Vinnan - 01.05.1966, Page 62

Vinnan - 01.05.1966, Page 62
60 U innan Félagssvæðið nær yfir Súðavík- urhrepp. í Alþýðusambandið gekk félag- ið strax við stofnun þess, árið 1928. — Var félaginu boðin stórgjöf af einum atvinnurekanda, ef það gengi ekki í Alþýðusambandið, en þvi höfnuðu verkamenn. Félagið háði mjög harða baráttu fyrir viðurkenningu sem samnings- aðili. Kostaði það hin hörðustu verkfallsátök. En árið 1930 náði félagið samningum og fullri viður- kenningu. Nokkrum sinnum eftir það varð félagið þó að knýja kröfur sínar fram með verkfalli. Þegar félagið var stofnað, var kaup verkafólks í Súðavík um 20% lægra en á ísa- firði. En nú er launajafnréttiskröf- unni fyrir löngu fullnægt. Félagið hefur jafnan látið flest framfaramál Súðavíkurhrepps — ekki sízt atvinnumálin — til sín taka. Árið 1930 kom félagið upp samkomuhúsi, sem lengi bætti úr brýnni þörf fyrir skólahúsnæði, húsnæði til guðsþjónustugjörðar í kauptúninu og til hverskonar fé- lagsstarfsemi. Núverandi forseti Alþýðusam- bandsins, Hannibal Valdimarsson, var formaður félagsins árin 1929 og 1930, og var það upphaf að störfum hans í verkalýðshreyfing- unni. Félagsmenn eru nú um 90. Stjórn félagsins skipa nú Bjarni Guðnason formaður, Friðbert Hall- dórsson, Jörundur Engilbertsson, Sigurður Benjamínsson, Albert Kristjánsson, Guðmundur Guðna- son og Edward M. Scott. Verkalýðsfélag Austur Húnvetn- inga Félagið er stofnað 2. október ár- ið 1930 á Blönduósi. Fyrsti formaður þess var Jón Einarsson verkamaður. Með honum voru í stjórninni Halldór Albertsson verzlunarmað- ur ritari og Páll Geirmundsson veitingamaður gjaldkeri. Aðalhvatamenn að stofnun fé- lagsins voru þeir, sem í fyrstu stjórnina völdust. Einnig aðstoð- aði Einar Olgeirsson alþingismað- ur við stofnunina og samdi fyrstu lög þess, sem enn eru í gildi í meginatriðum. Guðmundur Theódórsson Lengst hefur verið formaður Jón Einarsson, eða um 20 ár. Félagssvæðið er frá sýslumörkum Vestur- og Austur-Húnavatnssýslu að lögsagnarumdæmi Höfðakaup- staðar. Félagið gekk í Alþýðusambandið á fyrsta starfsári sínu 1931. Jón Einarsson gefur eftirfarandi upplýsingar: Byrjunarárin voru erfið, sem eðlilegt var — lítill skilningur hjá atvinnurekendum á slíku nýmæli sem stofnun verkalýðsfélags — og verkamenn ófélagsvanir. Aðalatvinnurekandinn, sem verkalýðsfélagið þurfti að semja við, var Kaupfélag Húnvetninga. Hafði það afgreiðslu skipa með höndum. Minnisstæð er mörgum hin langa deila, sem stóð um 11 vikur. Eftir margítrekaðar tilraunir til samkomulags, slitnaði upp úr samningum milli félagsins og K.H. Lýsti þá félagið yfir verkfalli. Svar kaupfélagsins var að loka reikningum verkalýðsfélagsmanna. Verzlunarmátinn var í þá tíð skuldaverzlun jafnt hjá verka- mönnum sem öðrum. Flestallir verkamenn skulduðu eitthvað við áramót, þó misjafnlega. Enginn mun þó hafa skuldað neitt verulega. Þess vegna naumast ástæða til að beita slíkum fantabrögðum. Samheldni innanfélags í deil- unni var með ágætum allt til deiluloka. Deiluefnið var tvíþætt: Um kaup og kjör við skipaafgreiðslu hjá K. H. — og þá ekki síður um hvort verkamenn hefðu rétt til að verð- leggja söluvöru sína, vinnuaflið. Deila þessi leystist á mjög við- unandi hátt, með sigri verkalýðs- félagsins. í deilunni gekk Alþýðu- samband íslands fram fyrir skjöldu með samtakamætti sínum og ó- brigðulu starfi. Ekki mun heldur gleymast hin skörulega efnahags- aðstoð, sem Verkalýðsfélagi Austur- Húnvetninga var veitt með pen- ingasendingum frá verkalýðsfé- lögum víðsvegar að af landinu. Sú hjálp mun óefað hafa átt veruleg- an þátt í, að félaginu entist orka og trú á sigur, allt til þess, er sigur vannst. Félagsmenn eru nú um 130. Núverandi stjórn er skipuð þess- um mönnum: Guðmundur Theódórsson, form., Jón Stefánsson, Elenborg Guð- mundsdóttir og Friðrik Indriðason. VerkalýðsfélagiS Hvöt, Hvammstanga Hvöt er stofnuð 16. janúar árið 1926 í Þorsteinshúsi á Hvamms- tanga. Fyrsti formaður félagsins var Eiríkur Hjartarson. Með honum voru í fyrstu stjórninni Guðmund- ur Þ. Sigurgeirsson nú á Drangs- nesi og Magnús Þorleifsson. Eiríkur Hjartarson beitti sér fyrir stofnun félagsins. Lengst allra hefur verið formað- ur félagsins Björn Kr. Guðmunds- son, eða alls í 17 ár. í lögum félagsins er Vestur-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.