Vinnan - 01.05.1966, Side 48

Vinnan - 01.05.1966, Side 48
Sigurður Sigurðsson fræðingur og skrifari Runólfur Þórðarson Mýrargötu 3. — Fundar- menn voru 36 að tölu.“ Síðar segir: „Fundarstjóri hélt stuttan fyrirlestur um verka- mannasamtök í öðrum löndum og um þýðingu þess félagsskapar bæði fyrir þá og mannfélagið í heild sinni. Tillaga var samþykkt um félags- stofnun. Síðan kosin 5 manna nefnd til að semja frumvarp til laga fyrir hið fyrirhugaða félag og gefa því nafn. Næsti undirbúningsfundur er haldinn í Bárubúð 3. janúar 1906. Nefndin hefur þá ekki lokið störf- um, en leggur fram stofnskrá fyrir hið væntanlega félag, er hún hefur komið sér saman um að nefna „Verkamannafélagið Dagsbrún." Stofnskráin, sem þessi fundur gekk frá, er svohljóðandi: „Vér, sem ritum nöfn vor hér undir, ákveðum hér með að stofna félag með oss, er vér nefnum „Verkamannafélagið Dagsbrún.“ Mark og mið þessa félags vors á að vera: 1. Að styrkja og efla hag og at- vinnu félagsmanna. 2. Að koma á betra skipulagi að því er alla daglaunavinnu snertir. 3. Að takmarka vinnu á öllum sunnu- og helgidögum. 4. Að auka menningu og bróður- legan samhug innan félagsins. 5. Að styrkja þá félagsmenn eft- ir megni, sem verða fyrir slysum eða öðrum óhöppum." Stofnskrá þessi er með eigin- handar undirskriftum 384 manna, er hana höfðu undirritað, áður en ---------- i/imian -------------- hinn reglulegi stofnfundur var haldinn. Teljast þeir stofnendur félagsins. Hefur skráin varðveitzt ósködduð og er því hið mesta merk- isplagg. Strax á stofnfundinum 26. janú- ar 1906 voru gerðar samþykktir um kaupgjald og vinnutíma. Sam- þykkt voru svokölluð „aukalög“ með ákvæðum um kaupgjald, vinnutíma og önnur vinnuskilyrði. Vinnutíminn var frá kl. 6—6. Kaup að vetrinum 25 au. á tímann, en 30 au. á sumrin. Um þessar mundir voru fram- kvæmdir að hefjast við Reykja- víkurhöfn. Krafðst danskur verk- stjóri þess, að vinnutíminn yrði lengdur um 2 stundir. Kom þá til verkfalls við hafnargerðina. Dags- brún hafði sitt fram og náði skrif- legum samningum. Þar með hafði félagið fengið fulla viðurkenningu. Lengst hafa verið formenn Dags- brúnar Héðinn Valdemarsson í 15 ár og Sigurður Guðnason í 12 ár. Félagssvæði Dagsbrúnar er Reykjavík, Seltjarnarneshreppur og Kópavogskaupstaður. Haustið 1915 sneri Dagsbrún sér til nokkurra stéttarfélaga í Reykja- vík og Hafnarfirði og bað þau að tilnefna hvert um sig tvo menn í nefnd til undirbúnings sambands- stofnunar verkalýðsfélaganna. Þau brugðust vel við þessum tilmælum, og undirbjó nefndin stofnþing Al- þýðusambandsins, er saman kom 12. marz 1916. Dagsbrún hafði því frumkvæði að stofnun Alþýðusambands ís- lands. Þjóðkunnugt er það forustuhlut- verk, sem Dagsbrún hefur haft á hendi í verkalýðshreyfingunni og verður það ekki hér rakið. Héðinn Valdemarsson Eðvarð Sigurðsson Félagsmenn eru nú rúmlega 3500 að tölu. Núverandi stjórn Dagsbrúnar skipa þessir menn: Eðvarð Sigurðsson formaður, Guðmundur J. Guðmundsson vara- form., Tryggvi Emilsson, Halldór Björnsson, Kristján Jóhannsson, Tómas Sigurþórsson og Hannes M. Stephensen. Verkamannafélagið Hlíí Verkamannafélagið Hlíf er stofn- að í byrjun árs 1907 í Góðtemplara- húsinu í Hafnarfirði, en um stofn- dag er ekki vitað. Fyrsti formaður félagsins var ísak Bjarnason á Óseyri, en ekki er örugg vissa um aðra stjórnar- menn, þar eð fyrsta gjörðabók fé- lagsins glataðist fyrir 35 árum. Vitað er, að Jóhann Tómasson, Jón Þórðarson og Gunnlaugur Hildibrandsson áttu mikinn hlut að stofnun félagsins og starfi þess fyrstu árin. Lengst allra hefur Hermann Guðmundsson verið formaður fé- lagsins. Félagssvæði Hlífar er lögsagn- arumdæmi Hafnarfjarðar, Garða- hreppur og Bessastaðahreppur. Verkamannafélagið Hlif er eitt af sjö stofnfélögum Alþýðusam- bands íslands. Hlíf tekur þannig þátt í stofnun A.S.Í. 12. marz 1916. Félagið hóf snemma útgáfu handskrifaðs blaðs, er „Hjálmur“ hét. Það hefur verið gefið út prent- að á seinni árum. Árið 1914 hóf Hlíf útgerð til atvinnuaukningar í samvinnu við þrjá einstaklinga, og keypti þil-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.