Vinnan - 01.05.1966, Side 42
i/innan
Svavar Gests
Theódór Árnason, ritari og Guð-
laugur Magnússon gjaldkeri.
Fjórtán hljómlistarmenn gengu
í félagið við stofnun þess. Bjarni
Böðvarsson var lengst formaður fé-
lagsins. Félagssvæðið er landið allt.
Félagið gekk í A.S.Í. árið 1935.
B!æstu tindar í sögu félagsins eru
þeir, að skömmu fyrir 1940 náðist
samvinna við atvinnurekendur um
að útlendingum yrði fækkað í
hljómsveitum í Reykjavík, en þeir
höfðu lengi vel verið í meirihluta.
— Leiddi þetta síðan til þess, að
erlendir hljómlistarmenn hurfu
alveg úr starfi, og tók vegur fé-
lagsins að vaxa úr því.
Síðan var það, árið 1961, að loks-
ins náðist samkomulag við at-
vinnurekendur, þar sem samkomu-
lag tókst milli félags atvinnurek-
enda og F.Í.H. um kjarasamninga,
en fram að þeim tíma hafði félag-
ið ætíð auglýst kauptaxta.
Sumarið 1965 keypti svo félagið
ásamt sjö öðrum verkalýðsfélögum
húsnæði undir funda- og félags-
starfsemi og væntir mikils af slíku
húsnæði, varðandi aukið félagslíf
og virkari þátttöku félagsmanna í
félagsstarfseminni.
Félagið er meðlimur í Sambandi
norrænna hlj ómlistarmanna og
Alþjóðasambandi hljómlistar-
manna.
í félaginu eru nú um 185 félags-
menn.
Núverandi stjórn þess skipa
Svavar Gests, formaður, Guðmund-
ur Finnbj örnsson, Sverrir Garðars-
son, Hafliði Jónsson og Guðjón
Pálsson.
Eiríkur Gröndal
Félag bifvélavirkja
Félagið er stofnað 17. janúar
1935 í KR-húsinu við Vonarstræti.
Fyrsti formaður þess var Eirík-
ur Gröndal og með honum í fyrstu
stjórn Óskar Kristjánsson og
Nicolai Þorsteinsson.
Að stofnun félagsins stóðu laus-
leg samtök þeirra, sem unnu að
bifreiðaviðgerðum í bænum. Urðu
stofnendur um 40 talsins.
Lengst allra hefur Valdimar
Leonhardsson verið formaður fé-
lagsins, eða um 20 ára skeið.
í félaginu geta verið bifvélavirkj -
ar, hvar sem er á landinu, þar sem
ekki eru starfandi félög bifvéla-
virkja. — Félagið er því' landsfélag.
í A.S.Í. gekk félagið árið 1937.
Valdimar Leonhardsson
í upphafi voru bæði sveinar og
meistarar í félaginu. En 19. febr-
úar 1937 var samþykkt breyting á
lögum félagsins, og eftir það geta
þeir ekki verið í félaginu, sem veita
öðrum atvinnu í bifvélavirkjun.
í maí þá um vorið gekk félagið
í Alþýðusamband íslands og náði
fyrstu samningum eftir 5 vikna
verkfall.
í janúarlok 1939 er stofnaður
Styrktarsjóður Félags bifvélavirkja.
Næstu árin er unnið að áframhald-
andi uppbyggingu félagsins og
nokkrum sinnum gerðir nýir samn-
ingar um kaup og kjör.
Árið 1949 lendir félagið í sjötíu
og tveggja daga verkfalli. Félags-
menn stóðu vel saman og náðu góð-
um samningum að lokum.
Á þessu ári er veittur fyrsti
styrkur úr Styrktarsjóði félagsins.
Á árinu 1955 er samið um, að 1%
af kaupi bifvélavirkja skuli renna
í Styrktarsjóð félagsins, og varð
það sjóðnum mjög til eflingar. Tók
sjóðurinn þá að lána félagsmönn-
um til íbúðabygginga.
Eftirlaunasjóður félagsins var
stofnaður 25. febrúar 1958.
Félag bifvélavirkja er stofnandi
að Málm- og skipasmíðasambandi
íslands og hefur hin síðari ár haft
mjög náið samstarf við aðildarfélög
þess, einkum um kaup og kjör.
Félagsmenn eru 170 að tölu.
Núverandi stjórn félagsins skipa:
Sigurgestur Guðjónsson, formað-
ur, Karl Árnason, Kristinn Her-
mannsson, Eyjólfur Tómasson,
Gunnar Adólfsson.
Sigurgestur Guðjónsson