Vinnan - 01.05.1966, Page 51
inntin
Sverrir Gunnarsson
Þegar Baldur er stofnaður, er
dagkaup verkamanna 3 krónur fyr-
ir 12—14 stunda vinnu.
Félagið lætur kaupgjaldsmálin
liggja um sinn, ræðir um bjargræð-
is- og mannúðarmál, sjúkra- og
slysatryggingar og stofnar sjúkra-
sjóð. Þvínæst tekur það fyrir stytt-
ingu vinnudagsins og fær að lok-
um viðurkenndan 10 tíma vinnu-
dag.
Vorið 1921 gera atvinnurekendur
tilraun til að lækka kaupið. Þeirri
árás er hrundið. En ekki fæst þó
nema munnlegur samningur. „Orð
eru orð — og menn eru menn“,
sagði aðalatvinnurekandinn. En
hvort tveggja brást. Samningurinn
var svikinn. Atvinnurekendur kváð-
ust mundu hækka eða lækka kaup-
ið eins og þeim sýndist, án þess
að spyrja verkalýðsfélagið um slíkt.
Tuttugu og fimm verkamenn voru
settir á svartan lista. Skyldu þeir
hvergi fá vinnu. Neyddust sumir
verkamenn til að skrifa undir
skuldbindingu um að segja sig úr
félaginu, til þess að fá vinnu.
Heilsutæpur verkamaður sendi úr-
sögn og félagsgjaldið. Bað um, að
úrsögnin yrði lesin á fundi, en
jafnframt bað hann formann að
strika ekki nafn sitt úr bókum fé-
lagsins. Þá var hætt að lýsa úr-
sögnum á félagsfundum. Var fé-
lagið þannig orðið einskonar leyni-
félag. Félagið háði langa og harða
baráttu fyrir tilveru sinni. Árið
1926 lagði það til höfuðorustu og
sigraði. Atvinnurekendur höfðu
auglýst mikla kauplækkun. Þá
hófst eitt harðasta verkfall, sem
íslenzkur verkalýður hafði háð
fram að þeim tíma. Því lauk þann-
ig, að nokkur kauphækkun fékkst
fram, skriflegur samningur var
gerður, og félagið þannig að fullu
viðurkennt, sem samningsaðili. Sú
barátta hafði tekið 10 ár.
Nú var Baldur orðið sterkt félag.
Samt varð það hvað eftir annað að
beita verkfallsvopninu. Þannig fór
1930, 1931, 1932 og 1934. En eftir
það fór að kyrrast um. Félagið var
búið að kenna atvinnurekendum
betri siði.
Eins og fyrr getur, komu konurn-
ar í félagið 1924. Næsta ár ósk-
uðu bílstjórar að mynda deild í fé-
laginu. Stúlkur á klæðskeraverk-
stæðum mynduðu deildina Dyngju
árið 1941. Síðar á sama ári óskuðu
stúlkur á sjúkrahúsinu og elliheim-
ilinu að mynda deild í Baldri. Var
þá stofnuð starfsstúlknadeildin
Sjöfn, og árið 1945 gengu neta- og
nótavinnumenn í félagið og höfðu
sína sérstöku deild, er nefndist
Dröfn.
Félagið varð þannig samtaka-
heild flestra starfsstétta í bænum
og gerði, auk hinna almennu kjara-
samninga, jafnframt samninga
fyrir allar deildirnar.
Fjöldi framfara- og nytjamála
bæjarfélagsins hafa verið reifuð á
Baldursfundum og ýtt þaðan úr
vör. Meðal slíkra mála má nefna
stofnun útgerðarfélaganna, Sam-
vinnufélags ísfirðinga og Njarðar.
Myndarlegt átak gerði félagið, er
það hafði forustu um byggingu Al-
þýðuhúss ísfirðinga.
Baldur hafði forustu um stofn-
un Alþýðusambands Vestfjarða, og
ýmis verkalýðsfélög beitti það sér
fyrir að stofna. Má þar nefna
Verkalýðsfélög Hnífsdælinga, Bol-
víkinga, Patreksfjarðar, Álftfirð-
inga, Súganda á Suðureyri, Skjöld
á Flateyri og Verkalýðsfélag Sléttu-
hrepps.
Þess er rétt að geta hér, að árið
1906 var stofnað verkamannafélag
á ísafirði. Formaður þess var Ólaf-
ur Ólafsson. Því var fljótlega á
kné komið af kaupmannavaldinu.
Félagsmenn eru nú um 370 að
tölu.
Núverandi stjórn Baldurs skipa
þessir menn:
Sverrir Guðmundsson, formaður,
Pétur Pétursson, Guðmundur Eð-
varðsson, Jón Magnússon, Sigurð-
ur Jóhannsson.
Valgeir Guðbjartsson
Verkamannafélagið „Árvakur",
Eskifirði
Félagið er stofnað haustið 1916.
Fyrsti formaður þess var Val-
geir Guðbjartsson.
Aðrir í stjórn voru: Jón Kr. Aust-
fjörð, Þórarinn Jóhannesson,
Bjarni Kemp og Helgi Þorláksson.
Skömmu eftir aldamótin stofnaði
Jón Kr. Jónsson, sem verið hafði í
Noregi, verkalýðsfélag á Eskifirði,
mætti það mikilli mótstöðu kaup-
manna og varð ekki langlíft.
Einn þeirra, sem á fyrstu árum
„Árvakurs“ var formaður félags-
ins, er Richard Beck prófessor.
Lengst allra hefur verið formað-
ur félagsins Arnfinnur Jónsson
skólastjóri, og á hann þar mikla
og góða sögu.
Félagssvæðið er Eskifjarðar-
hreppur.
Félagið gekk í Alþýðusamband
íslands 11. apríl 1917.
Árvakur hefur lengstum látið
flest framfaramál Eskfirðinga til
sín taka.
Árið 1917 stofnaði félagið kaup-
félag, hlaut það nafnið Kaupfélag
verkamanna. Starfaði það í tvö ár.
Þá átti félagið þátt í stofnun
togarafélagsins Andra, og árið 1932
hafði félagið forgöngu um stofnun
Samvinnufélagsins „Kakali“, er
gerði út þrjá 17 tonna báta og
einn 48 tonna.
Félagið bar nokkrum sinnum
fram lista við hreppsnefndarkosn-
ingar og tvisvar lýsti félagið yfir
stuðningi við pólitíska flokka í al-