Vinnan - 01.05.1966, Blaðsíða 40
38
U
ntnan
Pétur Stefánsson
ið 1942. Það stóð frá 1. janúar til
9. febrúar, — þar af ólöglegt frá
8. janúar. Það hófst með samfloti
5 iðnfélaga og var upphaf þess, að
gerðardómslögin voru brotin niður.
Árið 1944 stranda samningar og
verkfall stendur í mánuð. Endalok:
Samningar um aukið sumarleyfi,
sem verið hafði 12 dagar — í 15 til
18 daga eftir starfsaldri. Það er
fyrsti árangur verkalýðsfélaga til
aukins orlofs umfram 12 daga.
Síðan hafa orðið mörg skemmri
verkföll og margir friðsamlegir
samningar gerðir stéttinni til hags-
bóta.
Vinnustundafjöldi á viku skv.
seinustu samningum er 43 stundir
að jafnaði yfir árið. Veikindadag-
ar eru 14.
Þeir prentarar, sem unnið hafa
15 ár eða lengur, hafa 24 orlofs-
daga. Öll yfirvinna greiðist með
100% álagi.
Einn merkasti þáttur í starfi
H.Í.P. er sjóðmyndanir og fjár-
málaaðgerðir til styrktar og þjón-
ustu við meðlimi sína. — Strax á
fyrsta ári félagsins, 18. ágúst 1897,
er sjúkrasamlag H.Í.P. stofnað með
20 aura vikugjaldi frá hverjum
samlagsmanni, auk 10 aura viku-
gjalds frá prentsmiðjueigendum
fyrir hvern félagsmann, sem hjá
þeim vann.
Árið 1900 er stofnaður atvinnu-
leysisstyrktarsjóður H.Í.P., og var
hann jafnframt verkfallssjóður.
Ellistyrktarsjóður er stofnaður
1929. — Þessir sjóðir eru nú starf-
andi á vegum félagsins: Félagssjóð-
ur, Fasteignasjóður, Framasjóður,
Tryggingasj óður, Styrktarsj óður,
Lánasjóður — og svo Lífeyrissjóð-
ur, sem er undir sameiginlegri
stjórn Prentarafélagsins og Félags
ísl. prentsmiðjueigenda.
Að lokum skal getið eins merk-
asta þáttar í innra starfi félags-
ins. Það er Félags- og orlofsheimili
prentara. Árið 1941 keypti félagið
húsið Hverfisgötu 21, aðallega fyrir
skrifstofur félagsins, en einnig til
að búa í haginn fyrir félagsheimili
stéttarinnar. Skrifstofan flutti
strax í húsið, tilraunir voru gerðar
til nokkurs menningarstarfs meðal
félagsmanna en Félagsheimilið í
núverandi mynd var opnað 1. maí
1956.
Sama árið, sem Prentarafélagið
keypti Hverfisgötu 21, keypti það
einnig jörðina Miðdal í Laugardal.
Sumarið 1942 stofnuðu nokkrir
prentarar samvinnufélag um bygg-
ingu 14 sumarbústaða i landi Mið-
dals. Var byggingaframkvæmdum
hraðað, og voru bústaðirnir teknir í
notkun um haustið. Nú eru þeir
orðnir 27 að tölu.
En auk þess hefur félagið látið
reisa þar orlofsheimili, vistlegt
mjög og vandað að allri gerð. Or-
lofsheimilið er 4 íbúðir, og komast
þar nú að á sumri hverju miklu
færri en vilja. Orlofsheimilið í
Laugardal var vígt og tekið í notk-
un árið 1961.
Félagsmenn H.Í.P. eru nú 378.
Núverandi stjórn Hins íslenzka
Prentarafélags skipa þessir menn:
Pétur Stefánsson, form., Jón Kr.
Ágústsson, Stefán Ögmundsson, Jón
Már Þorvaldsson, Pálmi A. Arason,
Ragnar Magnússon, Guðrún Þórð-
ardóttir.
í þessu húsi, Laugavegi 18, var
Bókbindarafélagið stofnað. Nú er
húsið horfið en á sama stað er
risið stórhýsi og í því hefur Alþýðu-
samband íslands nú aðsetur.
Lúðvík Jakobsson
Bókbindarafélag Tslands
Bókbindarafélag íslands (nafnið
var þá raunar Hið íslenzka bók-
bindarasveinafélag) var upphaflega
stofnað sunnudaginn 11. febrúar
1906 á heimili Péturs G. Guðmunds-
sonar, í kvistherbergi á norðurhlið
hússins nr. 18 við Laugaveg. Þetta
hús er nú horfið en annað komið í
staðinn, og eru þar nú heimkynni
A.S.Í.
Fyrstu stjórn félagsins skipuðu:
Lúðvík Jakobsson, formaður, Gísli
Guðmundsson, ritari og Þórður
Magnússon, gjaldkeri.
Aðalhvatamenn að stofnuninni
voru þeir Lúðvík Jakobsson og Pét-
ur G. Guðmundsson, en aðrir stofn-
endur voru Jónas Sveinsson, Gísli
Gíslason (Haukland), Runólfur
Guðjónsson, Jónas P. Magnússon,
Ingvar Þorsteinsson, Tómas Jó-
hannesson, Guðbjörn Guðbrands-
son, Páll Steingrímsson og Karel
Sveinsson (Kjarval).
Af þessum mönnum eru nú, 1966,
aðeins tveir á lífi: Gísli Gíslason
Haukland í Kaupmannahöfn og
Karel Sveinsson Kjarval í Chicago.
Þetta félag starfaði fram á árið
1911.
Þann 26. apríl 1915 var svo stofn-
að félag á ný. Að þessu sinni hét
það Bókbandssveinafélag Reykja-
vikur. Fyrstu stjórn þess skipuðu
Lúðvík Jakobsson, formaður, Björn
Bogason, ritari og Brynjólfur Kr.
Magnússon, gjaldkeri.
Þetta félag starfaði fram á árið
1922. Enn á ný var félag stofnað
15. febrúar 1934. Nú var nafnið
Bókbindarafélag Reykjavíkur, en
árið 1951 var því breytt í landsfélag
og hlaut nafnið Bókbindarafélag
íslands.