Vinnan - 01.05.1966, Side 26

Vinnan - 01.05.1966, Side 26
24 u innaii Það var þegar orðið augljóst, að ýmis verkalýðsfélög voru treg eða jafnvel ófáanleg til að ganga í verka- lýðssamband, er hafði ákveðna pólitíska stefnuskrá, er þau yrðu að fylgja hvernig sem á stæði. Um 1930 er talið, að um 30 félög hafi staðið utan sambands- ins. Hið gamla skipulag verkalýðshreyfingarinnar sneið henni of þröngan stakk eins og málum var kom- ið. Það var augljóst, að ekki var hægt að sameina allan verkalýð í pólitískum samtökum, en á hinu fag- lega sviði getur hann staðið saman, þótt margt kunni á milli að bera í stjórnmálum og trúmálum. Á Alþýðusambandsþinginu 1926 voru gerðar álykt- anir í þá átt að athuga um breytingar á skipulagi verkalýðssamtakanna, og var skipuð milliþinganefnd í því skyni, er skyldi bera fram tillögur sínar á verka- lýðsmálaráðstefnu, er ákveðið var að halda næsta ár. Ráðstefna þessi var haldin í júni 1927, og var þar nefnd skipuð til að athuga skipulagsmál sambandsins. í hana voru kosnir: Jón Baldvinsson, Einar Olgeirs- son og Haraldur Guðmundsson, er hafði framsögu fyrir nefndinni. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu, að ekki væri ráðlegt að gera gagngerar breytingar á skipulagi verkalýðssamtakanna; landssamböndin yrðu tvö, Al- þýðusamband og Verkamálasamband, myndi það hafa aukinn kostnað í för með sér og veikja samtökin á ýmsan hátt. Hinsvegar taldi nefndin að brýn þörf væri á að aðgreina betur en gert hafði verið verka- málastarfsemi og stjórnmálastarfsemi flokksins í heild sinni. Tillögur nefndarinnar voru þessar: 1. Sambandsstjórnin velur (að loknu sambands- þingi) úr sínum hóp þriggja manna verkamálastjórn. Skal hún milli þinga annast um framkvæmdir í öll- um þeim verkalýðsmálum, sem falla undir sambands- stjórn í samráði við hana. 2. Verkamálastjórn boðar til ráðstefnu annað hvert ár. Þar eiga sæti auk forseta Alþýðusambandsins: Aðalstjórnendur fjórðungssambandanna, fram- kvæmdastjórn fulltrúaráðsins í Reykjavík, 1 fulltrúi frá fulltrúaráði Hafnarfjarðar, Vestmannaeyja og Ár- nessýslu hverju um sig og 1 fulltrúi fyrir félögin vestan Reykjavíkur, til Snæfellsnessýslu. Ráðstefnan skal sérstaklega vinna að því að koma í fast horf samvinnu fjórðungssambandanna og einstakra fé- laga um verkalýðsmál. Hún getur engar bindandi sam- þykktir gert fyrir flokkinn né lagabreytingar. Ráð- stefnan skal ýmist haldin í Reykjavík, á ísafirði, Akureyri, Seyðisfirði eða Norðfirði; sitt árið í hverjum fjórðungi. í tillögunum er gert ráð fyrir, að mynduð séu fjórðungssambönd í fjórðungi hverjum nema Sunn- lendingafjórðungi, er annist þau mál, sem sérstaklega snerta félögin í viðkomandi fjórðungi. Meðan ekki er ákveðin til fullnustu afstaða fjórðungssambandanna til Alþýðusambandsins, er þeim heimilt að veita verka- lýðsfélögum utan Alþýðusambandsins fulltrúarétt til sambandsþinga. Tillögur nefndarinnar voru samþykktar með þeirri viðbót frá Héðni Valdemarssyni, að félög, sem eru í fjórðungssamböndunum en ekki í Alþýðusambandinu, skuli innan þriggja ára eftir inntöku í fjórðungs- sambandið hafa ákveðið, hvort þau vilja ganga inn í Alþýðusambandið; en vilji þau það ekki, skulu þau ekki lengur vera í fjórðungssambandi. Samkvæmt tillögum þessum, er samþykktar voru á ráðstefnunni, skyldi Alþýðuflokkurinn enn sem fyrr hafa æðsta úrskurðarvald í verkalýðsmálum Alþýðu- sambandsins. Á næstu árum kom upp mikil hreyfing, er gera vildi róttækar breytingar á skipulagi alþýðusamtak- anna. Beittu kommúnistar sér mest fyrir þessari hreyfingu. Félag þeirra, „Jafnaðarmannafélagið Fundarstjóraborð á 25. þingi Alþýðu- sambandsins.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.