Vinnan - 01.05.1966, Qupperneq 61
innan
inni: Páll Sólmundsson, Vagn
Hrólfsson, Elías Ketilsson og Sæv-
ar Guðmundsson.
Félagsmenn eru nú nær 200.
Súsandi, Suðureyri
Félagið er stofnað 21. september
árið 1931 í gamla samkomuhús-
inu á Suðureyri, sem nú er horf-
ið.
Fyrsti formaður var Guðjón Jó-
hannsson skósmiður.
í stjórninni auk hans voru:
Bjarni G. Friðriksson gjaldkeri,
Guðmundur Markússon ritari.
Stofnendur voru 14. — Þórleifur
Bjarnason kennari, Bjarni G. Frið-
riksson, Halldór Guðmundsson,
Þórður Stefánsson, Hannes Geirs-
son, Guðmundur F. Jósefsson,
Gunnar Halldórsson, Jón Júlí Ein-
arssoj , Jón Bjarnason, Guðmund-
ur Murkússon, Jón H. Guðmunds-
son, Ólafur Jónsson, Björn Guð-
björnsson og Guðjón Jóhannsson.
Tildrög félagsstofnunar voru
þau, að í september 1931 komu þeir
Hannibal Valdimarsson þáverandi
formaður Baldurs á ísafirði og Guð-
mundur G. Hagalín þá bókavörð-
ur á ísafirði, fótgangandi yfir
Botnsheiði þeirra erinda að ræða
verkalýðsmál við Súgfirðinga.
Fundurinn, sem þeir boðuðu til,
var vel sóttur og málflutningur
þeirra vakti áhuga Suðureyringa.
Á þessum fundi, sem eins og áð-
ur segir, var haldinn 21. sept. 1931,
var það samþykkt að stofna þá
þegar verkalýðsfélag á Suðureyri.
Var því valið nafnið Verkalýðsfé-
Guðjón Jóhannsson
lagið Súgandi. Nú heitir félagið
Verkalýðs- og sjómannafélagið
Súgandi.
Lengst hefur verið formaður
Bjarni G. Friðriksson, eða í 15 ár.
Félagssvæðið er í lögum félags-
ins ákveðið Súgandafjörður.
Strax á stofnfundi ákvað félagið
að sækja um inngöngu í Alþýðu-
samband íslands.
Félagið tók örum vexti. Gengu
t. d. 13 nýir félagar í Súganda á 4.
félagsfundinum. Leið ekki langur
tími, þar til flestir verkamenn og
sjómenn á Suðureyri — og einnig
allmargar verkakonur — höfðu
skipað sér undir merki hins unga
félags.
Auðvitað hefur kjarabaráttan
verið aðalverkefni félagsins, en auk
þess hefur það haft margvísleg af-
skipti af mörgum öðrum málum.
Tekið þátt í hreppsnefndarkosning-
um, gengizt fyrir skemmtunum og
unnið að ýmiskonar framfaramál-
um ásamt öðrum félögum kaup-
túnsins. Þannig var félagsheimilis-
málinu fleytt áfram með samstarfi
flestra félagasamtaka á Suðureyri.
Félagið náði mjög fljótlega við-
urkenningu atvinnurekenda og
gerði skriflega samninga um kaup
og kjör verkafölks.
Hefur félagið aldrei þurft að
grípa til verkfallsvopnsins. Þetta
er ekki vottur deyfðar eða dáðleys-
is félagsins. Það skýrist til fulls af
tvennu: Hinni almennu þátttöku
vinnandi fólks á sjó og landi í fé-
laginu, og því láni Súgfirðinga að
hafa jafnan átt myndarlega, víð-
sýna og sanngjarna atvinnurek-
Eyjólfur Sig. Bjarnason
endur, er töldu sig af sama stofni
og verkafólkið sjálft.
Smákóngahroki og kúgunarandi
hefur aldrei fest rætur í Súganda-
firði. — Þvert á móti hefur á Suð-
ureyri ríkt óvenjugóður og almenn-
ur félagsandi.
Síðari árin hefur Verkalýðsfélag-
ið Súgandi verið aðili að hinum
sameiginlegu samningum Alþýðu-
sambands Vestfjarða fyrir verka-
fólk og sjómenn.
Félagsmenn eru nú um 70.
Núverandi stjórn félagsins skipa:
Eyjólfur Sig. Bjarnason, form.,
Ingólfur Jónsson, Friðjón Guð-
mundsson og Bjarni B. Bjarnason.
Verkalýðs- og sjómannafélag
Álftfirðinga
Félagið er stofnað 6. apríl, sem
þá bar upp á föstudaginn langa,
árið 1928.
Það var stofnað í gamla Stúku-
húsinu við Traðargilið.
Fyrsti formaður þess var Halldór
Guðmundsson verkamaður. Með
honum voru í fyrstu stjórninni
Helgi Jónsson ritari og Guðmund-
ur Guðnason gjaldkeri.
Forgöngu fyrir stofnun félagsins
höfðu þeir Halldór Guðmundsson
og Helgi Jónsson, en á stofnfundi
mætti að þeirra ósk Ingólfur Jóns-
son lögfræðingur frá ísafirði er
flutti framsöguræðu á fundinum
um verkalýðsmál.
Formaður hefur lengst verið Al-
bert Kristjánsson eða í 9 ár.
Halldór Guðmundsson