenzkri alþýðu, og þar með íslenzku þjóðinni, til handa? Hægt en markvisst hefur verkalýðshreyfingin ís- lenzka verið að öðlast aukin, bein og óbein ítök á vettvangi þjóðmálanna. Svo er nú komið þessari göngu, að engum ábyrgum þjóðmálaforingja kemur til hugar að stjórna landinu, án meira eða minna samstarfs við verkalýðssamtökin. Það er allra hagur, að svo sé að unnið. Verði verkalýðshreyfingin ávallt reiðubúin til að mæta á réttan hátt skyldum sínum í þessum efnum, þá hefur hún um leið unnið sér þann virðingarsess, að skapa alþýðuvöld á íslandi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.