Vinnan - 01.05.1966, Side 39

Vinnan - 01.05.1966, Side 39
-------- i/innan --- 37 ANNÁLL SAMBANDSFÉLAGA I. LANDSFÉLÖG Hið íslenzka Prentaraféiag Hið íslenzka Prentarafélag er stofnað í Góðtemplarahúsinu í Reykjavík 4. apríl 1897. Á stofnfundinum mættu 12 prentarar. Þorvarður Þorvarðarson var kjör- inn fyrsti formaður félagsins, Þórð- ur Sigurðsson ritari og Friðfinnur Guðjónsson féhirðir. Það voru prentarar úr ísafoldar- prentsmiðju og Félagsprentsmiðj- unni, sem boðuðu til undirbúnings- fundarins að stofnun Prentarafé- lagsins. Lengst hefur verið formaður fé- lagsins Magnús H. Jónsson frá Lambhól, 18 ár samtals. Stjórn félagsins hefur aðsetur í Reykjavík, en starfssvið þess er landið allt. Þó að Hið íslenzka Prentarafé- lag sé elzt allra starfandi félaga íslenzkrar verkalýðshreyfingar, á það sér þó einnig nokkra forsögu. Réttum 11 árum fyrir stofnun þess mynduðu prentarar í Reykja- vík með sér fræðslu- og skemmti- félagið „Kvöldvakan“. Það gaf út handskrifað blað, „Kvöldstjörn- una“. Þetta eru fyrstu tilraunir til stéttarsamtaka. Félag þetta starfaði í eitt ár. En þá — 2. janúar 1887 — er stofn- að reglulegt stéttarfélag, og var það nefnt „Prentarafélagið.“ Um tilgang þess segir svo í 2. gr. félagslaga: „Aðaltilgangur félagsins er, með sameinuðum kröftum, að efla verk- lega þekkingu og menntun, sjálf- stæði og siðferðilegan þroska fé- lagsmanna, svo þeir geti orðið sem áreiðanlegastir, nýtastir og beztir starfsmenn, sjálfum sér og þjóð- félaginu til styrktar og heilla.“ Næst eru ákvæði um bókasafn og blað félagsins „Prentarann." Þetta félag starfaði um þriggja ára skeið, frá 1887—1890, en hætti þá störfum. Hið íslenzka Prentarafélag er eitt af sjö stofnfélögum Alþýðusam- bands íslands. Á fundi í H.Í.P. 9. marz 1916 er eftirfarandi frásögn: „Loks gat formaður þess, að stjórnin hefði skipað þá Jón Þórð- arson og Guðjón Einarsson til þess ásamt nefndum úr öðrum verka- lýðsfélögum hér í bænum að koma á sambandi milli félaganna, sam- Þorvarður Þorvarðarson kvæmt tilmælum frá Dagsbrúnar- félaginu . . . Hefði samvinnunefnd sú nú lokið störfum sínum, og væri árangurinn sambandslagafrumvarp það, er nú væri lagt fyrir þennan fund. . . . Jón Þórðarson las frv. til laga fyrir Alþýðusamband íslands og talaði nokkur orð því til skýringar.“ Frumvarpið var samþykkt, og voru síðan kosnir 2 fulltrúar á stofnþing sambandsins. Kosningu hlutu: Pétur Lárusson og Jón Baldvinsson. Varamenn voru Ágúst Jósefsson og Jón Þórðarson. Á fundi í Prentarafélaginu 24. nóvember 1916 voru kosnir fulltrú- ar á fyrsta reglulegt þing (eftir stofnþing) Alþýðusambandsins, þeir Jón Baldvinsson og Jón Þórð- arson. Margs er að sjálfsögðu að minn- ast úr langri sögu Hins íslenzka Prentarafélags. Árið 1899 verða fyrstu verkfalls- átök félagsins — einn dag í einni prentsmiðju — til viðurkenningar á reglum H.Í.P. um nemendatölu. Það er fyrst 1906, að fram næst fyrsti almenni kjarasamningur fé- lagsins við stærstu prentsmiðjurn- ar. Árið 1905 stofnuðu 20 prentarar Prentsmiðjuna Gutenberg, en stofnun hennar var svar þeirra við því, að prentsmiðjur synjuðu fé- laginu viðurkenningar og neituðu að gera við það kjarasamninga. Árið 1908 var samið um 9 stunda vinnudag — 1915 um þriggja daga sumarleyfi með fullu kaupi — 1920 er samið um 8 stunda vinnudag, frá áramótum 1920—1921 6 daga sumarleyfi og 6 veikindadaga með fullu kaupi. Þá varð fyrsta verkfall, sem fé- lagið háði sem heild, og stóð í 6 daga. í ársbyrjun 1923 varð vinnu- stöðvun frá 1. janúar til 15. febrúar. Þá höfðu atvinnurekendur krafizt 19% kauplækkunar og afnáms greiðslu fyrir veikindadaga og or- lof. Semja varð um nokkra kaup- lækkun, en mannréttindi héldust. Deilan varð félaginu mikil þolraun, en efldi innri styrk þess og baráttu- þrek. Önnur stórátök félagsins, og að þessu sinni við atvinnurekendur og ríkisvald, voru gerðardómsverkfall-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.