Vinnan - 01.05.1966, Síða 52

Vinnan - 01.05.1966, Síða 52
50 u innan Alfreð Guðnason þingiskosningum, þ. e. við Fram- sóknarflokkinn 1923 og við Alþýðu- flokkinn 1927. Bókasafn stofnaði Árvakur líka og starfrækti það um margra ára skeið. Árið 1925 lenti félagið í mjög langvinnu og hörðu verkfalli. Lauk því með fullum sigri félagsins. Þá var formaður Jón Jónsson frá Bár. Síðari árin hefur félagið að mestu helgað sig launabaráttunni, oft á eigin spýtur, en nú um sinn oftast í samfljoti með Alþýðusambandi Austurlands, og tvö s.l. ár undir merkjum fjórðungssambandanna norðan og austan sameiginlega. Félagsmenn eru nú um 170 tals- ins. Núverandi félagsstjórn skipa: Alfreð Guðnason formaður, Hall- dór Friðriksson, Óskar Snædal og Viggó Loftsson. Sjómannaféiag ísfirðinga Það er stofnað 5. febrúar árið 1916 á „Norðurpólnum“ á ísafirði. Fyrsti formaður var kjörinn Ei- ríkur Einarsson. En með honum voru í stjórninni Sigurgeir Sig- urðsson varaformaður, Jón Björn Elíasson ritari og Jónas Sveinsson gjaldkeri. Eiríkur Einarsson mun hafa haft aðalforgöngu að stofnun félagsins, og var hann fundarstjóri á stofn- fundi. í fyrstu hét félagið Hásetafélag ísfirðinga, en því var breytt á fundi 23. október 1921 í núverandi heiti. Á stofnfundi gengu í félagið 75 manns og á framhaldsstofnfundi bættust við 34. Urðu stofnendur þannig 109, svo félagið fór vel af stað. Lengst hefur verið formaður Jón H. Guðmundsson. Félagssvæðið er ísafjarðarkaup- staður. Félagið sótti um upptöku í Al- þýðusambandið 19. nóvember 1921, en aðrar heimildir segja að félag- ið hafi gengið í A.S.Í. 18. febrúar 1924. Félagið kaus strax samninga- nefnd um kjör sjómanna (10. febr. 1916) og voru í henni auk for- manns, Jón Björn Elíasson, Guð- mundur Salómonsson og Stefán Bj arnason. Félagið hefur ekki einskorðað sig við kjarabaráttuna eina fyrir sjómenn í þrengri merkingu, held- ur hefur það haft víðtæk afskipti af ýmsum framfaramálum bæjar- ins, er vörðuðu hag sj ómannastétt- arinnar. Má þar til nefna stofn- un Samvinnufélags ísfirðinga, er á skömmum tíma kom upp flota 7 glæsilegra fiskiskipa. — Kom Ei- rikur Einarsson þar mjög við sögu. Þá var Sjómannafélag ísfirðinga undir forustu Eiríks Finnbogason- ar annar aðalaðilinn að byggingu Alþýðuhússins, og eins átti Sjó- mannafélagið góðan þátt í bygg- ingu Sundhallarinnar. Mörg fleiri mál mætti nefna. Félagið átti á sínum tíma góðan Eiríkur Einarsson Guðjón Jóhannesson þátt í því að koma á heildarsamn- ingum um sjómannakjör fyrir alla Vestfirði, en það mál var leyst undir forustu Alþýðusambands Vestfjarða. Félagsmenn eru nú um 175. Núverandi stjórn félagsins skipa: Guðjón Jóhannesson, formaður, Gunnar P. Ólason, Bjarni L. Gests- son, Jens Markússon, Bjarni Hans- son og Sigurjón Veturliðason. Verkamannafélagið Báran, Eyrarbakka Báran á Eyrarbakka er stofn- uð 14. febrúar árið 1904 í samkomu- húsinu Fjölni á Eyrarbakka. Fyrsti formaður félagsins var Sigurður Þorsteinsson frá Flóa- gafli (Hann var svili Sigurðar regluboða). Ekki er nú vitað nákvæmlega um hverjir skipuðu fyrstu stjórnina að öðru leyti, þar eð gjörðabækur fé- lagsins eru glataðar. En strax á fyrstu árunum koma þeir Einar Jónsson í Túni á Eyrarbakka, Kristján Guðmundsson og Bjarni Eggertsson fram í fyrstu víglínu og áttu sinn mikla þátt í að gera Báruna að traustum öldubrjót, sem veitti kaupmannavaldinu öruggt viðnám. Þessir menn gerðu Báruna að styrku afli á Eyrarbakka og leiddu kröfur verkamanna ótrauð- ir fram til sigurs. Aðalhvatamaður að stofnun fé- lagsins var Sigurður Eiríksson regluboði, faðir Sigurgeirs biskups. Ekki verður nú örugglega fullyrt,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Vinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.