Vinnan - 01.05.1966, Page 57

Vinnan - 01.05.1966, Page 57
u innan 55 Félagsmenn eru um 400 að tölu. Fyrir þá, sem fylgzt hafa með starfi félagsins frá upphafi, er minnisverðust baráttan fyrsta ára- tuginn, þegar brautryðj endurnir háðu harðvítuga baráttu fyrir til- verurétti félagsins, og áttu í höggi við harðdræga atvinnurekendur, — þegar fyrsti samningurinn um kaup og kjör var gerður, — hvernig verkafólkið sótti fram til aukinna sigra, sem náði hámarki, þegar hið sögulega verkfall var háð 1937, en með því má segja, að félagið hafi að fullu verið viðurkennt sem samningsaðili um kaup og kjör verkafólks á Akranesi. Fram að þeim tíma var Sveinbjörn Oddsson sá brimbrjótur, sem allar stærstu öldurnar brotnuðu á. Hann var hinn ódeigi forystumaður og svo fórnfús, að fá dæmi eru um slík- an fórnarvilja, og má með sanni segja, að ekki verður rætt um minnisstæða atburði í lífi félagsins svo, að hann komi ekki þar við sögu frá stofnun þess til ársins 1938, og raunar miklu lengur. í 9.—12. tbl. Vinnunnar 1964, eru rakin helztu atriðin í sögu félagsins og getið þeirra, sem mest hafa komið við sögu félagsins á 40 ára tímabili, og vísast til þess, sem þar er skráð. Jóhannes Oddsson Verkamannafélagið Fram, Seyðisfirði Á Seyðisfirði stóð vagga eins elzta verkalýðsfélags landsins. Haustið 1896 var haldinn stofn- fundur verkamannafélags á heim- ili Jóhannesar Oddssonar. Auk hans stóðu að þessu tiltæki Einar Long, Anton Sigurðsson frá Akur- eyri og fleiri. Svo virðist sem fram- haldsstofnfundur hafi verið hald- Hermann Þorsteinsson inn 1. maí 1897, og þá telst félagið formlega stofnað. Jóhannes Oddsson var fyrsti for- maður Verkamannafélags Seyðis- fjarðar og starfaði það fram yfir aldamótin. Mun hafa hætt störf- um 1902 eða 1903. — Þorsteinn Er- lingsson birti lög félagsins í blað- inu Bjarka á Seyðisfirði 1. maí 1897. En hann var þá ritstjóri þess blaðs. En það fór eins og Þorsteinn sagði í „Brautinni": „Þú skalt ekki að eilífu efast um það, aftur mun þar verða haldið af stað, unz brautin er brotin til enda.“ Verkamannafélagið „Fram“ á Seyðisfirði er stofnað 18. janúar árið 1904 að Austurvegi 38. Það hús stendur enn (1966) og var þá hús Góðtemplara. (Undirbúningsfund- ur var haldinn 13. jan.). Fyrsti formaður félagsins var Hermann Þorsteinsson. Aðrir í stjórninni með honum voru: Tryggvi Guðmundsson ritari, Páll Árnason gjaldkeri. Þetta hefur verið kölluð bráða- birgðastjórn. Næsti fundur er haldinn eftir viku — 25. janúar — og þá ákveð- ið að halda aðalfund 1. febrúar. Þar er kosin 5 manna stjórn, og skipa hana þessir menn: Hermann Þorsteinsson formaður, Árni Þórð- arson varaform., Tryggvi Guð- mundsson ritari, Páll Árnason gjaldkeri, Pétur Jóhannsson vara- ritari.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.