Vinnan - 01.05.1966, Síða 22

Vinnan - 01.05.1966, Síða 22
20 u intmn var á því tímabili eðlilegt og sennilega óhjákvæmi- legt. Jafnaðarmenn höfðu stofnað til hinnar faglegu hreyfingar og kenningar þeirra voru hin fræðilega undirstaða hennar. Allir aðrir stjórnmálaflokkar en jafnaðarmenn voru meira eða minna andvígir verka- lýðshreyfingunni og baráttuaðferðir hennar lengi vel taldar ólögmætar eða a. m. k. á móti anda hins borg- aralega þjóðskipulags, þar eð verkalýðssamtökin brytu hina gullnu reglu um ótakmarkað frelsi einstaklings- ins á sviði athafnalífsins. Hér á landi stóðu ýmsir fram- sóknarmenn nærri verkalýðshreyfingunni frá upp- hafi, enda tók einn merkasti foringi þeirra virkan þátt í stofnun Alþýðusambandsins eins og áður er getið. Hann var og um eitt skeið í áróðri andstæðinga sinna brennimerktur sem hinn hættulegasti bolsiviki. Svo að segja allir forystumenn verkalýðshreyfingar- innar voru þá jafnaðarmenn eða a. m. k. að meira eða minna leyti undir áhrifum jafnaðarstefnunnar, svo og flestir hinna félagsbundnu verkamanna, þeirra er nokkra hugmynd höfðu um stjórnmálastefnur yfir- leitt; en um þær mundir þekktu flestir íslenzkir verka- menn lítið eða ekkert til kenninga Karls Marx. Var því fyrst í stað ekki um neinar pólitískar mótsetn- ingar að ræða innan verkalýðshreyfingarinnar, enda var hún almennt talin eitt og hið sama og hin pólitíska jafnaðarmannahreyfing, og andstæðingar hennar voru yfirleitt jafn andvígir verkalýðssam- tökum sem jafnaðarstefnu. Eitt hið mikilvægasta atriði í stefnuskrá Alþýðu- sambandsins var baráttan fyrir útbreiðslu verkalýðs- félaga og aukinni þekkingu á jafnaðarstefnunni, enda bar sú barátta mikinn og tiltölulega skjótan árang- ur. Nærri því hvert ár fjölgaði félögum í sambandinu og ný verkalýðsfélög voru stofnuð á vegum þess. Framan af var starfsemin að ýmsu leyti auðveldari en síðar varð, vegna þess að meginþorri félaganna voru félög ófaglærðra verkamanna í landi eða sjó- manna. í minni sjávarplássum var ekki um annað að ræða en eitt verkalýðsfélag væri á staðnum sök- um fámennis. En í stærri kaupstöðum voru stofnuð sérstök sjómannafélög. Þar fyrir utan var varla um sérstök fagfélög að ræða utan Reykjavíkur, sökum þess hve allur iðnaður var skammt á veg kominn. Það var því miklu síður hætt við hagsmunaárekstr- um milli verkamanna innbyrðis en síðar varð. Kjarabaráttan Á fyrstu árum Alþýðusambandsins — 1916—1918 — stóðu verkamenn mjög höllum fæti í baráttunni fyr- ir bættum launakjörum. Dýrtíð óx þá hröðum skref- um, svo og atvinnuleysi, einkum eftir að 10 togarar voru seldir úr landi árið 1917. Auk þess var árferði afar slæmt, einkum árið 1918. Helztu átök milli at- vinnurekenda og verkamanna var verkfall togarasjó- manna árið 1916, þar sem sjómenn unnu raunveru- legan sigur. Annars versnuðu kjör verkamanna svo mjög, að kaupmáttur tímakaups miðað við Dagsbrún- artaxta var árið 1918 aðeins 51% af kaupmætti tíma- kaupsins 1914. Árin 1919—1920 hækkaði verðlagið stórlega, en þá varð líka mikil kauphækkun og at- vinnuleysi fór minnkandi. En á síðari hluta árs 1920 kom mikil kreppa og skyndilegt verðfall á flestum vörum. Kaupmáttur launanna óx þá stórlega. Á næstu árum hófu atvinnurekendur mikla sókn á hendur verkamönnum og kröfðust þess að laun væru færð niður, en verkamenn stóðu fast saman í varnarbar- áttunni undir ágætri forystu A.S.Í. Stóðu sjómenn þar fremst í flokki og háðu harða launadeilu við út- gerðarmenn árið 1923 og unnu þar mikinn varnar- sigur, þar eð sjómenn héldu hærri launum en þeir höfðu haft áður en verð tók að falla. Árið 1925 batn- aði aðstaða verkamanna enn meir en áður. Unnu þá sjómenn sigur í launadeilu og um sömu mundir hækkaði íslenzka krónan og vöruverð lækkaði að sama skapi. Kalla má að aðstaða verkamanna hafi verið góð fram til ársins 1930, einkum á árunum 1924—1929 að báðum meðtöldum. Var þá yfirleitt mikil blómaöld fyrir íslenzka atvinnuvegi; voru at- vinnurekendur þá oft fúsir að semja við verka- menn og ganga að kröfum þeirra heldur en að heyja langvinnar vinnudeilur sjálfum sér til mikils tjóns. 1928—1929 hækkaði kaup verkamanna allmikið, og fékkst sú kauphækkun víða án vinnustöðvana, en þó áttu togarasjómenn í hörðu verkfalli á öndverðu ári 1929 og unnu glæsilegan sigur. Á þeim árum var frem- | Fundur reyk- vískra atvinnu- I leysingja í Iðnó 1952.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Vinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.