Vinnan - 01.05.1966, Síða 25
Vi
tnnan
23
sóknarflokkurinn bæði fyrr og síðar oftast haft sam-
stöðu með Sjálfstæðisflokknum í kjaramálum.
Árið 1927 fékk Alþýðuflokkurinn 5 fulltrúa á Al-
þingi og fékk þar með oddaaðstöðu. Sneri þá Fram-
sóknarflokkurinn sér til stjórnar Alþýðusambandsins
og spurðist fyrir um afstöðu hennar til ríkisstjórnar
Framsóknar, ef mynduð yrði. Lofaði sambandsstjórnin
hlutleysi um óákveðinn tíma en setti engin skilyrði.
Taldi forseti Alþýðusambandsins, Jón Baldvinsson,
aðstöðu flokksins góða til þess að geta fengið meiri
áhrif á löggjöfina en áður; en þó lýsti hann því
yfir, að Framsóknarflokkurinn væri i stefnu sinni
andvígur Alþýðusambandinu í öllu, sem verulegu máli
skipti.
Á árabilinu 1927—1931 sat Framsókn að völdum með
hlutleysi Alþýðuflokksins. Á því tímabili kom Alþýðu-
flokkurinn ýmsum lögum gegn um þingið. Merkust
þeirra voru lögin um hvíldartíma togaraháseta, en
með þeim var hvíldartími háseta lengdur úr 6 í 8
tíma á sólarhring. Lög um verkamannabústaði 1929
voru og mikilvæg. Ennfremur voru sett ný ákvæði
um kosningarrétt, þar sem kosningaraldur var mið-
aður við 21 árs aldur, og ákvæði um, að þeir sem skuld-
uðu sveitarsjóði skyldu halda kosningarrétti. Annars
gekk Framsóknarflokkurinn furðu skammt til móts
við Alþýðuflokkinn á þessu tímabili, og döguðu því
mörg mikilvæg frumvörp hans uppi þing eftir þing,
enda magnaðist óánægja innan Alþýðusambandsins
með hlutleysið gagnvart Framsóknarstjórninni, og
átti sú óánægja sinn þátt í sundrung þeirri, er varð
innan verkalýðshreyfingarinnar á þessum árum. Fram
til 1934 blés ekki byrlega fyrir Alþýðuflokknum, bæði
vegna hinnar miklu kreppu og vegna deilunnar inn-
an verkalýðshreyfingarinnar. En á því tímabili gat
flokkurinn i samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn fengið
því framgengt að kjördæmaskipuninni var breytt. Það
gerðist með stjórnarskrárbreytingunni 1933. Þegar
kosið var eftir hinum nýju kosningalögum vorið 1934,
hlaut Alþýðuflokkurinn 10 þingsæti og tvöfaldaði þar
með þingmannatölu sína. Eftir þær kosningar mynd-
aði hann stjórn með Framsóknarflokknum, og var
Haraldur Guðmundsson fyrsti ráðherra hans. Var þá
gerður málefnasamningur milli flokkanna og var
höfuðkrafa Alþýðuflokksmanna sú, að sett yrðu lög
um alþýðutryggingar. Náði sú krafa fram að ganga
og mun vera merkasti sigur, sem Alþýðusambandið
vann á sviði stjórnmála meðan það var stjórnmála-
flokkur. Breyting var og gerð á fátækralöggjöfinni, er
horfði til mikilla réttarbóta. Á tímabilinu 1934—1940
voru efnahagsmálin efst á baugi, og var einatt við
mikla örðugleika að etja. Ýms lög voru þó sett, er
til hagsbóta horfðu fyrir vinnandi fólk.
Deilur innan verkalýðshreyfingarinnar
Þótt það væri hagkvæmt í fyrstu að Alþýðusam-
bandið væri bæði verkalýðssamtök og stjórnmálaflokk-
ur, komu snemma fram gallar á þessu skipulagi. Innan
sjálfra verkalýðsfélaganna kom þó ekki nein veruleg
andstaða fram í fyrstu. Þótt margir verkamenn hefðu
þá litla hugmynd um sósíalisma, fylgdu þeir jafnað-
armönnum vegna stefnu þeirra í kjaramálum, enda
voru þá tiltölulega fá félög í Alþýðusambandinu.
Eftir byltinguna í Rússlandi 1917 klofnaði hin al-
Hannibal Valdimarsson setur 25. þing A.S.f. 1956.
þjóðlega verkalýðshreyfing og kommúnistar stofnuðu
3. alþjóðasambandið. Gerðust þeir þegar mjög um-
svifamiklir og barst hreyfing þeirra á skömmum tíma
víðsvegar um heim. Hér á landi hallaðist brátt nokk-
ur hópur manna að stefnu þeirra, og lentu þeir þá í
andstöðu við meirihluta forustuliðs Alþýðusambands-
ins, er fylgdi stefnu jafnaðarmanna. í þeim hóp er
hallaðist að kommúnisma var Ólafur Friðriksson, er
var einn af helztu áhrifamönnum í forustuliðinu. Sá
ágreiningur olli þó ekki miklum deilum i bráð, enda
hneygðist Ólafur brátt aftur að stefnu jafnaðarmanna
og gerðist andvígur kommúnistum. En þegar frá leið
og Alþýðusambandinu óx fiskur um hrygg, fjölgaði
þeim félagsmönnum, er ekki vildu fylgja stefnu-
skrá jafnaðarmanna en vildu þó starfa í Alþýðusam-
bandinu og voru í verkalýðsfélögum eða jafnaðar-
mannafélögum. Þóttust þeir órétti beittir vegna þess
ákvæðis í lögum sambandsins, að jafnaðarmenn einir
mættu vera fulltrúar þess á Alþingi, í bæja- og sveita-
stjórnum og á þingi A.S.Í. Á Alþýðusambandsþingi
1926 lét forseti sambandsins, Jón Baldvinsson, í ljós
efa um að heppilegt væri, að yfirstjórn stjórnmála og
verkalýðsmála væri hin sama og benti á þá stað-
reynd, að í nágrannalöndum okkar væri hún að-
greind. í því sambandi minntist hann á hin ný-
stofnuðu fjórðungssambönd á Norður- og Austur-
landi og taldi vel til fallið að þau sinntu aðallega
verkalýðsmálum og áleit, að þegar þau væru komin
um allt land, myndu þau hvert á sínu svæði taka að
sér verkalýðsmálin. Þannig myndi komast á nokkur
aðgreining stjórnar verkalýðsmála og stjórnmála.
Nokkur félög innan fjórðungssambandanna voru þá
ekki komin í Alþýðusambandið vegna stjórnmálaá-
greinings.