Vinnan - 01.05.1966, Síða 24
innan
fregn barst út um bæinn að bylting væri í aðsigi og
kommúnistar undirbyggju að taka Stjórnarráðið og
aðrar opinberar byggingar. Atburður þessi olli því að
launalækkunartillagan var dregin til baka og kom
aldrei fram síðar.
Pyrir 1930 var aðeins lítill vísir að iðnaði á íslandi.
En á næsta áratug reis hér upp allmikill verksmiðju-
iðnaður í skjóli hátolla og innflutningshafta. Var
langmestur hluti hans staðsettur í Reykjavík, en þó
nokkur á Akureyri. Með því fjölgaði verkamönnum
mjög, og stofnaði ófaglært verkafólk í verksmiðjum
sérstakt verkalýðsfélag, „Iðju“, bæði í Reykjavík og
Akureyri. Er Iðja í Reykjavík nú eitt af fjölmennustu
verkalýðsfélögum á landinu. Telja má að með því
hefjist nýr þáttur í íslenzkri verkalýðshreyfingu, þar
eð verksmiðjuverkamanna hafði mjög lítið gætt áð-
ur. Bílstjórum fjölgaði og mjög, og varð félag þeirra
brátt mjög fjölmennt. Þrátt fyrir miklar deilur og
sundrung innan verkalýðssamtakanna og hinar erf-
iðu aðstæður kreppunnar, óx og dafnaði Alþýðusam-
bandið ár frá ári og hin raunverulega þýðing þess í
íslenzku þjóðfélagi fór sívaxandi. Á þingi A.S.Í. 1938
stóðu sakir þannig, að þá eru komin 122 félög í Al-
þýðusambandið og tala félagsmanna var 15.384. Hafði
það aukizt um ca. 10 þúsund félagsmenn á átta árum.
Stjórnmálastarf Alþýðusambandsins
1916—1940
Eins og áður er getið var Alþýðusamband íslands
ekki einungis tæki verkamanna í kjarabaráttunni
heldur og stj órnmálaflokkur á grundvelli jafnaðar-
stefnunnar — Alþýðuflokkurinn.
Með þátttöku í landkjöri sumarið 1916 kom Al-
þýðuflokkurinn í fyrsta sinn fram sem sjálfstæður
stjórnmálaflokkur við Alþingiskosningar; vantaði þá
aðeins herzlumun til þess að hann kæmi manni að.
Við alþingiskosningar þá um haustið bauð flokkurinn
fram 3 menn, 1 á Akureyri og 2 í Reykjavík. Náði ann-
ar frambjóðandinn þar, Jörundur Brynjólfsson, kosn-
ingu, en hinn frambjóðandann, Þorvarð Þorvarðar-
son prentsmiðjustjóra, vantaði aðeins 25 atkvæði til
að ná kosningu. Má því með sanni segja að hinn nýi
flokkur færi vel af stað.
Árið 1917 gaf Alþýðusambandið út bækling, þar sem
lýst er tilgangi flokksins og jafnframt birt stefnu-
skrá hans. Segir þar, að höfuðtilgangur hans sé að
gera efnahag landsmanna sem jafnastan, gera fá-
tæktina útlæga og koma á svo almennri velmegun,
að hvert mannsbarn, sem fæðist hér á landi, hafi
tækifæri til að þroska og fullkomna góða meðfædda
hæfileika, og koma í veg fyrir að einstakir menn
sölsi undir sig auðæfi á kostnað annarra.
í stefnuskránni eru lang-mikilvægustu atriðin um
stefnuna í efnahags- og fjármálum. Flokkurinn vill
afnema alla tolla á aðfluttum vörum, fyrst og fremst
sykurtoll, kaffitoll og vörutoll, en beinir skattar skulu
lagðir á til að standast útgjöld landsins að svo miklu
leyti sem arður af framleiðslu og verzlun, sem rekin
sé fyrir hönd þjóðfélagsins, hrökkvi ekki til. Stig-
hækkandi tekju- og eignaskattur skal lagður á, þar
sem hæfilegur framfærzlueyrir fjölskyldumanna sé
dreginn frá. Verðhækkunarskattur skal lagður á lóð-
ir og lönd, þar sem verðhækkunin stafar af almenn-
um framförum í landinu án tilverknaðar eigenda.
