Vinnan - 01.05.1966, Side 60
58
U
innan
Júlíus Nikulásson og gjaldkeri Finn-
ur Jónsson.
í annan stað er til yfirlit yfir
sögu verkalýðsfélagsins Varnar á
Bíldudal frá 1932—1951. Verður því
að mestu látið nægja að vísa til
þessa óvenjunákvæma heimildar-
rits. Höfundur annálsins er Ingi-
mar Júlíusson.
Meðal margra, sem mikið koma
við sögu Verkalýðsfélagsins Varn-
ar og hafa verið forustumenn þess,
má enn nefna Guðmund Arason,
Ebenezer Ebenezersson, Júlíus Jón-
asson og ýmsir fleiri.
Félagsmenn eru um 120.
Núverandi stjórn skipa þessir
menn:
Gunnar Valdimarsson, formaður,
Finnbogi R. Guðmundsson, Krist-
inn Ásgeirsson, Ólafur Á. Bjarna-
son og Þórunn Samúelsdóttir.
Verkalýffs- og sjómannafélag
Bofungarvíkur
Félagið er stofnað 27. maí 1931 í
gamla stúkuhúsinu í Bolungarvík.
Fyrsti formaður félagsins var
kjörinn Guðjón Bjarnason verka-
maður. Var hann formaður til
dauðadags 1942.
í stjórn voru m. a. Jens E. Níels-
son kennari, ritari og Haraldur
Stefánsson verkamaður, gjaldkeri.
Undirbúning að stofnun félagsins
annaðist Hannibal Valdimarsson
f. h. Alþýðusambands Vestfjarða.
Naut hann í því verki góðs stuðn-
ings nokkurra stéttvísra verka-
manna og kvenna í Bolungarvík,
og auk þeirra séra Páls Sigurðsson-
Guðjón Bjarnason
ar og Sveins Halldórssonar skóla-
stjóra.
En andstaðan gegn félaginu var
strax hörð og snörp og fordómarn-
ir miklir.
Forsaga verkalýðsmála í Bolung-
arvík er annars þessi í örfáum orð-
um:
Þann 26. febrúar 1917 stofnar
Pétur G. Guðmundsson, sem þá
var búsettur í Bolungarvík, fyrsta
verkalýðsfélagið, sem þar er stofn-
að. Það hætti fljótlega störfum eft-
ir brottflutning Péturs frá Bolung-
arvík.
í annað sinn er verkalýðsfélag
stofnað í Bolungarvík 8. október
árið 1926 fyrir forgöngu Björns
Blöndals Jónssonar. Stofnendur
voru 78. Formaður var Finnbogi
Bernódusson, Pétur Sigurðsson
varaformaður, Jens E. Níelsson
ritari, Einar Guðfinnsson gjald-
keri og Benoní Sigurðsson með-
stjórnandi.
Þetta félag varð einnig skamm-
líft.
Þá var í nóvember 1927 stofn-
að Sjómannafélagið Röst í Bolung-
arvík. Það starfaði í nokkur ár.
Eftir þetta lágu öll verkalýðs-
samtök niðri í Bolungarvík, þar til
1931, að núverandi félag var stofn-
að.
Árið 1932 lenti félagið í löngu
og hörðu verkfalli. Varð það á
ýmsan hátt sögulegt. í þessu verk-
falli var Hannibal Valdimarsson
tekinn með ofbeldi og fluttur burt
úr Bolungarvík, svo sem frægt er
orðið.
Deilu þessari lauk þannig, að
firmað Gunnarsson & Fannberg,
sem deilan stóð aðallega við, gekk
að kröfum félagsins skilyrðislaust,
og var banni þar með af þeim létt.
Voru þá liðnir réttir tveir mán-
uðir frá því Hannibal Valdimarsson
var fluttur. Alþýðusamband Vest-
fiarða hafði tekið málið að sér og
undirritaði að lokum samninga við
betta harðsnúna fiskkaupafélag.
Þetta var fyrsti stórsigur verka-
fólks í Bolungarvík.
Annan september 1932 var stofn-
aður styrktarsjóður félagsins.
Árið 1933 var atvinnuleysi al-
mennt í Bolungarvík. Tók þá
Verkalýðsfélagið garðlönd á leigu
innan við kauptúnið og úthlutaði
reitum til félagsmanna til að rækta
kartöflur. Þetta varð mörgu verka-
mannaheimili mikil stoð þau árin,
sem þessu var sinnt.
Karvel Pálmason
Það ár hafði félagið samstöðu
við önnur félög um að sporna við
því, að áfengissala yrði leyfð í
nokkurri mynd í Bolungarvík, og
að hvorki smygl né bruggun áfeng-
is yrði þolað. Öll félögin samþykktu
samstöðu um þetta.
Árið 1935 drógust samningar
mjög á langinn. Var þá boðað verk-
fall og hófst það 8. maí. Tókust þá
samningar eftir tvær klukkustund-
ir.
í ársbyrjun 1937 var stofnuð sjó-
mannadeild innan félagsins og
nafninu breytt í samræmi við það.
Félagið háði hart verkfall vorið
1937. Það leystist að lokum með
miðlun. Var þetta engu síður ein-
dæma harðvítugt og sögulegt verk-
fa.ll, en verkfallið 1932.
Árið 1939 lenti sjómannadeildin
í harðri deilu, og var upp úr henni
stofnaður hinn fyrsti hlutatrygg-
ingasjóður, sem um er vitað.
Hlutatryggingasjóðurinn skyldi
fá 2% af brúttóafla, og væru sjó-
mönnum tryggðar 125 króna lág-
markstekjur á mánuði. Reglugerð
sjóðsins hlaut stjórnarráðsstaðfest-
ingu.
Árið 1947 kom til stöðvunar, en
hún stóð stutt og tókust samningar.
Hin síðari ár hafa verið gerðir
heildarsamningar á vegum Alþýðu-
sambands Vestfjarða, og hefur fé-
lagið ávallt verið aðili að þeim.
Lengst hafa verið formenn fé-
lagsins Guðjón Bjarnason, Jón
Tímóteusson, Páll Sólmundsson og
núverandi formaður Karvel Pálma-
son.
Með honum eru nú í félagsstjórn-