Vinnan - 01.05.1966, Page 9

Vinnan - 01.05.1966, Page 9
u innan 1 Jónas Jónsson frá Hriflu á þrítugsaldri. atvinnulífsins og nýir tímar gera stórtareytingar á skipulagsháttum Alþýðusambandsins óumflýjanlega nauðsyn. Undan því fáum við ekki vikizt, þótt við- kvæmt sé málið og vandasamt á allan hátt. Eins og kunnugt er, hafa hin einstöku verkalýðs- félög samningsréttinn og verkfallsréttinn lögum samkvæmt. Alþýðusamtaandinu er því aðeins ætlað það hlutverk, að leiðbeina um meginstefnu, tengja dreifða krafta saman og vera sambandsfélögunum bakhjarl og brjóstvörn, þegar í harðbakkann slær. Þessu hlutverki vona ég að Alþýðusambandið hafi trúlega fullnægt. Auk þess hefur það þó stundum ekki komizt hjá því að taka að sér forustu í samningamál- um og verkfallsátökum. En það hefur gerzt í umboði fleiri eða færri stéttarfélaga, í einstökum tilfellum á landsmælikvarða. Daglega starfið á skrifstofu A.S.Í. er upplýsinga- þjónusta. Lögfræðingur sambandsins annast flutning flestra mála fyrir Félagsdómi. Kjararannsóknarnefnd er samstarfsstofnun vinnuveitendasamtaka og verka- lýðssamtaka um hagfræðilega gagnasöfnun vegna launamála. Þátttaka Alþýðusambandsins í Bréfaskóla S.Í.S., sem nú heitir Bréfaskóli S.Í.S. og A.S.Í., er nýr þáttur í fræðslustarfi um félagsmál. En vegna fé- leysis eigum við flest ógert á sviði fræðslu- og menn- ingarmála. Lifandi erindrekstur, námskeið og rekstur félagsmálaskóla, eru aðkallandi og knýjandi nauðsyn. Hinn ómetanlegi menningarsjóður, Málverkasafn Alþýðusambandsins —- gjöf Ragnars Jónssonar — leggur okkur þá skyldu á herðar að byggja yfir það safnhús við hæfi. Orlofsheimilamálið er komið myndarlega af stað. En þar blasir margra ára og áratuga verkefni við. Og loks er sparisjóðsmálið, sem við höfum haft á dagskrá seinasta áratuginn, komið á framkvæmda- stig. Þeirri framkvæmd fylgja úr hlaði hlýjar óskir margra. Við gleðjumst þessa dagana yfir jöfnum og sígandi vexti og eflingu alþýðusamtakanna. Meðlimir stofn- félaganna sjö voru 650. Nú er félagsmannatala Al- þýðusambandsins 35.000 í 150 stéttarfélögum og sam- böndum. Fyrir 50 árum var það ofsóknarefni, ef verkamaður gekk í verkalýðsfélag. Þá var líka hatrammt ofsókn- arefni að beita sér fyrir stofnun verkalýðsfélags. Nú fylgja því margvísleg þjóðfélagsréttindi að vera í verkalýðsfélagi. Og nú eru forráðamenn stéttarsam- taka hylltir sem þjóðnytjamenn. Nú er það líka sótt fast af stéttarsamtökum að komast í Alþýðusam- bandið. Og enginn leggur að jöfnu lífskjör og þjóðfélags- aðstöðu vinnustéttanna þá og nú. Ýmsir flokksleiðtogar hafa látið sér það um munn fara hin síðari ár, að nú sé svo komið, að landinu verði tæpast stjórnað svo vel fari, án meira eða minna samstarfs við verkalýðssamtökin. í þessum yfirlýsingum er sjálfsagt mikill sannleikur fólginn. En hitt er víst, að landi og þjóð verður aldrei far- sællega stjórnað, nema fullt tillit sé tekið til þeirra þjóðfélagsstétta — framleiðslustéttanna, — sem undir merki Alþýðusambandsins standa. — Gleymist lands- feðrum það, stefnir áreiðanlega til ófarnaðar í lands- stjórnarmálum. Alþýðusambandið má að ýmsu leyti líta með sæmi- legri ánægju yfir farinn veg. Mikil er þakkarskuldin við brautryðjendurna, og meiri þó við liðsmennina úr röðum alþýðustéttanna, sem stærstu fórnirnar færðu og báru merkið fram. Þeirra afrek, hvorra tveggja, skal ávaxtast og marg- faldast í víðtækri og styrkri verkalýðshreyfingu um ár og aldir. Lifi og blómgist Alþýðusamband íslands, landi voru og þjóð til blessunar. Nokkrir fulltrúar á þingi A.S.Í. 1964.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.