Vinnan - 01.05.1966, Qupperneq 56
54 ______________________________
Verkalýðsfélag Stykkishólms
Félagið er stofnað 10. janúar ár-
ið 1915 í Stykkishólmi.
Fyrsti formaður þess var Bald-
vin Bárdal (Bergsteinsson).
í fyrstu stjórn félagsins auk
hans voru Guðmundur Jónsson frá
Narfeyri ritari, og Benedkt Jóns-
son í Höfða gjaldkeri.
Aðalhvatamenn að stofnun fé-
lagsins voru þeir Baldvin Bárdal
og Halldór Illugason.
Lengst hefur verið formaður
Kristinn B. Gíslason frá 1952—1960.
Félagssvæðið er í lögum félagsins
ákveðið Stykkishólmur. En fyrir
nokkrum árum var fólki úr Helga-
fellssveit einnig gefinn kostur á að
gerast aukameðlimir.
Baldvin Bárdal
Guðmundur Jónsson frá Narfeyri
u
innan
Einar Karlsson
í Alþýðusambandið gekk félagið
21. marz árið 1927.
Félagsmenn eru nú um 200.
Núverandi félagsstjórn skipa
þessir menn:
Einar Karlsson, form., Höskuld-
ur Höskuldsson, Ingvar Ragnarsson
og Erlingur Viggósson.
Verkalýffsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness er stofn-
að hinn 14. október 1924. Fundar-
staðurinn var Báruhúsið á Akra-
nesi.
Þeir, sem mest unnu að stofnun
félagsins, voru Sveinbjörn Odds-
son, Sæmundur Friðriksson, Ás-
grímur og Stefán Sigurðssynir, og
ennfremur var kjörin nefnd til að
vinna að félagsstofnuninni, og
áttu sæti í henni eftirtaldir:
Sveinbjörn Oddsson, Sæmundur
Friðriksson, Jörgen Hansson, Indr-
iði Jónsson, Sigurjón Sigurðsson,
Sigurður Björnsson, Eiríkur Guð-
mundsson, Jónas Guðmundsson,
Gisli Einarsson, Ólafur Kristjáns-
son, Halldór Sigurðsson og frú
Sveinsína Sveinsdóttir.
Fyrsta stjórn félagsins var þann-
ig skipuð: Sæmundur Friðriksson,
form., Sveinbjörn Oddsson vara-
form., Oddur Sveinsson ritari, Ei-
ríkur Guðmundsson gjaldkeri. —
Meðstjórnendur Jörgen Hansson og
Ágúst Ásbjörnsson.
Sveinbjörn Oddsson var formað-
ur í 12 ár.
Hálfdán Sveinsson hefur verið
formaður lengst allra, eða í 24 ár.
Félagið gekk í Alþýðusamband
íslands hið fyrra sinn strax eftir
stofnunina, en sagði sig úr því 1.
des. 1924. Gekk svo aftur í sam-
bandið 16. des. 1927.
Félagssvæðið er Akranesskaup-
staður og nágrenni, Innri Akra-
ness-hreppur að Berjadalsá að
vestan, og vogur er nefnist „Leyn-
ir“, að austan.
Núverandi stjórn er þannig skip-
uð: Guðmundur Kristinn Ólafs-
son formaður, Skúli Þórðarson rit-
ari, Kristján Guðmundsson með-
stjórnandi, Jóhann S. Jóhannsson
formaður Sjómannadeildar, Einar
Magnússon, form. Verkamanna-
deildar, Þorsteinn Þorvaldsson,
Vélstjóradeildar, og Herdís Ólafs-
dóttir Kvennadeildar. Varaform.
Hálfdán Sveinsson.
Sæmundur Friðriksson
Skúli Þórðarson