Vinnan - 01.05.1966, Page 63
u
uinan
61
Húnavatnssýsla ákveðin félags-
svæði Verkalýðsfélagsins Hvatar.
í Alþýðusambandið gekk félag-
ið árið 1931.
Félagið varð árum saman að
heyja baráttu fyrir tilveru sinni.
Haustið 1931 varð félagið að hefja
verkfall til að knýja fram samn-
inga. Að verkfallslokum náðust
samningar, og hlaut félagið þar
með loks viðurkenningu á samn-
ingsrétti sínum vegna meðlima
sinna.
I félaginu eru nú um 80 félagar.
Núverandi félagsstjórn skipa
þessir menn:
Sigurður Gestsson, form., Sigurð-
ur Eiríksson, Jakob Bjarnason,
Baldur Ingvarsson, Gústav Hall-
dórsson og Sigurður Sigurðsson.
Eiríkur Hjartarson
Sigurður Gestsson
Verkakvennafélagið Snót,
Vestmannaeyjum
Félagið er stofnað 6. nóvember
árið 1932 að Breiðabliki í Vest-
mannaeyjum.
Fyrsti formaður þess var Kristín
Ólafsdóttir. Ásamt henni voru í
fyrstu stjórn Margrét Sigurþórs-
dóttir, Oddný Erlendsdóttir, Vil-
borg Þórðardóttir og Sigríður Sig-
urðardóttir.
Stofnendurnir voru þessar fyrr-
nefndu konur, er skipuðu fyrstu
stjórn félagsins. Auk þess gengu
15 aðrar konur í félagið á stofn-
fundinum.
Lengst hefur verið formaður
Guðmunda Gunnarsdóttir.
Félagssvæði er Vestmannaeyjar.
í Alþýðusambandið gekk félag-
ið í nóvember 1932.
Sundrung hafði ríkt meðal
verkakvenna í Vestmannaeyjum,
og um tíma voru þær skiptar í tvö
stéttarfélög. Verkakvennafélag
Vestmannaeyja var miklu fjöl-
mennara en Snót, en fékk ekki inn-
göngu í Alþýðusambandið, þar eð
Snót var þar fyrir.
Haustið 1937, þann 25. október,
sameinast þessi tvö félög. Tildrög
þessarar sameiningar voru hin
brýna nauðsyn verkakvenna á
stéttarlegri einingu í skjóli Al-
þýðusambands íslands.
Eflist nú starfsemin mjög, og
kjarabaráttan þó mest.
En það er við ramman reip að
draga, og enn líða rúm 4 ár, eða
þar til snemma árs 1942, að tekst
að ná raunverulegum samningum
við nokkra af atvinnurekendum í
Eyjum. Svo þungur var róðurinn
hjá verkakonum að fá samtök sín
viðurkennd af atvinnurekendum.
En sóknin hélt áfram. Haustið
1947 háði félagið harða kaupgjalds-
baráttu. Vinnustöðvun var boðuð,
og tókust þá samningar við alla
atvinnurekendur á staðnum.
Sá atburður markaði tímamót í
sögu félagsins.
Snemma árs 1961 háði Snót 5
vikna verkfall við hlið Verkalýðs-
félags Vestmannaeyja. í þeim erf-
iðu átökum nutu félögin öflugs
stuðnings Alþýðusambandsins og
fjölmargra verkalýðsfélaga úti um
land. Var það ekki sízt þeim stuðn-
ingi að þakka, að þau komu sterk
út úr verkfallinu og náðu fram
verulegum kjarabótum.
Auk hinnar beinu kjarabaráttu
Kristín Ólafsdóttir
Guðmunda Gunnarsdóttir
hefur Snót jafnan stutt eftir megni
almenn framfara- og menningar-
mál á félagssvæðinu. Má þar t. d.
nefna forystu félagsins um stofnun
barnaheimilis, er tók til starfa vor-
ið 1946. Forsjá þess hafði lengst af
Margrét Sigurþórsdóttir
Frumkvæði að stofnun Mæðra-
styrksnefndar hafði félagið einn-
ig árið 1946. Hefur sú nefnd jafn-
an starfað síðan og unnið mikið og
þarft verk. Þá hefur Snót lengi
verið aðili að Sambandi sunn-
lenzkra kvenna, og hefur ávallt lát-
ið kvenréttindamálin til sín taka.
Nú eru í Snót hátt á þriðja
hundrað félagskonur.
Stjórnina skipa nú: Guðmunda
Gunnarsdóttir formaður, Vilborg
Sigurðardóttir, Kristín Pétursdótt-
ir, Lóa Sigurðardóttir.