Vinnan - 01.05.1966, Side 40

Vinnan - 01.05.1966, Side 40
38 U ntnan Pétur Stefánsson ið 1942. Það stóð frá 1. janúar til 9. febrúar, — þar af ólöglegt frá 8. janúar. Það hófst með samfloti 5 iðnfélaga og var upphaf þess, að gerðardómslögin voru brotin niður. Árið 1944 stranda samningar og verkfall stendur í mánuð. Endalok: Samningar um aukið sumarleyfi, sem verið hafði 12 dagar — í 15 til 18 daga eftir starfsaldri. Það er fyrsti árangur verkalýðsfélaga til aukins orlofs umfram 12 daga. Síðan hafa orðið mörg skemmri verkföll og margir friðsamlegir samningar gerðir stéttinni til hags- bóta. Vinnustundafjöldi á viku skv. seinustu samningum er 43 stundir að jafnaði yfir árið. Veikindadag- ar eru 14. Þeir prentarar, sem unnið hafa 15 ár eða lengur, hafa 24 orlofs- daga. Öll yfirvinna greiðist með 100% álagi. Einn merkasti þáttur í starfi H.Í.P. er sjóðmyndanir og fjár- málaaðgerðir til styrktar og þjón- ustu við meðlimi sína. — Strax á fyrsta ári félagsins, 18. ágúst 1897, er sjúkrasamlag H.Í.P. stofnað með 20 aura vikugjaldi frá hverjum samlagsmanni, auk 10 aura viku- gjalds frá prentsmiðjueigendum fyrir hvern félagsmann, sem hjá þeim vann. Árið 1900 er stofnaður atvinnu- leysisstyrktarsjóður H.Í.P., og var hann jafnframt verkfallssjóður. Ellistyrktarsjóður er stofnaður 1929. — Þessir sjóðir eru nú starf- andi á vegum félagsins: Félagssjóð- ur, Fasteignasjóður, Framasjóður, Tryggingasj óður, Styrktarsj óður, Lánasjóður — og svo Lífeyrissjóð- ur, sem er undir sameiginlegri stjórn Prentarafélagsins og Félags ísl. prentsmiðjueigenda. Að lokum skal getið eins merk- asta þáttar í innra starfi félags- ins. Það er Félags- og orlofsheimili prentara. Árið 1941 keypti félagið húsið Hverfisgötu 21, aðallega fyrir skrifstofur félagsins, en einnig til að búa í haginn fyrir félagsheimili stéttarinnar. Skrifstofan flutti strax í húsið, tilraunir voru gerðar til nokkurs menningarstarfs meðal félagsmanna en Félagsheimilið í núverandi mynd var opnað 1. maí 1956. Sama árið, sem Prentarafélagið keypti Hverfisgötu 21, keypti það einnig jörðina Miðdal í Laugardal. Sumarið 1942 stofnuðu nokkrir prentarar samvinnufélag um bygg- ingu 14 sumarbústaða i landi Mið- dals. Var byggingaframkvæmdum hraðað, og voru bústaðirnir teknir í notkun um haustið. Nú eru þeir orðnir 27 að tölu. En auk þess hefur félagið látið reisa þar orlofsheimili, vistlegt mjög og vandað að allri gerð. Or- lofsheimilið er 4 íbúðir, og komast þar nú að á sumri hverju miklu færri en vilja. Orlofsheimilið í Laugardal var vígt og tekið í notk- un árið 1961. Félagsmenn H.Í.P. eru nú 378. Núverandi stjórn Hins íslenzka Prentarafélags skipa þessir menn: Pétur Stefánsson, form., Jón Kr. Ágústsson, Stefán Ögmundsson, Jón Már Þorvaldsson, Pálmi A. Arason, Ragnar Magnússon, Guðrún Þórð- ardóttir. í þessu húsi, Laugavegi 18, var Bókbindarafélagið stofnað. Nú er húsið horfið en á sama stað er risið stórhýsi og í því hefur Alþýðu- samband íslands nú aðsetur. Lúðvík Jakobsson Bókbindarafélag Tslands Bókbindarafélag íslands (nafnið var þá raunar Hið íslenzka bók- bindarasveinafélag) var upphaflega stofnað sunnudaginn 11. febrúar 1906 á heimili Péturs G. Guðmunds- sonar, í kvistherbergi á norðurhlið hússins nr. 18 við Laugaveg. Þetta hús er nú horfið en annað komið í staðinn, og eru þar nú heimkynni A.S.Í. Fyrstu stjórn félagsins skipuðu: Lúðvík Jakobsson, formaður, Gísli Guðmundsson, ritari og Þórður Magnússon, gjaldkeri. Aðalhvatamenn að stofnuninni voru þeir Lúðvík Jakobsson og Pét- ur G. Guðmundsson, en aðrir stofn- endur voru Jónas Sveinsson, Gísli Gíslason (Haukland), Runólfur Guðjónsson, Jónas P. Magnússon, Ingvar Þorsteinsson, Tómas Jó- hannesson, Guðbjörn Guðbrands- son, Páll Steingrímsson og Karel Sveinsson (Kjarval). Af þessum mönnum eru nú, 1966, aðeins tveir á lífi: Gísli Gíslason Haukland í Kaupmannahöfn og Karel Sveinsson Kjarval í Chicago. Þetta félag starfaði fram á árið 1911. Þann 26. apríl 1915 var svo stofn- að félag á ný. Að þessu sinni hét það Bókbandssveinafélag Reykja- vikur. Fyrstu stjórn þess skipuðu Lúðvík Jakobsson, formaður, Björn Bogason, ritari og Brynjólfur Kr. Magnússon, gjaldkeri. Þetta félag starfaði fram á árið 1922. Enn á ný var félag stofnað 15. febrúar 1934. Nú var nafnið Bókbindarafélag Reykjavíkur, en árið 1951 var því breytt í landsfélag og hlaut nafnið Bókbindarafélag íslands.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.