Vinnan - 01.05.1966, Qupperneq 53
Sigurður Þorsteinsson
hver lengst hafi verið formaður
Bárunnar, en líkur eru til, að það
séu þeir Einar Jónsson r Túni og
Kristján Guðmundsson. Þeir eiga
báðir mikla og góða sögu sem for-
ustumenn Bárunnar.
Félagssvæðið er og hefur alltaf
verið Eyrarbakkahreppur.
Talið er víst, að Báran hafi geng-
ið í Alþýðusambandið á fyrsta eða
öðru ári eftir stofnun þess (1916
eða 1917).
Bárufélögin eru sem kunnugt er
sjómannafélög og áttu sitt blóma-
skeið um aldamótin. Þau störfuðu
í Reykjavík, Hafnarfirði, suður í
Garði, á Akranesi og svo á Eyrar-
bakka og Stokkseyri. — Er Báran á
Eyrarbakka einasta Bárufélagið
sem nú starfar — og hefur starf-
Andrés Jónsson
U
innan
að óslitið frá stofndegi í ársbyrj-
un 1904.
Félagsmenn eru nú rúmlega 100
talsins.
Núverandi stjórn skipa:
Andrés Jónsson formaður, Óskar
Magnússon, Guðrún Ó. Thoraren-
sen og Benedikt Bjarnason.
VerkalýSs- og sjómannafélagið
Bjarmi, Stokkseyri
Það er stofnað 12. febrúar árið
1904 í Góðtemplarahúsinu á Stokks-
eyri. — Stofnendur voru 36.
Fyrsti formaður félagsins var Jón
Adólfsson, og voru með honum í
stjórn Ásgrímur Jónsson ritari og
Guðni Árnason gjaldkeri. — Ár-
gjald var á stofnfundi ákveðið 50
aurar.
Aðalhvatamaður og stofnandi
var Sigurður Eiriksson regluboði,
faðir herra Sigurgeirs biskups.
Formaður félagsins lengst allra
hefur verið Björgvin Sigurðsson
eða í 31 ár (1965). Hann er einnig
formaður Fulltrúaráðs verkalýðs-
félaganna í Árnessýslu.
Félagssvæðið er Stokkseyrar-,
Gaulverjabæjar- og Villingaholts-
hreppar.
í Alþýðusambandið gekk félagið
árið 1922.
Kaupgjalds- og atvinnumál hafa
auðvitað verið höfuðviðfangsefni
félagsins fyrr og síðar.
Fyrsti kauptaxti félagsins er frá
8. febr. 1905 og var þannig:
Frá 1. apríl til 1. júlí 20 au. á
klst. f. karla og 15 au. f. konur.
Frá 1. júlí til 10. sept. lægst 30
au. á klst. f. karla og 20 au. f. kon-
ur.
Frá 10. sept. til ársloka skal
kaupið vera 20 au. á klst. í út- og
uppskipun, en við aðra vinnu 15
au. — Öll vinnulaun skal borga í
peningum.
Samþykkt var „að skrúfa upp“
kaupið um 5 au. þegar unnið væri
að nóttu — frá kl. 9 til 6 að morgni,
einnig 5 au. hækkun í sunnudaga-
vinnu.
Pöntunarfélag rak félagið lengi
og starfaði það með miklum blóma.
Varð það undirstaða þess myndar-
lega verzlunarrekstrar, sem K.Á.
rekur nú á Stokkseyri. Jafnan hef-
ur félagið ýtt rösklega á eftir for-
ráðamönnum sveitarfélagsins um
ýmsar verklegar framkvæmdir, svo
sem vegagerð, lendingabætur, hol-
ræsagerð, eflingu útgerðar o. fl.
51
Jón Adólfsson
Stundum hafði félagið forustu í
slíkum málum, svo sem um stofn-
un Samvinnufélags, er keypti þrjá
nýja báta 1933.
í menningarmálum má nefna
forustu félagsins 1910 um að koma
á heilbrigðisnefnd í þorpinu. —
Sjúkrasamlagshugmynd er hreyft
í félaginu 1911 og það stofnað und-
ir forustu félagsins 1942.
Styrktarsjóður hefur starfað um
áratugi og greiðir auk dagpen-
inga i veikindatilfellum þann hluta
lyfja og læknishjálpar, sem sjúkra-
samlag greiðir ekki — einnig jarð-
arfararstyrk, læknisvitj anakostnað
o. fl.
Þá hefur félagið í nokkur skipti
verið beinn aðili að framboði til
sveitastj órnarkosninga.
Seinustu árin hefur starfið mest
beinzt að klaupgjaldsmálabarátt-
unni. Er félagið nú aðili að sam-
eiginlegum samningi verkalýðsfé-
Björgvin Sigurffsson