Vinnan - 01.05.1966, Qupperneq 34

Vinnan - 01.05.1966, Qupperneq 34
32 u innan VINARMINNI Á liðnu sumri lagði ég leið mína til Bolungarvikur. Vinur minn og tryggur samherji um áratuga skeið, Páll Sólmundsson, var látinn. Erindið var aö vera við útför hans og fylgja honum hinzta spölinn. Veður var hið fegursta. Hann blés svalan af hafi, en þó mundi svo meinlaus hafræna ekki hafa aftrað Bolvíkingum sjósóknar. Samt voru nú allar fleytur í landi. Alþýða Bolungarvíkur hugði ekki á sjósókn eða aðra þjónustu við atvinnulífið þennan daginn. Dagur- inn skyldi helgaður því að kveðja Pál Sólmundsson: Fylgja góðvini og velgerðarmanni til grafar. Líkfylgdin var svo fjölmenn, að ég minntist þess naumast, að hafa séð slíkt fjölmenni saman komið í Bolungarvík, nema ef vera skyldi við útför séra Páls Sigurðssonar fyrir mörgum árum síðan. Það fór ekki milli mála: Alþýða Bolungarvíkur gerði sér þess grein, hvers hún hafði misst. Útförin var öll hin virðulegasta. Og þó að ég leggi jafnan harla lítið upp úr líkræðulofi, brá svo við í þetta sinn, að mér fannst presturinn, séra Þorbergur Kristjánsson, segja það eitt um Pál, sem allir mundu viðurkenna að satt væri og sízt í nokkru oflof eða óheilt skrum. Presturinn mælti meðal annars á þessa leið: „Páll var félagslyndur maður og félags'þegn góður. Sérstaklega voru honum hugstœð þau samtök almenn- ings, er að þessu miða að ðceta aðstöðu og hag allrar alþýðu. — Átti hann hér að máli mikinn hlut, og var í þeirra hópi, er fóru fyrir. Hann var meðal stofnenda Verkalýðs- og sjómanna- félags Bolungarvíkur. Vann hann á vegum þess mikið og óeigingjarnt starf, — var lengst af í stjórn þess og fulltrúi á Alþýðusambandsþingum. Hann mun og hafa verið meðal stofnenda Pöntun- arfélagsins Hvatar, og í stjórn Kaupfélagsins, eftir að Pöntunarfélagið sameinaðist Kaupfélagi ísfirðinga. Fleiri félags- og trúnaðarstörfum mun hann hafa gegnt, þótt eigi verði hér frekar rakið, en með almenn- um málum fylgdist hann jafnan af miklum áhuga og hafði gaman af að spjalla um það, er efst var á baugi hverju sinni.“ Þetta eru sönn orð og hófsamleg um Pál Sólmunds- son. Já, hann var vissulega félagsþegn ágætur og kaus sér það hlutskipti að helga krafta sína þeim samtök- um, sem að því miða að bæta aðstöðu og hag allrar alþýðu. Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur átti traustan hauk í horni, þar sem Páll var. Á fyrstu árum félagsins var hann óbreyttur liðsmaður — einn hinna traustu hornsteina. En um langt árabil var hann formaður félagsins, og hin síðari ár varafor- maður þess. Var hann þá hollur ráðgjafi og samstarfs- maður hinna yngri manna, er við tóku. Lengi átti Páll líka sæti í stjórn Alþýðusambands Vestfjarða. Þannig var hann vissulega einn þeirra, er fóru fyrir og báru merkið fram í verkalýðshreyfingunni á Vestfjörðum. Og það merki bar hann með sæmd. Jafnframt var Páll sannfærður og einlægur samvinnumaður og vildi leysa vezlunarmálin á félagslegum grundvelli. Páll var staðfestumaður — persónuleiki. Hann brást engum. Hann var bjarg að byggja á. Það fékk ég að reyna. Páll Sólmundsson var Dýrfirðingur að ætt. en tók ungur að stunda sjóinn, fyrst á „stóru bátunum“ á ísafirði og síðan frá Bolungarvík. Síðari árin stundaði hann ýmist verkamannastörf í landi, eða hann kaus að sækja sjóinn á eigin báti, stundum einn, eða þá við annan mann. Ungur gekk hann að eiga Ingibjörgu Guðfinnsdótt- ur, fágæta mannkostakonu, sem í öllu átti samleið með manni sínum og bjó honum heimili, sem var þeirra sameiginlegi hamingjureitur. Þau eignuðust einn son, Guðmund, leikara í Reykjavík, en einnig ólu þau upp sem sín eigin börn tvær stúlkur Birnu og Kristínu, sem báðar eru nú fullorðnar. — Páll var gæfumaður. Bolvíkingum var sár söknuður í hug, þegar þeir kvöddu Pál Sólmundsson. Hann hafði veitt málstað lítilmagnans drengilegan og traustan stuðning. Á hverju sem gekk var hann geiglaus, staðfastur og öfgalaus og fundvís á farsælar leiðir. Þungur var hann stundum á brún og þá ekki síður þungur á bárunni, ef í harðbakkann sló, en samt mildur og ljúfur í allri hversdagslegri umgengni. Að vallarsýn var Páll með kempulegustu mönnum, og eigi síður búinn farsælum gáfum og mannkostum, sem lyfta mönnum yfir alla meðalmennsku. Ég er forsjóninni þakklátur fvrir að hafa kynnzt manni, eins og Páli Sólmundssyni, njóta trúnaðar hans og eiga hann að nánum samstarfsmanni og vini. Hvöss hafræna lék um kirkjugarðinn á Hóli í Bol- ungarvík, þegar sjómaðurinn Páll Sólmundsson var kvaddur. Sólin skein í heiði og birta var yfir byggð- inni allri. Og þó að hér væri gengið frá leiði aldraðs manns, var öllum hryggð í huga. í bili a. m. k. var op'ð skarð og ófyllt í brjóstvörn bolvíkskrar alþýðu. Hannibal Valdimarsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.