Vinnan - 01.05.1966, Page 6
innan
Fyrcti forseíi Alþýðusambands íslands og núverandi
forseti, Ottó N. Þorláksson og Hannibal Vaidimarsson.
Myndin er tekin í skrifstofu Alþýðusambandsins á
Laugavegi 18.
anna, og formaðurinn heitið stórdeildarstj óri, sbr.
stórstúka og stórtemplar. Skyldleikinn við félagsform
góðtemplara leynir sér ekki.
En ekki varð þessum heildarsamtökum langra líf-
daga auðið.
Næst er þess að geta, að hinn 4. apríl árið 1897
stofna 12 prentarar Hið íslenzka prentarafélag. —
Formaður þess var kjörinn Þorvarður Þorvarðarson,
síðar forstjóri í Gutenberg.
Á árinu 1896 vinna verkamenn á Seyðisfirði að und-
irbúningi þess að stofna verkamannafélag. Frá þeirri
félagsstofnun er gengið 1. mai 1897. Félagið nefndist
Verkamannafélag Seyðisfjarðar.
Árið 1899 er stofnað Trésmiðafélag Reykjavíkur.
En um það er hið sama að segia og Verzlunarmanna-
félagið, að það getur tæpast talizt stéttarfélag, þar
eð það var sameiginlegt félag meistara og sveina
og hafði því ekki launabaráttu á stefnuskrá sinni.
Fram að þessu hefur verið stiklað á staksteinum.
En nú kemur hvert stéttarfélagið á fætur öðru:
Árið 1903 er stofnað Verkamannafélagið Fram á
Sauðárkróki. Árið eftir (1904) lifnar yfir. Þá bætast
a. m. k. þrjú félög í hópinn. Það eru Verkamannafé-
lagið Fram á Seyðisfirði, Verkalýðs- og sjómannafélag-
ið Biarmi á Stokkseyri og Verkamannafélagið Báran
á Eyrarbakka. — Má þó vera að hún sé ekki endur-
vakin fyrr en í ársbyrjun 1905.
Árið 1906 skilar mikilli uppskeru: Þá eru stofnuð
Verkamannafélagið Dagsbrún, Verkamannafélag Ak-
ureyrar og Hið íslenzka bókbindarafélag.
Árið 1907 er svo stofnað Verkamannafélagið Hlíf í
Hafnarfirði.
Þegar hér er komið, er gerð önnur tilraun til að
tengja hin einstöku stéttarfélög saman og mynda
allsherjar samtök verkamanna á íslandi. Verka-
mannafélagið Dagsbrún beitir sér fyrir því í nóvem-
ber 1907 að stofnað verði Verkamannasamband ís-
lands. — Víst tókst að stofna það, en í það gengu
aðeins örfá félög. Meðal þeirra var Hið íslenzka
prentarafélag. Lög sambandsins voru sniðin eftir lög-
um verkalýðssambanda á Norðurlöndum. Stefnuskrá
þess var róttæk með sósíalistískum neista.
Sambandsstjórnin nefndist Sambandsráð Verka-
mannasambands íslands.
En hér fór enn sem fyrr. Skilyrði voru enn ekki
fyrir hendi. Verkamannasambandið náði aldrei telj-
andi útbreiðslu eða þroska og hætti störfum árið 1910.
En þróunin gengur sinn gang. Þessi verkalýðsfélög
eru stofnuð á næst árum: Bakarasveinafélag íslands
árið 1908. Verkamannafélag Húsavíkur árið 1911.
Verkakvennafélagið Framsókn árið 1914. Verkalýðs-
félag Stykkishólms árið 1915. Verkakvennafélagið Ein-
ing á Akureyri 1915. Hásetafélag Reykjavíkur árið
1915. Hásetafélag Hafnarfjarðar í nóv. 1915. Háseta-
félag ísfirðinga 5. febrúar 1916.
Nú hafði verkalýðshreyfingin stækkað landnám sitt
til muna, síðan 1907. Og fleira hafði gerzt, sem þýð-
ingu hafði í þessu tilliti.
Miklir umrótstímar fóru í hönd og gerbreyttu öll-
um lífsháttum manna hér á landi. Togaraútgerðin,
fyrsta stóriðjan, sem menn kynntust, ruddi sér til
rúms. He.msstyrjöld brauzt út sumarið 1914. Dýrtíð
fór ört vaxandi, en kaupgjaldinu og fiskverðinu var
miskunnarlaust haldið niðri. Auður færðist á fárra
manna hendur og örbirgð verkafólks á mölinni fór
vaxandi. Launþegum í höfuðborginni og í kaupstöð-
um og kauptúnum úti um land stórfjölgaði á þessum
árum. — Verkalýðsstéttin var í mótun.
Nú höfðu skapazt efnahagsleg og pólitísk skilyrði
fyrir ört vaxandi verkalýðshreyfingu á íslandi.
Hér við bættist svo eitt. Nefnilega þetta, að gömlu
stjórnmálaflokkarnir voru að riðlast og falla. Fólkið
varðaði um fleira, en afstöðuna til Dana. Þjóðfélags-
ástæður innan lands lögðu til grundvöll að nýrri
flokkaskipan.
Og svo rak neyðin á eftir. — Verkafólkið bjó við
skarðan rétt, félagslegt umkomuleysi og hörmunga-
kjör á flestum sviðum. Dýrtíðarflóðalda fyrri heims-
styrjaldar virtist ætla að færa allt í kaf.
Og nú fór sem jafnan, þegar fylling tímans fyrir
ákveðinni þróun mála er komin, að þá spretta upp
réttir menn á réttri stundu. Fram á sjónarsvið sög-
unnar stíga félagslega þroskaðir hugsjónamenn með
eldlegan áhuga og mikla skipulagshæfileika, og mál-