Vinnan - 01.05.1966, Qupperneq 16

Vinnan - 01.05.1966, Qupperneq 16
1’ -------------------- l/innan -------------------- Helgi Hannesson: „Munum að ekki var urðin sú greið til áfangans þar Upp úr síðustu aldamótum, er togaraútgerð og annar stóratvinnurekstur hófst hér á landi, tóku mjög að skýrast hagsmuna-andstæður þeirra, er atvinnutækin áttu og hinna, er lifðu á sölu vinnuafls síns. Gróðafíknir atvinnurekendur kröfðust langra vinnudaga með litlu kaupi af þeim, er hjá þeim unnu, konum og körlum. Vinnuþrælkunin var slík, að marg- ur hver beið þess aldrei bætur. Pramsýnir, djarfhuga, dugmiklir menn í röðum verkafólks sáu fljótlega að hér varð að spyrna við fæti, ef illa ætti ekki að fara. Jafnhliða því, að stóratvinnurekstur nemur hér land, þorp og bæir taka að myndast, hefst verkafólk handa um stofnun stéttarfélaga sinna. Og þrátt fyrir mikla erfiðleika í félagsstarfi, þar eð atvinnurekendur svifust ekki að beita öllum tiltækum ráðum, til að hindra þátttöku fólks í verkalýðsfélögunum, bæði með at- sem við stöndurrT vinnukúgun o. fl., þá efldust samtök sjómanna og verkamanna, og í marzmánuði 1916 stofnuðu nokkur þessara félaga með sér landssamtök — Alþýðusam- band íslands —, sem nú heldur hátíðlegt hálfrar ald- ar afmæli sitt. Þegar Alþýðusamband íslands var stofnað, hafði fyrri heimsstyrjöldin staðið í hart nær tvö ár. Verð- hækkun á öllum nauðsynjum var orðin mikil, en kaup- gjald var hins vegar svipað og þegar styrjöldin skall á. Hyldýpi hafði því myndazt milli kauplags og verð- lags. Um þessar mundir var kaupgjald, vinnutími og að- búð verkafólks víðast hvar á landinu þannig: Dagkaup karla þrjár krónur, dagkaup kvenna ein króna og fimmtíu aurar, og unglingakaup þaðan af minna. Dagkaup þetta miðaðist við vinnu frá kl. 6 að morgni til kl. 8 að kvöldi, víðast hvar. Annars var vinnutíminn, eins og fleira, háður vilja atvinnurek- andans. Við fermingu og affermingu skipa var ekki fátítt, að unnið væri í 30—40 klst. samfleytt. Enga hvíld var að fá, fyrr en verkinu var lokið. Algengt var, að verkakonur gengju að jafn erfiðum störfum og karlar. Á stakkstæðunum báru þær kúf- fullar fiskbörur móti karlmönnunum. Salt- og kola- poka báru þær á bakinu við uppskipun á þessum vör- um. Aðbúð var öll hin nöturlegasta. Fæðan var einkum blautfiskur og tros. Klæðnaðurinn larfar, og húsa- kynnin hreysi. Þannig voru kjör alþýðumanna hér á landi í bæjum og þorpum, er þeir risu upp til baráttu fyrir stofnun félagssamtaka sinna, og þannig máttu kjörin enn heita víða um land, þegar Alþýðusamband íslands var stofnað. Frá stofnun Alþýðusambands íslands 1916 fram til sambandsþings 1940 var Alþýðusambandið heildar- samtök íslenzkrar alþýðu, jafnt á sviði stjórnmála sem verkalýðsmála. Það var landssamband Alþýðu- flokksfólks og verkalýðssamtakanna. Hin stjórnmála- legu og faglegu samtök voru tvær greinar á sama stofni. Verkalýðsfélögin gegndu því hlutverki að knýja fram kjarabætur eftir því sem hægt var með samn- ingum við atvinnurekendur, en Alþýðuflokkurinn vann að framgangi hagsmunamála alþýðunnar á löggjafar- sviðinu í sveitarstjórnum og annarsstaðar, hvar sem að þeim málum varð unnið. Á þennan veg náðust sigrar, er lýsa sem kyndlar á þeirri stórfenglegu þróunarbraut, sem íslenzk al- þýðusamtök með Alþýðusamband íslands í fararbroddi hafa gengið um hálfrar aldar skeið, til betri lífskjara og meiri mannréttinda, félagsmönnum sínum til
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.