Er hugmyndin um þennan skatt byggð á kenningu
Henry Georges um jarðrentuna. Landið skal taka
að sér einkasölu á ýmsum vörutegundum, svo sem
steinolíu, kolum, salti og tóbaki, taka þátt í stórútgerð,
stóriðnaði og hafa umráð yfir aðal-peningaverzlun
landsins. Efla skal samvinnuhreyfinguna og leggja
áherzlu á samstarf bænda og verkamanna.
Stefnuskrá þessi er í flestum atriðum sniðin eftir
stefnuskrá jafnaðarmanna á Norðurlöndum, þó með
tilliti til íslenzkra staðhátta og stjórnmálaástands.
Stefnt er að samvinnu við Framsóknarflokkinn, sem
þá var nýstofnaður. í skýringu við stefnuskrána kem-
ur það greinilega í ljós, hversu gott forystumenn
Alþýðusambandsins hyggja til samvinnu við Fram-
sókn. Þar segir að samvinnuhreyfingin hafi í mörg
ár verið eina ljósið, sem lýst hafi í náttmyrkri fram-
faraleysisins hér á landi. Þekking á eðli og gagnsemi
samvinnufélagsskaparins sé enn skammt á veg komin
nema máske í einstökum héruðum landsins. Leggja
beri áherzlu á að útbreiða þekkingu á samvinnumál-
um og verja skuli fé til þeirrar starfsemi.
Forystumennirnir vonast auðsjáanlega eftir því
að geta haft mikla samstöðu með samvinnuhreyfing-
unni, bæði á sviði stjórnmála og efnahagsmála, enda
leggja þeir mikla áherzlu á, að alþýðan við sjó og í
sveitum eigi samleið og að ein alþýðustétt megi ekki
láta egna sig upp á móti annarri.
Enginn vafi er á því að Jónas Jónsson hefir haft
mikil áhrif á mótun stefnuskrárinnar í samvinnu-
málum. í greininni „Ræktun lands og lýðs“, er hann
ritar árið 1916, kemur greinilega í ljós, að hann álít-
ur að verkamenn og samvinnumenn geti fylgzt að í
fjölmörgum málum, þótt honum sé það og fullkom-
lega ljóst, að ekki geti farið hjá því að ágreiningur
verði í mikilvægum málum, enda varð sú raunin á
að á ýmsu gekk um sambúðina.
Á árabilinu 1916—1927 átti Alþýðuflokkurinn lengst
af einn fulltrúa á Alþingi og hafði þá raunar enga að-
stöðu til að hafa áhrif á löggjöfina nema með stuðn-
ingi þingmanna úr öðrum stjórnmálaflokkum, og kom
þá Framsóknarflokkurinn helzt til greina. Nokkuð
vannst þó á á þessum árum, t. d. lög um slysatrygg-
ingar, er samþykkt voru á Alþingi 1925. Þau voru
að vísu harla ófullkomin, en þó spor í áttina. Vafa-
laust hafði það mikil áhrif til stuðnings við málstað
flokksins, að hann hafði mikinn fjölda kjósenda,
enda þótt hann ætti fáa fulltrúa á Alþingi vegna hinn-
ar ranglátu kjördæmaskipunar. Mikilvægasta pólitíska
krafa Alþýðuflokksins um þessar mundir var krafan
um gagngera breytingu á kjördæmaskipuninni, er
ítrekuð var á þingum A.S.Í. æ ofan í æ. Framsókn-
arflokkurinn, er hafði langmestan hag af þáverandi
kjördæmaskipun, var í þessu máli harðasti andstæð-
ingur Alþýðuflokksins. Kjarabarátta Alþýðusam-
bandsfélaganna var og mörgum samvinnumönn-
um, einkum bændum, hinn mesti þyrnir í augum, þar
eð þeir töldu — auðvitað réttilega — að bætt kjör
verkamanna við sjávarsíðuna myndu draga fólk úr
sveitum og e. t. v. valda landauðn á vissum svæðum.
Þessi tvö mál, kjördæmamálið og kjaramálin, voru
lang-hættulegustu deilumálin, enda hefur Fram-