Vinnan - 01.05.1966, Blaðsíða 57
u
innan
55
Félagsmenn eru um 400 að tölu.
Fyrir þá, sem fylgzt hafa með
starfi félagsins frá upphafi, er
minnisverðust baráttan fyrsta ára-
tuginn, þegar brautryðj endurnir
háðu harðvítuga baráttu fyrir til-
verurétti félagsins, og áttu í höggi
við harðdræga atvinnurekendur, —
þegar fyrsti samningurinn um kaup
og kjör var gerður, — hvernig
verkafólkið sótti fram til aukinna
sigra, sem náði hámarki, þegar hið
sögulega verkfall var háð 1937, en
með því má segja, að félagið hafi
að fullu verið viðurkennt sem
samningsaðili um kaup og kjör
verkafólks á Akranesi. Fram að
þeim tíma var Sveinbjörn Oddsson
sá brimbrjótur, sem allar stærstu
öldurnar brotnuðu á. Hann var
hinn ódeigi forystumaður og svo
fórnfús, að fá dæmi eru um slík-
an fórnarvilja, og má með sanni
segja, að ekki verður rætt um
minnisstæða atburði í lífi félagsins
svo, að hann komi ekki þar við
sögu frá stofnun þess til ársins
1938, og raunar miklu lengur.
í 9.—12. tbl. Vinnunnar 1964, eru
rakin helztu atriðin í sögu félagsins
og getið þeirra, sem mest hafa
komið við sögu félagsins á 40 ára
tímabili, og vísast til þess, sem þar
er skráð.
Jóhannes Oddsson
Verkamannafélagið Fram,
Seyðisfirði
Á Seyðisfirði stóð vagga eins
elzta verkalýðsfélags landsins.
Haustið 1896 var haldinn stofn-
fundur verkamannafélags á heim-
ili Jóhannesar Oddssonar. Auk
hans stóðu að þessu tiltæki Einar
Long, Anton Sigurðsson frá Akur-
eyri og fleiri. Svo virðist sem fram-
haldsstofnfundur hafi verið hald-
Hermann Þorsteinsson
inn 1. maí 1897, og þá telst félagið
formlega stofnað.
Jóhannes Oddsson var fyrsti for-
maður Verkamannafélags Seyðis-
fjarðar og starfaði það fram yfir
aldamótin. Mun hafa hætt störf-
um 1902 eða 1903. — Þorsteinn Er-
lingsson birti lög félagsins í blað-
inu Bjarka á Seyðisfirði 1. maí
1897. En hann var þá ritstjóri þess
blaðs.
En það fór eins og Þorsteinn
sagði í „Brautinni":
„Þú skalt ekki að eilífu efast um
það,
aftur mun þar verða haldið
af stað,
unz brautin er brotin til enda.“
Verkamannafélagið „Fram“ á
Seyðisfirði er stofnað 18. janúar
árið 1904 að Austurvegi 38. Það hús
stendur enn (1966) og var þá hús
Góðtemplara. (Undirbúningsfund-
ur var haldinn 13. jan.).
Fyrsti formaður félagsins var
Hermann Þorsteinsson.
Aðrir í stjórninni með honum
voru: Tryggvi Guðmundsson ritari,
Páll Árnason gjaldkeri.
Þetta hefur verið kölluð bráða-
birgðastjórn.
Næsti fundur er haldinn eftir
viku — 25. janúar — og þá ákveð-
ið að halda aðalfund 1. febrúar.
Þar er kosin 5 manna stjórn, og
skipa hana þessir menn: Hermann
Þorsteinsson formaður, Árni Þórð-
arson varaform., Tryggvi Guð-
mundsson ritari, Páll Árnason
gjaldkeri, Pétur Jóhannsson vara-
ritari.