Vinnan - 01.05.1966, Blaðsíða 20

Vinnan - 01.05.1966, Blaðsíða 20
innan miklum móði, enda hugðu hásetar á kröfugerð um kjarabætur. Úrslit þessara kosninga komu reyndar öllum landslýð á óvart sem von var. Listi verkamanna hafði enga pólitíska stefnuskrá né stjórnmálaflokk á bak við sig, aðeins fáein verkalýðsfélög, ung og óþroskuð. Eftir kosningasigurinn létu fulltrúarnir þegar til skarar skríða um stofnun Alþýðusambands íslands. Stofnfundurinn var haldinn 12. marz 1916, og stóðu sjö verkalýðsfélög að stofnuninni. Félög þau, er stóðu að stofnun Alþýðusambands ís- lands, voru þessi: Verkamannafélagið Dagsbrún, Há- setafélag Reykjavíkur, Hið íslenzka prentarafélag, Verkakvennafélagið Framsókn, Bókbandssveinafélag íslands, Verkamannafélagið Hlíf í Hafnarfirði og Hásetafélag Hafnarfjarðar. Á stofnþingi voru þessir menn kosnir í stjórn sambandsins: Ottó N. Þorláks- son forseti, Ólafur Friðriksson varaforseti, Jón Bald- vinsson ritari, Helgi Björnsson gjaldkeri, Jónína Jón- atansdóttir, Sveinn Auðunsson og Guðmundur Davíðs- son meðstjórnendur. Þessi fyrsta sambandsstjórn sat til haustsins 1916, en þá var haldið hið fyrsta reglulega þing þess. Var Jón Baldvinsson þá kosinn forseti og Jónas Jónsson ritari. Stofnþing Alþýðusambands íslands samdi lög og stefnuskrá, sem breytt var lítilsháttar á fyrsta reglu- lega sambandsþingi. Skipulag og stefnumið þess samkvæmt þessum fyrstu lögum voru í stuttu máli þessi: 1. Tilgangur sambandsins er að koma á samstarfi meðal íslenzkra alþýðumanna, sem reist er á grundvelli jafnaðarstefnunnar og miði að því að efla og bæta hag alþýðu andlega og líkamlega. 2. Rétt til að ganga í Alþýðusambandið hafa öll ís- lenzk verkalýðsfélög, er vilja hlíta stefnuskrá sambandsins, en félög þau, er hafa atvinnurek- endur innan sinna vébanda, ná ekki inngöngu í sambandið nema á sambandsþingi og að minnst 2/3 af fulltrúum félaganna séu því hlynntir. En sambandsstj órnin getur a. ö. 1. tekið inn í sam- bandið hvert það félag, sem á skilyrðislausan rétt á inngöngu samkvæmt lögum þessum, en þó skal það síðar borið undir álit sambandsþings. Stefnumarki sínu ætlar sambandið að ná með þess- um ráðum: 1. Að öll félög, sem í sambandið ganga, skuldbindi félagsmenn sína til að halda kauptaxta hinna fé- laganna á þeim stað og á því svæði, er kauptaxt- inn nær til. 2. Að semja á sambandsþingi og ákveða stefnuskrá, sem sé bindandi fyrir öll félög í sambandinu og ekki verði breytt aftur nema á sambandsþingi. 3. Að kjósa til opinberra starfa fyrir bæjarfélög og sveitarfélög og landið allt eingöngu menn úr sam- bandinu, sem fylgi hiklaust og í hvívetna stefnu- skrá sambandsins, nema svo standi á, að sam- bandið bjóði engan mann fram til kosninga. 4. Að efla samvinnufélagsskap og gefa út blöð og bæklinga. 