Vinnan - 01.05.1966, Síða 53

Vinnan - 01.05.1966, Síða 53
Sigurður Þorsteinsson hver lengst hafi verið formaður Bárunnar, en líkur eru til, að það séu þeir Einar Jónsson r Túni og Kristján Guðmundsson. Þeir eiga báðir mikla og góða sögu sem for- ustumenn Bárunnar. Félagssvæðið er og hefur alltaf verið Eyrarbakkahreppur. Talið er víst, að Báran hafi geng- ið í Alþýðusambandið á fyrsta eða öðru ári eftir stofnun þess (1916 eða 1917). Bárufélögin eru sem kunnugt er sjómannafélög og áttu sitt blóma- skeið um aldamótin. Þau störfuðu í Reykjavík, Hafnarfirði, suður í Garði, á Akranesi og svo á Eyrar- bakka og Stokkseyri. — Er Báran á Eyrarbakka einasta Bárufélagið sem nú starfar — og hefur starf- Andrés Jónsson U innan að óslitið frá stofndegi í ársbyrj- un 1904. Félagsmenn eru nú rúmlega 100 talsins. Núverandi stjórn skipa: Andrés Jónsson formaður, Óskar Magnússon, Guðrún Ó. Thoraren- sen og Benedikt Bjarnason. VerkalýSs- og sjómannafélagið Bjarmi, Stokkseyri Það er stofnað 12. febrúar árið 1904 í Góðtemplarahúsinu á Stokks- eyri. — Stofnendur voru 36. Fyrsti formaður félagsins var Jón Adólfsson, og voru með honum í stjórn Ásgrímur Jónsson ritari og Guðni Árnason gjaldkeri. — Ár- gjald var á stofnfundi ákveðið 50 aurar. Aðalhvatamaður og stofnandi var Sigurður Eiriksson regluboði, faðir herra Sigurgeirs biskups. Formaður félagsins lengst allra hefur verið Björgvin Sigurðsson eða í 31 ár (1965). Hann er einnig formaður Fulltrúaráðs verkalýðs- félaganna í Árnessýslu. Félagssvæðið er Stokkseyrar-, Gaulverjabæjar- og Villingaholts- hreppar. í Alþýðusambandið gekk félagið árið 1922. Kaupgjalds- og atvinnumál hafa auðvitað verið höfuðviðfangsefni félagsins fyrr og síðar. Fyrsti kauptaxti félagsins er frá 8. febr. 1905 og var þannig: Frá 1. apríl til 1. júlí 20 au. á klst. f. karla og 15 au. f. konur. Frá 1. júlí til 10. sept. lægst 30 au. á klst. f. karla og 20 au. f. kon- ur. Frá 10. sept. til ársloka skal kaupið vera 20 au. á klst. í út- og uppskipun, en við aðra vinnu 15 au. — Öll vinnulaun skal borga í peningum. Samþykkt var „að skrúfa upp“ kaupið um 5 au. þegar unnið væri að nóttu — frá kl. 9 til 6 að morgni, einnig 5 au. hækkun í sunnudaga- vinnu. Pöntunarfélag rak félagið lengi og starfaði það með miklum blóma. Varð það undirstaða þess myndar- lega verzlunarrekstrar, sem K.Á. rekur nú á Stokkseyri. Jafnan hef- ur félagið ýtt rösklega á eftir for- ráðamönnum sveitarfélagsins um ýmsar verklegar framkvæmdir, svo sem vegagerð, lendingabætur, hol- ræsagerð, eflingu útgerðar o. fl. 51 Jón Adólfsson Stundum hafði félagið forustu í slíkum málum, svo sem um stofn- un Samvinnufélags, er keypti þrjá nýja báta 1933. í menningarmálum má nefna forustu félagsins 1910 um að koma á heilbrigðisnefnd í þorpinu. — Sjúkrasamlagshugmynd er hreyft í félaginu 1911 og það stofnað und- ir forustu félagsins 1942. Styrktarsjóður hefur starfað um áratugi og greiðir auk dagpen- inga i veikindatilfellum þann hluta lyfja og læknishjálpar, sem sjúkra- samlag greiðir ekki — einnig jarð- arfararstyrk, læknisvitj anakostnað o. fl. Þá hefur félagið í nokkur skipti verið beinn aðili að framboði til sveitastj órnarkosninga. Seinustu árin hefur starfið mest beinzt að klaupgjaldsmálabarátt- unni. Er félagið nú aðili að sam- eiginlegum samningi verkalýðsfé- Björgvin Sigurffsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Vinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.