Vinnan - 01.05.1966, Qupperneq 52
50
u
innan
Alfreð Guðnason
þingiskosningum, þ. e. við Fram-
sóknarflokkinn 1923 og við Alþýðu-
flokkinn 1927.
Bókasafn stofnaði Árvakur líka
og starfrækti það um margra ára
skeið.
Árið 1925 lenti félagið í mjög
langvinnu og hörðu verkfalli. Lauk
því með fullum sigri félagsins. Þá
var formaður Jón Jónsson frá Bár.
Síðari árin hefur félagið að mestu
helgað sig launabaráttunni, oft á
eigin spýtur, en nú um sinn oftast
í samfljoti með Alþýðusambandi
Austurlands, og tvö s.l. ár undir
merkjum fjórðungssambandanna
norðan og austan sameiginlega.
Félagsmenn eru nú um 170 tals-
ins.
Núverandi félagsstjórn skipa:
Alfreð Guðnason formaður, Hall-
dór Friðriksson, Óskar Snædal og
Viggó Loftsson.
Sjómannaféiag ísfirðinga
Það er stofnað 5. febrúar árið
1916 á „Norðurpólnum“ á ísafirði.
Fyrsti formaður var kjörinn Ei-
ríkur Einarsson. En með honum
voru í stjórninni Sigurgeir Sig-
urðsson varaformaður, Jón Björn
Elíasson ritari og Jónas Sveinsson
gjaldkeri.
Eiríkur Einarsson mun hafa haft
aðalforgöngu að stofnun félagsins,
og var hann fundarstjóri á stofn-
fundi.
í fyrstu hét félagið Hásetafélag
ísfirðinga, en því var breytt á fundi
23. október 1921 í núverandi heiti.
Á stofnfundi gengu í félagið 75
manns og á framhaldsstofnfundi
bættust við 34. Urðu stofnendur
þannig 109, svo félagið fór vel af
stað.
Lengst hefur verið formaður Jón
H. Guðmundsson.
Félagssvæðið er ísafjarðarkaup-
staður.
Félagið sótti um upptöku í Al-
þýðusambandið 19. nóvember 1921,
en aðrar heimildir segja að félag-
ið hafi gengið í A.S.Í. 18. febrúar
1924.
Félagið kaus strax samninga-
nefnd um kjör sjómanna (10. febr.
1916) og voru í henni auk for-
manns, Jón Björn Elíasson, Guð-
mundur Salómonsson og Stefán
Bj arnason.
Félagið hefur ekki einskorðað
sig við kjarabaráttuna eina fyrir
sjómenn í þrengri merkingu, held-
ur hefur það haft víðtæk afskipti
af ýmsum framfaramálum bæjar-
ins, er vörðuðu hag sj ómannastétt-
arinnar. Má þar til nefna stofn-
un Samvinnufélags ísfirðinga, er á
skömmum tíma kom upp flota 7
glæsilegra fiskiskipa. — Kom Ei-
rikur Einarsson þar mjög við sögu.
Þá var Sjómannafélag ísfirðinga
undir forustu Eiríks Finnbogason-
ar annar aðalaðilinn að byggingu
Alþýðuhússins, og eins átti Sjó-
mannafélagið góðan þátt í bygg-
ingu Sundhallarinnar. Mörg fleiri
mál mætti nefna.
Félagið átti á sínum tíma góðan
Eiríkur Einarsson
Guðjón Jóhannesson
þátt í því að koma á heildarsamn-
ingum um sjómannakjör fyrir alla
Vestfirði, en það mál var leyst
undir forustu Alþýðusambands
Vestfjarða.
Félagsmenn eru nú um 175.
Núverandi stjórn félagsins skipa:
Guðjón Jóhannesson, formaður,
Gunnar P. Ólason, Bjarni L. Gests-
son, Jens Markússon, Bjarni Hans-
son og Sigurjón Veturliðason.
Verkamannafélagið Báran,
Eyrarbakka
Báran á Eyrarbakka er stofn-
uð 14. febrúar árið 1904 í samkomu-
húsinu Fjölni á Eyrarbakka.
Fyrsti formaður félagsins var
Sigurður Þorsteinsson frá Flóa-
gafli (Hann var svili Sigurðar
regluboða).
Ekki er nú vitað nákvæmlega um
hverjir skipuðu fyrstu stjórnina að
öðru leyti, þar eð gjörðabækur fé-
lagsins eru glataðar. En strax á
fyrstu árunum koma þeir Einar
Jónsson í Túni á Eyrarbakka,
Kristján Guðmundsson og Bjarni
Eggertsson fram í fyrstu víglínu
og áttu sinn mikla þátt í að gera
Báruna að traustum öldubrjót, sem
veitti kaupmannavaldinu öruggt
viðnám. Þessir menn gerðu Báruna
að styrku afli á Eyrarbakka og
leiddu kröfur verkamanna ótrauð-
ir fram til sigurs.
Aðalhvatamaður að stofnun fé-
lagsins var Sigurður Eiríksson
regluboði, faðir Sigurgeirs biskups.
Ekki verður nú örugglega fullyrt,