Vinnan - 01.05.1966, Qupperneq 6

Vinnan - 01.05.1966, Qupperneq 6
innan Fyrcti forseíi Alþýðusambands íslands og núverandi forseti, Ottó N. Þorláksson og Hannibal Vaidimarsson. Myndin er tekin í skrifstofu Alþýðusambandsins á Laugavegi 18. anna, og formaðurinn heitið stórdeildarstj óri, sbr. stórstúka og stórtemplar. Skyldleikinn við félagsform góðtemplara leynir sér ekki. En ekki varð þessum heildarsamtökum langra líf- daga auðið. Næst er þess að geta, að hinn 4. apríl árið 1897 stofna 12 prentarar Hið íslenzka prentarafélag. — Formaður þess var kjörinn Þorvarður Þorvarðarson, síðar forstjóri í Gutenberg. Á árinu 1896 vinna verkamenn á Seyðisfirði að und- irbúningi þess að stofna verkamannafélag. Frá þeirri félagsstofnun er gengið 1. mai 1897. Félagið nefndist Verkamannafélag Seyðisfjarðar. Árið 1899 er stofnað Trésmiðafélag Reykjavíkur. En um það er hið sama að segia og Verzlunarmanna- félagið, að það getur tæpast talizt stéttarfélag, þar eð það var sameiginlegt félag meistara og sveina og hafði því ekki launabaráttu á stefnuskrá sinni. Fram að þessu hefur verið stiklað á staksteinum. En nú kemur hvert stéttarfélagið á fætur öðru: Árið 1903 er stofnað Verkamannafélagið Fram á Sauðárkróki. Árið eftir (1904) lifnar yfir. Þá bætast a. m. k. þrjú félög í hópinn. Það eru Verkamannafé- lagið Fram á Seyðisfirði, Verkalýðs- og sjómannafélag- ið Biarmi á Stokkseyri og Verkamannafélagið Báran á Eyrarbakka. — Má þó vera að hún sé ekki endur- vakin fyrr en í ársbyrjun 1905. Árið 1906 skilar mikilli uppskeru: Þá eru stofnuð Verkamannafélagið Dagsbrún, Verkamannafélag Ak- ureyrar og Hið íslenzka bókbindarafélag. Árið 1907 er svo stofnað Verkamannafélagið Hlíf í Hafnarfirði. Þegar hér er komið, er gerð önnur tilraun til að tengja hin einstöku stéttarfélög saman og mynda allsherjar samtök verkamanna á íslandi. Verka- mannafélagið Dagsbrún beitir sér fyrir því í nóvem- ber 1907 að stofnað verði Verkamannasamband ís- lands. — Víst tókst að stofna það, en í það gengu aðeins örfá félög. Meðal þeirra var Hið íslenzka prentarafélag. Lög sambandsins voru sniðin eftir lög- um verkalýðssambanda á Norðurlöndum. Stefnuskrá þess var róttæk með sósíalistískum neista. Sambandsstjórnin nefndist Sambandsráð Verka- mannasambands íslands. En hér fór enn sem fyrr. Skilyrði voru enn ekki fyrir hendi. Verkamannasambandið náði aldrei telj- andi útbreiðslu eða þroska og hætti störfum árið 1910. En þróunin gengur sinn gang. Þessi verkalýðsfélög eru stofnuð á næst árum: Bakarasveinafélag íslands árið 1908. Verkamannafélag Húsavíkur árið 1911. Verkakvennafélagið Framsókn árið 1914. Verkalýðs- félag Stykkishólms árið 1915. Verkakvennafélagið Ein- ing á Akureyri 1915. Hásetafélag Reykjavíkur árið 1915. Hásetafélag Hafnarfjarðar í nóv. 1915. Háseta- félag ísfirðinga 5. febrúar 1916. Nú hafði verkalýðshreyfingin stækkað landnám sitt til muna, síðan 1907. Og fleira hafði gerzt, sem þýð- ingu hafði í þessu tilliti. Miklir umrótstímar fóru í hönd og gerbreyttu öll- um lífsháttum manna hér á landi. Togaraútgerðin, fyrsta stóriðjan, sem menn kynntust, ruddi sér til rúms. He.msstyrjöld brauzt út sumarið 1914. Dýrtíð fór ört vaxandi, en kaupgjaldinu og fiskverðinu var miskunnarlaust haldið niðri. Auður færðist á fárra manna hendur og örbirgð verkafólks á mölinni fór vaxandi. Launþegum í höfuðborginni og í kaupstöð- um og kauptúnum úti um land stórfjölgaði á þessum árum. — Verkalýðsstéttin var í mótun. Nú höfðu skapazt efnahagsleg og pólitísk skilyrði fyrir ört vaxandi verkalýðshreyfingu á íslandi. Hér við bættist svo eitt. Nefnilega þetta, að gömlu stjórnmálaflokkarnir voru að riðlast og falla. Fólkið varðaði um fleira, en afstöðuna til Dana. Þjóðfélags- ástæður innan lands lögðu til grundvöll að nýrri flokkaskipan. Og svo rak neyðin á eftir. — Verkafólkið bjó við skarðan rétt, félagslegt umkomuleysi og hörmunga- kjör á flestum sviðum. Dýrtíðarflóðalda fyrri heims- styrjaldar virtist ætla að færa allt í kaf. Og nú fór sem jafnan, þegar fylling tímans fyrir ákveðinni þróun mála er komin, að þá spretta upp réttir menn á réttri stundu. Fram á sjónarsvið sög- unnar stíga félagslega þroskaðir hugsjónamenn með eldlegan áhuga og mikla skipulagshæfileika, og mál-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.