Vinnan - 01.05.1966, Side 11

Vinnan - 01.05.1966, Side 11
u innan 9 Jón Baldvlnsson: Vökulögin borin fram til sigurs Forseti Alþýðusambandsins og leiðtogi Alþýðuflokks- ins 1916—1938. Alþingismaður frá 1921—1938. Að mennt var hann prentari. Seinustu 8 árin var hann bankastjóri. Hann var fæddur 20. desember 1882 að Strandseljum við ísafjarðardjúp. — Jón lézt aðfaranótt hins 17. marz 1938, 56 ára að aldri. Hér verða nú birt nokkur brot úr þingræðum Jóns Baldvinssonar um vökulögin — þ. e. lögin um hvíld- artíma háseta á íslenzkum botnvörpuskipum. En sam- þykkt þess frumvarps á þingi þótti einn mesti stjórn- málasigur Jóns Baldvinssonar. Upphafið á framsöguræðu Jóns Baldvinssonar um vökulögin var á þessa leið: „Herra forseti! Þegar farið var að reka hér botnvörpungaútgerð í stórum stíl, kom það brátt í ljós, að of mikil vinna og óhæfilegar vökur höfðu spillandi áhrif á heilsu sjó- manna. Kvartanirnar um þetta urðu brátt svo há- værar, að sjómannafélagið tók málið til meðferðar, og var frumvarp til umbóta á þessu flutt á þingi 1919 af þáverandi háttvirtum þingmanni Reykvíkinga Jörundi Brynjólfssyni . . . Annars held ég, að ekki sé þörf á því, að ræða þetta mál mikið hér, svo mikið sem það hefur verið rætt utan þings. Þó finn ég ástæðu til þess að benda á það, að nú mun tæpast þurfa að efast um það lengur, að hér standi fleiri á bak við, en nokkkrir leiðtogar, eins og áður hefur verið haldið fram, þar sem nú liggja fyrir þinginu áskoranir um þetta frá hundruðum sjómanna um land allt. Ég vil svo ekki lengja umræðurnar frekar, en sting upp á því, að málinu verði vísað til sjávarútvegs- nefr.dar." Umræður urðu miklar. Jón Þorláksson mælti fyrst- ur gegn frumvarpinu og síðan Pétur Ottesen, Jón Auð- unn Jónsson, Hákon Kristófersson í Haga og nokkr- ir fleiri. En Jón Baldvinsson mælti af festu og ró fyrir mál- inu og fékk ýmsa góða menn til liðs við sig. „Ég gæti nú sagt háttv. þingmönnum margar sögur af þe:sum vökum, sem trúverðugir menn hafa sagt um sína eigin reynslu af þessu. En ég get látið nægja að segja eina eða tvær, sem sýna það greinilega, hve nærri hefir verið gengið þoli manna. Sjómaður, sem verið hefir 5 ár á botnvörpuskini, 10 ár á handfæra- veiðum á þilskipum, 1 ár á línuveiðum, og auk þess formaður í 2 ár, og verður af því séð, að hann er kunn- ugur sjómennsku og þekkir vel til í þeim efnum; hann segir það sína reynslu, að ekkert geti komist í sam- jöínuð við togaravinnu, hvað snertir ofþreytu og vökur. Og þessi maður sagði um þetta litla sögu á fjölmennum opinberum fundi hér í vetur, og hittist svo á, að á sama fundi voru menn, sem höfðu verið honum samskipa þegar þetta gerðist, og sönnuðu með honum söguna, en það var á vertíðinni 1916. Skips- höfnin hafði vakað í liðuga tvo sólarhringa við veiðar, en hætti þá að toga, til að gera að fiski, sem var mikill óaðgerður á þilfari. Eins og venja er til, voru skipverjar um nóttina kallaðir niður í káetu til að fá sér kaffi og brauðbita. En sá, sem segir frá, varð seinni til en hinir, fyrir þá sök, að hann fór fram í hásetaklefa til að ná þar í eitthvað. En þegar hann kom í káetuna, þá höfðu félagar hans, ásamt stýri- manninum, raðað sér hringinn í kring um borðið og voru allir steinsofandi, sumir með nefið niðri í kaffi- krukkunni, aðrir með hálftugginn bita í munninum, og voru líkari vofum en mönnum. Sögumaður fékk sér kaffi líka og smurði sér brauðsneið, en fór sömu leið og hinir og valt út af sofandi. Þannig liðu 3 klukkustundir, þar til stýrimaður rumskaði og vakti þá hina. Vinna var hafin á ný, en gekk tregt, því allir voru enn úrvinda af svefni og þreytu. Öðrum manni segist svo frá, að í júnímánuði fyrir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.