Vinnan - 01.05.1966, Blaðsíða 47
winnan
Óskar Steindórsson
opinbera um starfsréttindi sýning-
armanna við kvikmyndahús, en
slíkar reglur voru þá engar til.
Þetta kostaði mikla vinnu, þolin-
mæði og tíma, en tókst að lokum
með setningu reglugerðar um þetta
efni frá 12. marz 1947.
Annað mál var lagfæring á kjara-
málum félagsmanna. Enginn samn-
ingur eða fastur kauptaxti var til
um starf þetta, og kaup manna
því ærið misjafnt. Nokkur lag-
færing á þessu fékkst, er félagið
auglýsti kauptaxta árið 1948.
En það var þó ekki fyrr en fé-
lagið hafði gengið í Alþýðusam-
bandið 1952, að einhver skriður
komst á málið. En þar reyndist við
ramman reip að draga, eins og
sennilega er oftast við fyrstu samn-
ingagjörð. Loks í ársbyrjun 1955,
er félagið var að verða 10 ára, var
fyrsti kaup- og kjarasamningurinn
við Félag kvikmyndahúsaeigenda i
Reykjavík undirritaður.
Síðan hefur þetta yfirleitt geng-
ið vel og félagið náð viðunandi
samningum án átaka.
Samningurinn, sem gerður hefur
verið við kvikmyndahúsaeigendur í
Reykjavík hefur svo verið auglýst-
ur sem kauptaxti félagsins um land
allt, og hafa félagsmenn F.S.K.
úti á landi fengið laun sín greidd
skv. honum.
Félagsmenn eru nú um 80.
Núverandi stjórn félagsins skipa:
Óskar Steindórsson, form., Stefán
H. Jónsson, Róbert Bjarnason, Agn-
ar Einarsson og Gísli Ágústsson.
Flugfreyjufélag íslands
Félagið er stofnað 30. desember
árið 1954 að Laugavegi 33 í Reykja-
vík.
Fyrsti formaður félagsins var
Andrea Þorleifsdóttir.
Aðrar í fyrstu félagsstjórninni
með henni voru þessar:
Andrea Þorleifsdóttir
Guðrún Steingrímsdóttir gjald-
keri, Ragnheiður Gröndal ritari,
Edda Snæhólm varam. í stjórn.
Stofnendur voru allt starfandi
flugfreyjur hjá Loftleiðum, nefni-
lega þessar:
Hólmfríður Mekkinósdóttir, Sig-
ríður Gestsdóttir, Guðrún Stein-
grímsdóttir, Andrea Þorleifsdóttir,
Erna Hjaltalín.
Lengst hefur Andrea Þorleifs-
dóttir verið formaður félagsins.
Félagssvæðið er samkvæmt á-
kvæðum félagslaga lögsagnarum-
dæmi Reykjavíkur.
Miðstjórn samþykkti á fundi sín-
um þ. 21. febrúar 1957 að taka fé-
lagið í Alþýðusambandið.
í félaginu eru nú um 175 flug-
freyjur.
Núverandi félagsstjórn er þann-
ig skipuð:
Guðrún Ólafsdóttir, form., Unn-
ur Ólafsdóttir og Ása Hjartardóttir.
Guðrún Ólafsdóttir
II. STAÐBUNDIN FÉLÖG
Verkamannafélagið Dagsbrún
Verkamannafélagið Dagsbrún er
stofnað 26. janúar 1906 í Bárubúð
við Vonarstræti.
Ekki er vitað, hve margir sóttu
stoínfundinn, en við eina atkvæða-
greiðslu komu fram 240 atkvæði.
Þessi fundur samþykkti félags-
lög og kaus fyrstu félagsstjórn. Hún
var þannig skipuð:
Sigurður Sigurðsson búfræðing-
ur, formaður, Ólafur Jónsson bú-
fræðingur, ritari, Þorleifur Þorleifs-
son verkamaður, féhirðir, Runólf-
ur Þórðarson verkamaður fjármála-
ritari, Árni Jónsson verkamaður
dróttseti.
Hver verið hafi fyrsti hvatamað-
ur að stofnun félagsins er ekki
kunnugt. En fyrsti forsprakki eða
framkvæmdamaður að stofnun
Dagsbrúnar var Árni Jónsson
verkamaður, Holtsgötu 2. — Um
undirbúningsfund félagsstofnunar
segir svo í gerðabók Dagsbrúnar:
„Ár 1905, hinn 28. desember, var
fundur settur og haldinn sam-
kvæmt fundarboði frá Árna Jóns-
syni tómthúsmanni, Holtsgötu 2
og fleirum, í pakkhúsi Jóns Magn-
ússonar frá Skuld (síðar yfirfiski-
matsmanns), til að ræða um fé-
lagsskap og samtök meðal verka-
manna í Reykjavík. Fundarstjóri
var kosinn Sigurður Sigurðsson bú-