5. Að greiða fyrir stofnun verkalýðsfélaga, sem gangi í sambandið. Samkvæmt stefnuskránni skyldi hvert félag hafa frelsi um sín eigin mál innan laga sambandsins, en í öllum opinberum afskiptum verða hin einstöku félög að fylgja eindregið stefnuskrá sambandsins. Loks er gert ráð fyrir að hin einstöku félög sambandsins inn- an kjördæmanna myndi innbyrðis samband, og skuli fulltrúar þeirra koma sér saman um frambjóðendur í því kjördæmi í allar opinberar stöður, er kjósa skal í. En hver frambjóðandi skal skrifa undir stefnuskrá sambandsins og skuldbinda sig til að starfa í öllu samkvæmt henni. Ennfremur skal sambandsstjórnin samþykkja frambjóðendur kjördæmanna til þings, svo þeir geti talizt löglegir frambjóðendur af hálfu sam- bandsins. í þessari stefnuskrá er svo ráð fyrir gert, að sam- bandið hafi tvennskonar hlutverki að gegna. Það er bæði samtök verkamanna í baráttunni fyrir hærri launum og betri lífskjörum yfirleitt og um leið stjórn- málaflokkur, er byggir á jafnaðarstefnunni. í sjálfri stefnuskránni kemur það greinilega í ljós, að hugur höfundanna er meir bundinn við hina pólitísku hlið málsins en hagsmunabaráttuna gegn atvinnurekend- um. Vera má að hinn mikli sigur þeirra í bæjarstjórn- arkosningunum hafi orkað svo á hugi þeirra að þeir hafi vænzt meiri árangurs á sviði stjórnmálanna en í hinni beinu baráttu gegn atvinnurekendum, enda var verkalýðurinn þá harla óreyndur í verkföllum og öll aðstaða í slíkum átökum afar slæm vegna fátæktar og sundurlyndis meðal verkamanna sjálfra. Alþýðusamband íslands er þannig uppbyggt, að æðsta valdið í því er hjá þingi þess. Reglulegt þing er haldið annað hvert ár, og eru fulltrúarnir til þess kosnir af félögunum innan sambandsins, og stend- ur fjöldi fulltrúanna, sem hvert félag hefur, í réttu hlutfalli við þann fjölda sem í því er. Er reglan sú, að félögin hafa einn fulltrúa fyrir hvert hundrað með- lima, en þau félög, sem hafa undir 100 meðlimum, hafa einn fulltrúa. En til þess að koma í veg fyrir misrétti, sem leitt gæti af því, að lítil félög hafa tiltölulega fleiri fulltrúa en hin stóru, er hægt að krefjast þess, að svokölluð allsherj aratkvæðagreiðsla fari fram, og er hún jafnan viðhöfð á sambandsþing- um, þegar um mikilvæg mál er að ræða. En við slíka atkvæðagreiðslu hefur hver fulltrúi jafnmörg at- kvæði og félagsmannatölu þeirri nemur, sem hann er fulltrúi fyrir. Með þessu er öllum félögum innan sambandsins tryggt fullt jafnrétti. Einfaldur meiri- hluti ræður úrslitum í öllum málum. Stjórn Alþýðusambands íslands hefur ætíð síðan það var stofnað verði kosin á reglulegu sambandsþingi til tveggja ára í senn. Eins og áður er sagt, var hið fyrsta reglulega sambandsþing háð síðast á árinu 1916, og kaus það stjórn fyrir tvö næstu árin. Þá stjórn skipuðu 7 menn, en þar að auki voru 3 menn í varastjórn. Að þessu þingi stóðu engin önnur félög en þau, sem stóðu að stofnun Alþýðusambandsins og áður eru nefnd. En öll þessi félög voru í Reykjavík eða Hafnarfirði. Samkvæmt núgildandi lögum Al- þýðusambandsins skipa 17 menn stjórn þess. Af þess- um 17 mynda 9 miðstjórnina, og kjörgengir í hana eru einungis menn, sem búsettir eru í Reykjavík eða Hafnarfirði. Af hinum 8, sem kosnir eru af sambands- þingi til þess að vera í sambandsstjórn, eiga 2 að vera úr Norðlendingafjórðungi, 2 úr Austfirðinga- fjórðungi, 2 af Vestfjörðum og 2 af Suður- og Suð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.