Vinnan - 01.05.1966, Qupperneq 18

Vinnan - 01.05.1966, Qupperneq 18
16 U inncin Skúíi Þórharson: Alþýðusambandið fimmtugt Upphaf verkalýðshreyfingar á íslandi Allt frá landnámstíS fram á 20. öld var yfirgnæf- andi meirihluti íslendinga bændur. Bæir fara fyrst að myndast á síðari hluta 19. aldar og þar með skn- yrði til þess að samtök verkafólks gætu orðið til. í sveitum var vinnuhjúastéttin mjög fjölmenn, en með- al hennar gátu engin samtök komið til greina, þar eð enginn skarpur stéttamunur var milli búenda og vinnufólks eins og kaupgjaldi var háttað á þeirri tíð. Á síðasta fjórðungi 19. aldar fer að bóla á verka- lýðshreyfingu hér á landi. Hin efnahagslegu skilyrði hennar voru þá farin að myndast. Fiskiveiðar færðust í nýtt horf þegar skútur komu til sögunnar í stað hinna opnu báta. í öllum nágrannalöndum okkar voru einskonar verkalýðssamtök þekkt allt frá miðöldum, iðnfélögin. Þótt félög þessi væru í eðli sínu og tilgangi að ýmsu leyti gerólík nútíma verkalýðssamtökum, höfðu venj- ur þeirra og skipulag áhrif á myndun og þróun verka- lýðssamtakanna í þessum löndum. Enginn slíkur fé- lagsskapur hefir verið til á íslandi á fvrri tímum; voru því hér á landi engar fornar venjur, er orðið gætu fyrirmynd að skipulagi verkalýðssamtaka í landinu. Verkalýður í þess orðs nútimamerkingu var algerlega ný stétt og samtök hans alger nýmyndun, enda vildu ráðandi menn í landinu lengi vel hvorki vita af samtökum þessum né viðurkenna þau. Fyrsta stéttarfélagið sem vitað er um að stofnað hafi verið hér, á landi er Prentarafélagið eldra. Það var stofnað árið 1887. Var það fámennt og starfaði einungis í 3 ár. Verkamannafélag var stofnað á Ak- ureyri í júlí 1894, en varð skammlíft og áhrifalítið. Síðar á sama ári stofnuðu skútusjómenn í Reykja- vík fyrsta sjómannafélagið á íslandi, og voru það fyrstu verkamannasamtök, er nokkuð kvað að á landi voru. Félagið var stofnað í tilefni af því, að útgerðar- menn gerðu tilraun til að lækka laun skútusjómanna. Var félagsstofnun þessi því varnarráðstöfun gegn hinni fyrirhuguðu launalækkunarherferð. Undanfarin ár hafði Reykjavík vaxið mjög vegna hinnar ört vax- andi þilskipaútgerðar, og voru skútusjómenn þar mjög fjölmennir í hlutfalli við annan verkalýð sem og bæj- arbúa í heild. Skútusjómenn fengu meginhluta launa sinna greidd í peningum og hafði þegar hér var kom- ið myndazt skörp mótsetning milli fjármagns og vinnu, enda urðu þegar hörð átök milli sjómanna og atvinnurekenda. Félag þetta blómgaðist mjög í fyrstu, og urðu deildir þess sjö alls. Hvergi kemur í ljós, að hreyfing sú meðal sjómanna, er upp hófst með þess- um samtökum, hafi verið undir áhrifum sósíalista. Skipulag þeirra líktist mest Good-templara reglunni, enda var það eini félagsskapurinn, sem þá var starf- andi hér og alþýða manna gat tekið þátt í og tekið til fyrirmyndar. Bárufélagið er fyrsta tilraun verkamanna á íslandi til að koma á víðtækum samtökum og er að því leyti fyrirrennari Alþýðusambands íslands. Frum- kvöðlar að þessum samtökum voru tveir ungir nem- endur í Stýrimannaskólanum, Ottó N. Þorláksson og Geir Sigurðsson. Er hinn fyrrnefndi enn á lífi. Á síðasta áratug fyrir heimsstyrjöldina fyrri tók útgerðin í Reykjavík snögglega miklum stakkaskipt- um; togarar komu til sögunnar. Vegna hinna skyndilegu breytinga, er urðu á tækni og starfsháttum útgerðarinnar með tilkomu togara, og sökum þess að sjálfstæðisbaráttan tók þá allan hug manna, dró allan mátt úr Bárufélaginu, og árið 1910 eru flestar eða allar deildir þess úr sögunni. Verkamannasamhand Islands Árið 1907 var gerð tilraun til þess að mynda alls- herjar samtök verkamanna á íslandi. Höfðu þá þegar verið stofnuð nokkur verkalýðsfélög í landinu. Hin merkustu voru auk Bárufélagsins Hið íslenzka prent- arafélag (1897) og Verkamannafélagið Dagsbrún (1906). Stofnþing þessara samtaka var haldið í nóv- ember 1907. Tiltölulega fá félög stóðu að stofnun sam- takanna, og höfðu Dagsbrún og Hið íslenzka prent- arafélag forystuna. Voru sambandinu þar sett lög, er að langmestu voru sniðin eftir lögum verkalýðs- sambanda á Norðurlöndum. Kosin var sambandsstjórn, er nefndist Sambandsráð Verkamannasambands ís- lands. Það er greinilegt, að forgöngumenn samtak- anna voru undir áhrifum jafnaðarstefnunnar, enda var þegar á fyrsta fundi sambandsráðsins, sem hald- inn var 15. nóv., rætt um stofnun pólitísks jafnaðar- mannafélags. Ýmsir forystumannanna tóku síðar þátt í stofnun Alþýðusambandsins og starfsemi þess, t. d. Pétur G. Guðmundsson og Ágúst Jósefsson auk Ottós N. Þorlákssonar, er var í forystuliði allra þessara samtaka. Takmark sambandsráðsins var að fá öll verkalýðsfélög í landinu til að ganga í samtökin og setja á stofn sem flest ný félög, bæði meðal faglærðra og ófaglærðra verkamanna og ýmissa annarra starfs- manna svo sem verzlunarstjóra. Var þegar á fyrsta fundi sambandsráðsins samþykkt að senda 11 verka- lýðsfélögum tilboð um að ganga í sambandið. Rætt var einnig um stofnun nýrra félaga. Enda þótt nokkrir forystumenn berðust ötullega fyrir eflingu Verkamannasambands íslands, reyndist ekki kleift að halda í því lífinu til lengdar. Engin hreyfing verkamanna siálfra stóð á bak við stofnun- ina eða knúði hana fram, heldur höfðu hinir fáu áhugamenn i félögunum boðað til fundar meðal stjórna þeirra til þess að hrinda málinu af stað. Furðu- lega fáir innan félaganna virðast hafa haft veru- legan áhuga á stofnun slíkra samtaka eða skilning á þörfinni á þeim. í Dagsbrún, sem var fjölmennasta
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.