Vinnan - 01.05.1966, Síða 26
24
u
innaii
Það var þegar orðið augljóst, að ýmis verkalýðsfélög
voru treg eða jafnvel ófáanleg til að ganga í verka-
lýðssamband, er hafði ákveðna pólitíska stefnuskrá,
er þau yrðu að fylgja hvernig sem á stæði. Um 1930
er talið, að um 30 félög hafi staðið utan sambands-
ins. Hið gamla skipulag verkalýðshreyfingarinnar
sneið henni of þröngan stakk eins og málum var kom-
ið. Það var augljóst, að ekki var hægt að sameina
allan verkalýð í pólitískum samtökum, en á hinu fag-
lega sviði getur hann staðið saman, þótt margt kunni
á milli að bera í stjórnmálum og trúmálum.
Á Alþýðusambandsþinginu 1926 voru gerðar álykt-
anir í þá átt að athuga um breytingar á skipulagi
verkalýðssamtakanna, og var skipuð milliþinganefnd
í því skyni, er skyldi bera fram tillögur sínar á verka-
lýðsmálaráðstefnu, er ákveðið var að halda næsta ár.
Ráðstefna þessi var haldin í júni 1927, og var þar
nefnd skipuð til að athuga skipulagsmál sambandsins.
í hana voru kosnir: Jón Baldvinsson, Einar Olgeirs-
son og Haraldur Guðmundsson, er hafði framsögu
fyrir nefndinni.
Nefndin komst að þeirri niðurstöðu, að ekki væri
ráðlegt að gera gagngerar breytingar á skipulagi
verkalýðssamtakanna; landssamböndin yrðu tvö, Al-
þýðusamband og Verkamálasamband, myndi það hafa
aukinn kostnað í för með sér og veikja samtökin á
ýmsan hátt. Hinsvegar taldi nefndin að brýn þörf
væri á að aðgreina betur en gert hafði verið verka-
málastarfsemi og stjórnmálastarfsemi flokksins í
heild sinni.
Tillögur nefndarinnar voru þessar:
1. Sambandsstjórnin velur (að loknu sambands-
þingi) úr sínum hóp þriggja manna verkamálastjórn.
Skal hún milli þinga annast um framkvæmdir í öll-
um þeim verkalýðsmálum, sem falla undir sambands-
stjórn í samráði við hana.
2. Verkamálastjórn boðar til ráðstefnu annað hvert
ár. Þar eiga sæti auk forseta Alþýðusambandsins:
Aðalstjórnendur fjórðungssambandanna, fram-
kvæmdastjórn fulltrúaráðsins í Reykjavík, 1 fulltrúi
frá fulltrúaráði Hafnarfjarðar, Vestmannaeyja og Ár-
nessýslu hverju um sig og 1 fulltrúi fyrir félögin
vestan Reykjavíkur, til Snæfellsnessýslu. Ráðstefnan
skal sérstaklega vinna að því að koma í fast horf
samvinnu fjórðungssambandanna og einstakra fé-
laga um verkalýðsmál. Hún getur engar bindandi sam-
þykktir gert fyrir flokkinn né lagabreytingar. Ráð-
stefnan skal ýmist haldin í Reykjavík, á ísafirði,
Akureyri, Seyðisfirði eða Norðfirði; sitt árið í hverjum
fjórðungi.
í tillögunum er gert ráð fyrir, að mynduð séu
fjórðungssambönd í fjórðungi hverjum nema Sunn-
lendingafjórðungi, er annist þau mál, sem sérstaklega
snerta félögin í viðkomandi fjórðungi. Meðan ekki er
ákveðin til fullnustu afstaða fjórðungssambandanna
til Alþýðusambandsins, er þeim heimilt að veita verka-
lýðsfélögum utan Alþýðusambandsins fulltrúarétt til
sambandsþinga.
Tillögur nefndarinnar voru samþykktar með þeirri
viðbót frá Héðni Valdemarssyni, að félög, sem eru í
fjórðungssamböndunum en ekki í Alþýðusambandinu,
skuli innan þriggja ára eftir inntöku í fjórðungs-
sambandið hafa ákveðið, hvort þau vilja ganga inn í
Alþýðusambandið; en vilji þau það ekki, skulu þau
ekki lengur vera í fjórðungssambandi.
Samkvæmt tillögum þessum, er samþykktar voru
á ráðstefnunni, skyldi Alþýðuflokkurinn enn sem fyrr
hafa æðsta úrskurðarvald í verkalýðsmálum Alþýðu-
sambandsins.
Á næstu árum kom upp mikil hreyfing, er gera
vildi róttækar breytingar á skipulagi alþýðusamtak-
anna. Beittu kommúnistar sér mest fyrir þessari
hreyfingu. Félag þeirra, „Jafnaðarmannafélagið
Fundarstjóraborð á
25. þingi Alþýðu-
sambandsins.